Tíminn - 18.07.1976, Blaðsíða 14
14
TIMINN
Sunnudagur 18. júli 1976
Nýtt vopna-
leitartæki
ó Keflavíkur-
flugvelli
ASK-Reykjavik. — Nýtt vopnleit-
artæki hefur veriö tekiö í notkun á
Keflavikurflugvelli. Tækiö vcröur
notað til að gegnumlýsa allan
handfarangur farþega á leið úr
landi, en samtals á þaö aö geta
leitaö i um 800 töskum á klukku-
tima.
Það var orðið illmögulegt fyrir
tollgæzlumenn að anna farþega-
fjöldanum, þannig hefði orðið að
stórauka starfsmannafjöldann, ef
tækið hefði ekki komið til sögunn-
ar. Tækið hefur reynzt mjög vel,
þann tima sem það hefur verið
reynt, en eðlilega tekur það nokk-
urn tima að þjálfa starfsmenn,
svo afgreiðslan gangi snurðulaust
fyrir sig. Þannig verður að kynna
tollgæzlumönnum allar helztu
tegundir af sprengjum og vopn-
um, svo þeir viti greinilega að
hverju er gengið.
Málmleitartækið er af Philips-
gerð, að kostaði það tæpar tiu
milljónir. Geislun frá þvi er jafn-
mikil eða minni en frá sjálflýs-
andi armbandsúri. Faregar þurfa
þvi ekki að vera hræddir um að
það eyðileggi filmur i myndavél-
um, eins og komið hefur fyrir á
flugvöllum viða erlendis.
Auglýsið í
Tímanum
STILLANLEGIR
höggdeyfar
FYRIRLIGGJ ANDI
m.a. í eftirtalda bíla:
AÐ FRAMAN:
Range Rover
Ford Escort 68/76
Ford Capri 69/72
Ford Cortina 68/70
Dodge Custom 65/73
Plymouth Fury 65/73
Chrysler America 67/73
Rambler Classic 62/65
Rambler American 64/69.
AÐ AFTAN:
Range Rover
Land/Rover
Damler Benz 68/75
Plymouth Barracuda 70/74
Otvegum KONI höggdeyfa i
flesta bila. r
KONI höggdeyfana er hægt
að gera við — ef þeir bila.
KONI-viðgeröarþjónusta er
hjá okkur.
SAGAN AF
SAM FRÆNDA
Þetta er opinbera myndin af Sam frænda. Hún hangir nú I Verzl
unarmálaráöuneytinu i Washington.
HVAÐ dettur þér I hug þegar
minnzt er á Sam frænda? Það
fyrsta sem Amerlkumanni
kemur til hugar þegar hann lit-
ur augum teikninguna, er fyrri
heimsstyrjöldin, en þá var hún
myndin af manninum sem benti
visifingri i átt til áhorfandans
þekkt um allan heim. Sam
frændi var á auglýsingum frá
herstjórninni, en á þeim stóð að
Sam vildi gjarnan fá áhorf-
andann i herinn. Þetta var
ósköp vingjarnlegur eldri maö-
ur, með röndóttan hatt og
skegghýjung á hökunni.
En hin opinbera mynd af Sam
frænda er ekki i auglýsingunni.
Hún er af elskulegum manni,
með stjórnmálamanns brœ á
vör, og tilbúnum aö heilsa öllum
er leiö eiga framhjá. Þessi
mynd hangir I Verzlunarmála-
ráðuneyti Bandarikjanna i Was-
hington.
Herbert Npxon auglýsinga-
teiknari gerði myndina og hún
er ekki eldri en frá 1950. Þaö var
nefnilega þá sem Bandarikja-
stjórn komst aö þeirri merki-
legu niðurstöðu að hana vantaöi
nýtt málverk af Sam til að
hengja á veggi ameriskra
sendiráöa um viða veröld.
Starfemenn einnar stjórn-
ardeildarinnar sáu nokkrar af
hugmyndum Herberts af Sam
og ákváðu að þetta væri maöur-
inn sem væri hæfur til að gefa
Sam frænda nýtt útlit. Hvers
vegnaHerbert? Jú honum tókst
nefnilega að gera Sam mun
manneskjulegri en teiknarar
hugsuðu sér hann yfirleitt. Sam
hans Herberts var ekki ágjarn
útlits eða grimmdarlegur,
sögðu starfsmennirnir. Þess
vegna fékk Herbert verkefniö,
hins vegar geta lesendur dæmt
um hvort Sam sé nokkru heiðar-
legri útlits en venjulega.
En hver var Sam frændi og
var hann nokkurn tima til? Sam
frændi var til og hann fæddist
1766 I Massachusetts, raunar
hét hann ekki Sam, heldur þvi
algenga nafni, Samuel Wilson.
Samuel þessi lifði og dó án þess
að hafa nokkurn tima hugmynd
um þá frægö sem honum siöar
hlotnaðist. Hitt er svo annað
mál að Samuel hefur væntan-
lega staðiö hjartanlega á sama
um frægöina.
Að visu var fólk farið að kalia
Samuel, Sam frænda þegar i lif-
anda lifi. Samuel vann hjá hern-
um I styrjöldinni 1812 og stimpl-
aöi þar kjöttunnur. Tunnurnar
voru merktar með —
U.S.-(UnitedStates), til þess að
gefa til kynna hver ætti I raun og
veru kjötið, sú skammstöfun er
meðal þeirra i Ameriku eins vel
þekkt og KEA hjá Akureyring-
um. Vegna þess aö skammstöf-
un þessi haföi litt verið notuð
áður á þessum árum I Amerfku,
þá gerðu Ibúar heimaþoips
Samúels ráð fyrir að þetta þýddi
Uncle íhm —. Nafniö varð fljótt
þekkt og slöar settu menn ætið
Sam frænda f samband við
Ameriku.
En hvernig leit Samúel út i
raun og veru? Þessari spurn-
ingu var svarað þegar árið
1851 þegar óþekktur maöur tök
þátt I göngu i þorpi einu i
Massachusetts. Hann hafði
klætt sig i röndóttar buxur og
sett upp háan hatt. Náungi þessi
kallaði sig Sam frænda.
Skopteiknarar voru fljótir að
taka við sér og Sam sást nú á
siöum margra dagblaða. Og það
leiö ekki á löngu þar til Sam
frændi varö mun meira heldur
en bara nafn á Bandarikjunum,
i honum fólst Imynd amerisku
þjóöarinnar.
Arið 1961 samþykkti
bandariska þingið að Samúel
Wilson, skyldi vera viðurkennd-
ur sem Wnn eini sanni Sam
frændi — og á einn hátt er hann
ólikur öðru bandarisku þjóðt
artákni — erninum, það er
hreint ekki svo auövelt að út-
rýma honum.
Ein af hugmyndum Herberts
Noxons áður en opinbera
myndin var gerö.
WTMT H TT.T.
ÁRMULA 7 - SÍMI 84450
BILALEIGAN
EKILL
%
Ford Bronco
Land-Rover
Blazer
o) Fíat
^ VW-fólksbílar
&V3Qm
28340-37199
Laugavegi 118
Rauðarárstígsmegin
Tollvörugeymsla
Suðurnesja h.f.
Keflavik — auglýsir
Þeir sem áhuga hafa á að leigja sér
geymslurými
i tollvörugeymslunni vinsamlegast hringi
hið fyrsta i sima 92-3500 kl. 13-17 virka
daga.
Skólastjóri
Skólastjóri óskast að nýstofnuðum tónlist-
arskóla i Njarðvik.
Nauðsynlegt er að umsækjandi geti tekið
að sér organistastörf við kirkjur staðar-
ins.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til formanns skóla-
nefndar séra Páls Þórðarsonar fyrir 15.
ágúst.
Skólanefndin.