Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 15.04.1976, Blaðsíða 33
TÍMINN Fimmtudagur 15. aprll 1976. 33 var, að þessar luralegu skepnur voru i raun og veru fagrar i sinum villtu hreyfingum. Fagrar skepnur eins og öll villt dýr i sinum réttu heimkynnum. Annars hefðu þessar risaskepnur ekki þurft neitt að óttast. Þeir hafa nú fyrst og fremst meira en tveggja cm. húð, sem skotvopn vinna naumast á. Ekkert rándýr þorir að ráðast á fullvaxinn vatnahest og ekkert þeirra myndi geta ráðið niðurlögum hans. En mennirnir hafa lært það af reynslunni, að ef þeim tekst að hitta vatnahestinn i augað eða rétt aftan við eyrað, þá er hægt að vinna á honum með venjulegu skotvopni. Annars eru svertingjar trylltir i kjöt af vatnahestum, og eru þeir þvi mjög eftirsótt veiðidýr, og ekki siður vegna húðarinnar, — en hertar húðpjötlur nota svertingjar fyrir skildi. Þarna var lika mjög mikið af krókódilum. Einkum var mikið um þá á kvöldin og sáust þá oft hópar af þeim móka á sandeyrunum. Þegar skipið nálgaðist, veltu þeir sér og skriðu út i fljótið og létu sig svo mara i kafi i gruggugu vatninu, meðan skipið. sigldi fram hjá. Einu' sinni, þegar Árni kom á land i einu þorpinu, lék hann sér að þvi að grafa með spýtu rás i sandeyri við fljótið og ræsa fram dálitla tjöm á eyrinni. Þá var hann svo heppinn að rekast á „krókódils- hreiður”. Hann kom allt i einu niður á hrúgu af eggjum, sem voru hulin sandinum. Þau voru að útliti og stærð ekki ósvipuð gæsaeggjum, og hann hélt, að þau væru að minnsta kosti um fimmtiu talsins. Songo sagði honum, að „krókó- dilamamma” hefði grafið eggin i sandinn til þess að þau væru falin fyrir ránfuglum og öðru, sem annars myndu granda þeim. Sólin hitar svo sandinn, og við hlýjuna i sandin- um klekjast þau svo út. Songo sýndi Árna innan i eitt eggið. Jú, það stóð heima. Innan i egginu lá örlitill en þó full- skapaður krókódill. Hann sýndi fljótlega sitt meðfædda náttúruvit eða náttúruhvöt. Strax og þeir lögðu hann á sandinn, skreið hann út i fljótið. 3 í járnbrautarlestinni frá Stanleyville komst Árni i kynni við enskan námaverkfræðing. Úti i skipinu kynntist Berit honum lika. Hann var um fertugt og hét Harry Douglas. Þetta var i þriðja skiptið, sem hann fór þessa leið. Hann var á leið til Bukama, en þar eru miklar tinnámur. Berit geðjaðist vel að honum. Hann var fáoíður, eins og margir Englendingar eru, en hann var þaulkunnugur i Mið-Afriku og hafði viða farið. Dag nokkurn, er þau stóðu öll úti við borð- stokkinn og virtu fyrir sér fljótsbakkana, sagði Árni: „Ég er að hugsa um, hvernig okkur gangi að komast frá Kongolo austur til Sansibar. Grimaldi sagði, að vegurinn væri ekki full- gerður á dálitlum kafla á þeirri leið”. „Hver er Grimaldi?” spurði Englendingurinn. „Grimaldi er italskur umboðsmaður i Matadú Af honum keyptum við farmiða alla leið til Sansibar.” „Farmiða til Sansi- bar? — Má ég sjá þá?” Harry Douglas leit aðeins á þessa mislitu miða og sá á sömu stundu að systkinin höfðu verið beitt hræði- legum svikum. Hann fékk Árna aftur far- miðaheftið. ,,Mér þykir það mjög leitt, en ég verð þó að segja ykkur eins og er. Það eru aðeins farmið- arnir til Kongolo, sem eru ófalsaðir. Hinir eru einskisvirði. Hann hefur svikið ykkur, þessi ítali og falsað farmiðana. Verst er þó, að frá Kongolo austur til Tanganyika liggur engin þjóðleið, og eins er veg- laust austan við vatnið. Þið eruð litlu nær Sansi- bar i Kongolo en þið voruð i Matadi”. Árni varð alveg undrandi. Hann efaðist þó ekki um, að Harry Douglas sagði sann- leikann. Framkoma hans öll bar það með sér, að hann var heiðursmaður. Þvert á móti þvi, sem þeim fannst með ítalann, þótt þau grunaði ekki, að Framhald Rnnir þú til feróalöngunar; an ís þá er það vitneski um vorið erlendi sem veldur 30% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR /SLANDS Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.