Tíminn - 18.07.1976, Side 16

Tíminn - 18.07.1976, Side 16
TÍMINN Sunnudagur 18. júli 1976 16. Hvað ætlar þú að sjá af landinu þínu í sumar? Nokkur orð um Norður-Múlasýslu Egilsstaðir eru ein helzta samgöngu- miðstöð landsins og þaðan liggja leiðir til allra átta. Þaðan liggur leiðin til Seyðis- fjarðar og þaðan liggur leið um úthérað til Borgarfjarðar eystri. Við erum þvi ekki alveg nákvæm um sýslumörkin í þessum ferðum okkar — nú þegar höfum við fengið forsmekkinn af Norður-Múlasýslu á hringferð okkar um Löginn og til þess að komast til Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar frá Egilsstöðum, þarf að aka dálitinn spöl um Suður-Múlasýsluna. A leið okkar til Seyðisfjaröar ökum við fyrst austur með Egils- staðakauptúni, beygjum til vinstri yfir Eyvindará, að vega- mótum þar og veljum veginn til hægri, sem liggur upp á Fjarðar- heiðina. Fjarðarheiðin er 620 m há og oft snjóþung og torfær á veturna. A vesturbrún heiðarinn- ar er hringsjá rétt við veginn. Þar skulum við staldra við nokkra stund og virða fyrir okkur hið frá- bæra útsýni yfir Fljótsdalshérað og nágrennið. Sunnan við Fjarðarheiðina er Gagnheiði og þar er endurvarps- stöð sjónvarpsins, sem svo mikið var kvartað yfir i vondum veðr- um i fyrravetur. Uppi a heiðinni er Heiðarvatn á hægri hönd og úr þvi rennur Fjarðará niður i Seyðisfjörð. Af austurbrún heiðarinnar sjáum við yfir fjörð- inn, langan og þröngan milli hárra fjalla. Vestan við fjarðar- botninn er Bjólfur 1083 m hátt fjall, heitið eftir Bjólfi 'fyrsta- landnámsmanni i Seyðisfirði. Cr fjallinu hafa fallið hræðileg snjó- flóð og skriður, sem valdið hafa mannskaða. Vegna þess hversu undirlendis- ræman við Seyðisfjörð er mjó, liggur Seyðisfjarðarkaupstaður i löngum sveig við fjarðarbotninn. Seyðisfjörður hlaut kaupstaðar- réttindi 1894, sá fjórði i röð is- lenzkra bæja, aðeins Reykjavik, Akureyri og tsafjörður voru fyrri til. Þá var Seyðisfjörður hinn sanni höfuðstaður Austurlands en upp úr aldamótum staðnaði þró- unin þar að miklu leyti, og nú er Seyðisfjörður fámennasti kaup- staður landsins með 926 ibúa við siðasta manntal. I Seyðisfirði er sýslumannsset- ur, prestsetur og kirkja, læknis- setur og sjúkrahús, félags- heimilið Herðubreið og auðvitaö sundhöll. Þar er einnig aðsetur fjórðungsbókasafns Austurlands og gistihús. —oOo— Nú leggjum við upp frá Egils- stöðum enn á ný, og er ferðinni heitið um úthérað til Borgar- fjarðar eystra. Úthérað nær frá Eyvindará til sjávar og skiptist i tvö byggðarlög: Eiðaþinghá að sunnan og Hjaltastaðaþinghá eða Útmanr.asveit norðar. Við ökum i austur frá Egilsstaðakauptúni, beygjum norður yfir Eyvindará að vegamótum. 1 stað þess að velja þar veginn til hægri eins og við gerðum á leiðinni til Seyðis- fjarðar, höldum við beint áfram, norður Eiðaþinghá og ökum i há- norður meðfram Lagarfljótinu. Lagarfljót er ásamt Jökulsá i Fljótsdal næst mesta vatnsfall á Austurlandi um 140 km að lengd. Efri hluti fljótsins er stöðuvatnið Lögurinn.sem viðhöfum tækifæri til að kynnast á hringferð okkar. Hann nær innan úr Fljótsdal og út fyrir Egilsstaði og er um 35 km á lengd, eða þriðja stærsta vatn i byggð hér á landi. Talið er að á Lagarfljótsbotni sé lægsti punkt- ur á landinu, u.þ.b. 90 m undir sjávarmáli. Lagarfljótsormurinn er skrimsli mikið, sem sagt er hafi tekið sér bólfestu i fljótinu, Burstafell i Vopnafiröi. og ganga af orminum miklar sög- ur. Meðan við i huganum höfum rifjað upp þessi örfáu atriði um Lagarfljótið hefur ferðin með- fram þvi gengið hratt og vel — og framundan sjáum við nú hinar reisulegu byggingar á Eiðum, Eiðar voru til forna mikið stórbýli og eiga sér merka sögu að baki. Nú er þar eitt mesta menntasetur Austurlands. Arið 1883 var settur á stofn bændaskóli á Eiðum, en honum var breytt i alþýðu- eða héraðsskóla 1918. Fyrir all- nokkrum árum brann héraðs- skólinn i stórbruna, — en skólinn var endurreistur i nýjum og vönduðum húsakynnum, þar sem nú er rekið sumargistihús. Á Eiðum er einnig heimavistar- barnaskóli. Þar er endurvarps- stöð fyrir Austurland, sundlaug og iþróttavöllur og samkomu- staður fyrir héraðsmót. Skammt norðan við staðinn er Eiðavatn i fögru skógivöxnu umhverfi — og er töluverð silungsveiði i vatn- inu. Borgarfjörður eystri sem við nú komum i, er stytztur Austfjarða en allbreiður. Inn frá fjarðar- botninum gengur grösugur dalur, um 10km aðlengd,og jafnbreiður firðinum. Þessi dalur er af mörg- um talinn fegursta sveit Aust- fjarða — einkum vegna fjalla- hringsins, sem umlykur dalinn á þrjá vegu. Þar er fjöldi fella og hnúka, tinda og eggja, hvert meö sinum sérkennilega lit og lögun. Að austanverðu eru fjöllin nær eingöngu úr lipariti, mjög ljós að lit — rauð, gul og bleik og skipta um lit eftir veðráttu. En fyrir dal- stafni og að vestan eru nær ein- vörðungu basaltfjöll i dökkum og bláum litum. I Borgarfirði finnast firn af fögrum og fágætum stein- um. —oúo— Enn einu sinni leggjum við upp frá Egilsstöðum — en nú i siðasta skiptið á þessari ferð okkar. Við höldum sem leið liggur eftir hringveginum til norðvesturs yfir Lagarfljótsbrú, og inn I Norður- Múlasýsluna. Brátt liggur leiðin yfir aðra brú — brúna yfir Jökuls- á á Brú (Dal) sem er lengst allra vatnsfalla á Austurlandi og jafn- framtein gruggugasta á landsins. Sakir mikils straumþunga er áin oftast óreið — en samt hefur hún a.m.k. einu sinni verið riðin? í sögunni Sjálfstætt fólk, lætur Laxness Bjart I Sumarhúsum fara yfir Jökulsá riðandi á hrein- dýri — en auðvitað var Bjartur heldur enginn venjulegur maður. Framundan á öræfunum er bærinn Möðrudalur á Fjöllum, sem stendur hæst allra bæja á Is- landi i 469 m hæð. Þótt nágrenni Möðrudals sé gróðurrýrt, eru þar prýðissauðlönd og frá bænum er ákaflega viðsýnt og fjallasýn hin Hof i Vopnafiröi. Egilsstaöir. Lagarfoss.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.