Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 26

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Fimmtudagur 15. april 1976. KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — KVIKMYNDIR — HORNIÐ Umsjónarmaður Halldór Valdimarsson Laugarásbíó: Jarðskjálftinn Earth- quake Páskamynd Laugarásblós aö þessu sinni er ein þeirra mynda, semeinna mesta athygli hafa vak iö undanfarin ár, eöa kvikmyndin Earthquake. Mynd þessi gerist i Los Angeles i Banda'rikjunum og fjallar um þaö, þegar griöarlegur jarö- skjálfti leggur stórborgina I rúst. Hún er ein úr hópi stórslysa- og náttúruhamfaramynda, sem notiö hafa mikilla vinsælda undanfariö, eöa allt frá þvi aö blóöspýtingur úr baki kúreka hætti aö nægja áhorfendum til hryllings. Laugarásbió hefur sýnt eina mynd svipaðrar gerðar áður, þar sem var myndin Jaws, eöa há- karlinn, sem raunar var jóla- mynd biósins nú siöast. Þá hefur Nýja Bió sýnt eina stórslysa- mynd, Poseidon-slysiö. Af söguþræði þeim sem birtur er I sýningarskrá Laugarásbiós, má ráöa, aö kvikmynd þessi fjalli um ákveöinn hóp borgara i Los Angeles, kynni þá og þeirra málefni nokkuö fyrst, en fylgist siöan meö þeim gegnum náttúru- hamfarirnar. Reynir kvikmyndin þannig aö spá nokkru um þaö, hver veröa myndu viöbrögö ibúa stórborgar, sem jarðskjálftar legöu I rúst, skelfingaræöiö, afbrotaölduna og hrun mannlegs siöafélags, sem oftast viröist fylgja atburöum af þessu tagi. Meö kvikmynd þessari hafa fylgt hljóömögnunartæki nokkur allmikil, þegar hún hefur veriö sýnd erlendis. Hafa þau þann til- gang aö skapa skjálftaáhrif i kvikmyndahúsinu sjálfu, á þeim stundum sem skjálftar ganga yfir tjaldið. Vegna þess hve dýr þessi tæki eru i leigu, hefur Laugarásbió ekki séö sér fært aö fá þau hingaö, og vafalitiö kemur þaö nokkuö niöur á áhrifum myndarinnar. Engu aö siöur gæti hún veriö athyglisverö. Framleiöandi og leikstjóri Jaröskjálftans er Mark Robson, en með helztu hlutverk far Charlton Heston, Ava Gardner, George Kennedy, Lorne Greene, Genevieve Bujold, Richard Roundtree og fleiri kunnir leikar- ar. f ..... Austurbæjarbíó: Mandi Þrælar, þrælahald og þræla- rækt er enn meðal áhugamála og atvinnugreina mannkyns, ef til vill ekki slður en fyrir svo sem einni öld. Viö erum nýbúin aö horfa á allmerka þætti i sjón- varpi þar sem þessum þætti efnahagslifs veraldar voru gerö nokkur skil, og af þeim þáttum mátti ráöa, aö ekki væri vanþörf frekari umhugsunar um mál- efni þessi. Kvikmyndin sem Austur- bæjarbió tekur til sýninga nú um páskana fjallar aö visu ekki um þrælahald nútimans, en þó engu aö siöur um þrælahald, uppbyggingu þess, áhrif og af- leiöingar. Myndin gerist á búgaröi i Louisiana i Bandarikjunum, áriö 1840. Búgaröur þessi er I eigu feöga, sem stunda þar svertingjarækt, og nota jafn- framt svarta þræla til flestra verka. Sá yngri af feögunum tveim, Hammod, ákveöur aö kvænast Stjörnubíó: ngo ungri stúlku af nágrannabýli, til þess aö eignast erfingja, en fram til þess haföi hann sótt alla kvenlega þjónustu til ambátta sinna. 1 brúökaupsferöinni kemur upp miskliö milli ungu hjónanna, þar sem konan reynizt spjölluð og meyjarhafts- laus á brúökaupsnóttina. Þvi er þaö aö Hammod kaupir sér svarta frillu á heimleiöinni, auk þess aö festa kaup á stórum og stæöilegum karlþræli til undan- eldis. Sföan gerist það aö Hammod sinnir eiginkonunni litiö, en frillunni þvi meira, en eigin- konan tekur þess I staö undan- eldiþrælinn fyrir friöil. Út frá þeirri stöðu rekjast svo atburöir alimiklir. Leikstjóri er Richard Fleischer, en helztu hlutverk eru i höndum James Mason, Susan George, Perry King, Brenda Sykes og fleiri. Viröist geta veriö athyglis- verö mynd. California Split Páskamynd Stjörjubiós fjallar um tvo hressa náunga, sem eiga fátt sameiginlegt, utan veðmála- ástriöu, sem þeir báöir eru haldn- ir. Þeir spila póker, veöja á hesta, reyna heppnislna i spilavitum, og ástunda yfirleitt alla þá veömála- starfsemi og fjárhættuspil , sem þeir komast I nánd viö. Annar þeirra er viröulegur rit- höfundur, sem skrifar aö jafnaöi vikublaö eitt, en hinn lætur sér nægja fjárhættuspiliö sem at- vinnu, og býr auk þess meö tveim gleöikonum. Þeir félagar eru misjafnlega heppnir ispilum og veðmálum, en þó aöallega óheppnir, og þvi fer svo, aö þeir komast fljótt i miklar fjárkröggur. Jafnvel svo aö þeir veröa hræddir um lif sitt. Þá veröur þeim þaö fyrir aö selja ail- ar veraldlegar eigur sinar, þaö er aö segja eigur annars, þvi hinn er eignalaus, og halda til Renó og gera þar úrslitatilraun til aö græöa fé. I Renó er ótæmandi möguleika á fjárhættuspilum aö finna, og segja má aö þar sé veröldin sköp- uö til aö taka á móti náungum af þessu tagi. Þar ráöast örlög manna, annaö hvort með þvi aö þeir tapa siöasta skildingnum, eöa þá aö þeir veröa aönjótandi nokkurrar heppni og geta, ef þeir vilja, lifaö þægilegu lifi af af- rakstrinum. Þeir félagar eru, likt og aörir, háöir þeim lögmálum, sem um fjárhættuspil gilda, og i Renó ráö- ast forlög beggja. Leikstjóri California Split er Robert Altman, en aöalhlutverk eru i höndum þeirra George Segal og Elliott Gould. ' Nýja Bíó: Gammurinn á flótta Nýja BIó býöur upp á bandariska kvikmynd um mál- efni CIA nú um páskana. Það er kvikmyndin „Gammurinn á flótta”, eöa „3 days of the Condor”. Söguþráöur myndarinnar byggist á starfi Jóseps Turner hjá CIA, en hann vinnur að lestri bóka, meö tilliti til upplýsingagildis þeirra fyrir þessa merku stofnun. Turner telur sig hafa rekizt á æöi athyglisverö atriöi, sem snert geti CIA illa, en aöalstöövar leyniþjónustunnar telja atriöi þessi einskis verö. Þeirri afstööu sinni veröa yfirmenn Turners þó aö breyta, V——■ þegar fjöldamorö eru framin á deild þeirri, sem Turner starfar viö, án þess aö nokkur ástæöa viröist liggja til grundvallar þeim. Eins og vera ber i mynd af þessu tagi verður Turner aö beijast á báða bóga, auk þess sem hann tekur saklausan borgara i gislingu til aö veröa sér úti um hæli, meöan á átökunum stendur. Aö lokum kemur til umsvifa- mikils uppgjörs innan CIA, og jafnvel til uppljóstrana, sem reynzt geta þessari höröustu stofnun Bandarikjanna þungar I skauti. Þaö sem ef til vill vekur mesta athygli á þessari mynd, svona I fljótu bragbi, er skipun leikara i hlutverk hennar. Þvi er ekki aö neita, aö þar er valinn maöur i hverju rúmi, eöa þvi sem næst. Hlutverk Turners er I höndum Roberts Redford, en af öörum leikurum mætti vel nefna Faye Dunaway, sem fer meö hlutverk saklausa borgarans i gislingu hjá Turner, svo og þá Cliff Robertson, Max von Sydow, John Houseman og Addison Powell. Leikstjóri myndarinnar er Sidney Pollack og framleiöandi Stanley Schneider. Póskaframboð kvikmy

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.