Tíminn - 18.07.1976, Síða 19
Sunnudagur 18. júli 1976
Útgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: :
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús-
inu viö Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i iausasölu kr. 50.00. Áskriftar-
gjaldkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Viðræðurnar við Efna-
hagsbandalagið
Eins og skýrt hefur verið frá hér i blaðinu fara
fram fyrir mánaðamótin viðræður milli Islands og
Efnahagsbandalagsins um fiskveiðimál. Þetta
verða hreinar könnunarviðræður og mun sendi-
herra íslands i Brussel taka einn þátt i þeim af
hálfu Islands, en viðræðurnar fara fram þar. Það
er Efnahagsbandalagið, sem hefur óskað eftir
þessum viðræðum og lagt áherzlu á, að þær gætu
farið fram fyrir mánaðamótin sökum sumarleyfa
hjá þvi i næsta mánuði.
Það hefur verið sjálfsögð venja íslendinga að
ræða við alla, sem hafa óskað eftir viðræðum um
fiskveiðimálin. Vitanlega gildir það einnig um
Efnahagsbandalagið.
Á þessu stigi er ekki vitað til fulls um hver sé til-
gangur Efnahagsbandalagsins með þvi að óska
eftir þessum viðræðum. Þó má renna grun i, að
það beri fram einhverjar óskir um veiðiréttindi
innan fiskveiðilögsögu íslands, og þá sennilega
helzt fyrir hönd Breta, þar sem samningar við
Vestur-Þýzkaland og Belgiu verða i gildi eftir að
Oslóarsamningurinn rennur út. Ef til vill biður
bandalagið einhver fiskveiðiréttindi á móti innan
sameiginlegrar fiskveiðilögsögu Efnahagsbanda-
lagsrikjanna. Það er hins vegar enn ekki vitað
hvenær fyrirætlun Efnahagsbandalagsrikjanna
um sameiginlega fiskveiðilögsögu kemur til fram-
kvæmda. Fyrr en það liggur fyrir, geta viðræður
um gagnkvæm fiskveiðiréttindi við Efnahags-
bandalagið ekki farið fram.
Þótt könnunarviðræður hefjist nú fyrir mánaða-
mótin, munu íslendingar fara sér hægt i þessum
málum. Endanleg afstaða þeirra mun ráðast af
mati þeirra á ástandi fiskstofnanna og þá einkum
þorskstofnsins. Fyrirsjáanlegt er, að þorskveiðar
verða meiri á þessu ári á Islandsmiðum en heppi-
legt er. Þetta verður að reyna, að vinna upp með
betri stjórn á veiðunum á næsta ári. Allt þarfnast
þetta gaumgæfilegrar athugunar, sem hlýtur að
taka sinn tima. Meðan slik athugun fer fram, geta
Islendingar ekki veitt útlendingum veiðiheimildir
umfram það, sem þegar hefur verið gert.
Að hálfu sumra aðila innan Efnahagsbandalags-
ins hefur þvi verið hótað, að bókun 6 verði felld úr
gildi, ef ekki verði búið að semja við Efnahags-
bandalagið fyrir 1. desember, þegar Oslóarsamn-
ingurinn fellur úr gildi. Af hálfu íslendinga yrði
ekki aðeins litið á þetta sem óvináttu af hálfu
Efnahagsbandalagsins, heldur einnig af hálfu
Atlantshafsbandalagsins, þar sem átta af niu að-
ildarrikjum Efnahagsbandalagsins eru innan
Atlantshafsbandalagsins. íslendingar munu ekki
fremur bogna fyrir viðskiptastriði, en þorska-
striði. Islendingar settu sér það mark að ræða
ekki við Breta meðan þeir héldu uppi herskipa-
innrás. Alveg eins er liklegt, að þeir myndu ekki
ræða við Efnahagsbandalagið meðan beitt væri
viðskiptaþvingunum eða hótunum um viðskipta-
þvinganir af hálfu þess.
Það eru einlæg tilmæli íslendinga til allra þjóða,
Atlantshafsbandalagsins, að þær geri sér ljósa þá
staðreynd, að afkoma íslendinga veltur á þorsk-
stofninum og að hann er ekki nú til stórra skipta.
Að óreyndu verður ekki öðru trúað, en að afstaða
Efnahagsbandalagsins til íslands mótist af fullum
skilningi á þessari sérstöðu íslands.
TÍMINN
Áhrif þings Efnahagsbandalagsins aukast
• Willy Brandt
VAFALtTIÐ hefur eitt
stærsta spor til að sameina
Vestur-Evrópu veriö stigið á
fundi æöstu manna Efnahags-
bandalagsins, sem var
haldinn I byrjun siöastliöinnar
viku. Þar náðist endanlega
samkomulag um að kjósa
beinum kosningum I þátttöku-
rikjunum til þings Efnahags-
bandalagsins, en hingaö til
hafa fulltrúar þangaö veriö
valdir af viðkomandi þjóð
þingum, likt og nú er kosiö til
þings Norðurlandaráðs. Þá
náðist einnig á fundinum fullt
samkomulag um skiptingu
þingmanna milli hinna ýmsu
þátttökurikja, og byggist hún
m.a. á þvi, að minni rikin fá
tiltölulega fleiri þingmenn en
hin.
Yfirleitt er litið svo á, að það
muni auka mjög áhrif og veg
þingsins að vera kosið beinni
kosningu. Flokkarnir muni þá
tefla fram ýmsum aðalleið-
togum sinum til aö ná sem
hagstæðustum úrslitum. Þetta
muni svo óbeint auka áhrif
þingsins. Þá er þvi spáð, að i
kjölfarið fylgi, að þinginu
verði veitt meiri völd. Allt
þykir þetta liklegt til að stuðla
að nánari samvinnu þátttöku-
rikjanna, m.a. sameiginlegri
löggjöf á mörgum sviöum.
Þróunin stefnir nú ótvirætt I
þá átt, að Vestur-Evrópa verði
ein heild, þótt hægt gangi á
köflum.
ALLS veröur þingið skipaö
410 þingmönnum. Sóru rikin,
þ.e. V es tur-Þý zka la nd,
Frakkland, Bretland og ítalia
hafa hvert um sig 81 fulltrúa.
Holland fær 25, Belgia 24,
Danmörk 16, trland 15 og
Luxemburg 6. Miðað við ibúa-
fjöida er skipting þessi óhag-
stæðust fyrir Vestur-Þýzka-
land, sem er fólksflesta rikið.
Vestur-Þýzkaland hefur 24.3%
af ibúaf jöldanum innan
bandalagsins, en fær ekki
nema 19.7% af þingmanna
fjöldanum. Frakkland fær
jafnmarga þingmenn, þótt það
hafi ekki nema 20.3% af ibúa-
fjöldanum innan Efnahags-
bandalagsins. Bezt veröa þó
hlutföll smárikjanna. Luxem-
burg hefur aðeins 0.1% af
ibúafjöldanum, en fær 1.5% af
þingmannatölunni. Sambæri-
legar tölur hjá Danmörku eru
1.9% og 3.9% og hjá trlandi
1.2% og 3.7%.
Það gekk að vonum heldur
erfiðlega aö ná samkomulagi
um skiptingu þingsætanna.
Danir reyndust þráastir.
Anker Jörgensen, forsætisráð-
herra Dana taldi sig alls ekki
geta snúið heim, ef Danir
fengu ekki minnst 16 fulltrúa,
en þeim höfðu verið boðnir 15.
Að lokum náðist samkomulag
á þeim grundvelli, aö Belgiu-
menn gáfu einn fulltrúa eftir.
ÞAÐ er ætlun hliðstæðra
flokka i Efnahagsbandalags-
rikjunum aö ganga sem bezt
sameiginlega til kosninganna,
en þær fyrstu eiga að fara
fram innan tveggja ára eða
1978. Lengst eru flokkar
sósialdemókrata komnir i
sliku samstarfi, en þeir fengu
um 41 miiljón atkvæða i
siðustu þingkosningum i Efna-
hagsbandalagslöndunum.
Þeir eru lika einna samstæð-
astir, þótt franskir sósial-
demókratar hafi annað við-
horf til kommúnista en flokks-
bræður þeirra I hinum lönd-
unum. Sá flokkur sósialdemó-
krata, sem helzt tekur þátt i
þessu samstarfi meö hangandi
hendi, er brezki Verkamanna-
flokkurinn og stafar það m.a.
af hinni öflugu andstöðu, sem
var innan hans við þátttöku
Bretlands i Efnahagsbanda-
laginu.
Næst koma samtök kristi-
legra demókrata, sem eru
mjög öflugir i Vestur-Þýzka-
landi og á Italiu. Formaður i
samtökum þeirra er Leo
Tindemans forsætisráðherra
Belgiu. Kristilegu flokkarnir
fengu i siðustu þingkosningum
i löndum Efnahagsbandalags-
ins um 35 milljónir atkvæða.
Þeir hafa reynt að fá íhalds-
flokkinn brezka og Gaullista i
Frakklandi til samstarfs við
sig en ekki tekizt það. Þessir
tveir flokkar hafa þó óform-
legt samband við kristilegu
flokkana og þykir t.d. senni-
legt, aö þeir myndi með þeim
kosningabandalag á þingi
Efnahagsbandalagsins, þegar
þar að kemur.
Frjálslyndu flokkarnir i
löndum Efnahagsbandalags-
ins hafa myndað með sér sam-
band, en það virðist enn heldur
laust I reipum. Astæðan er
m.a. sú, að þeir eru nokkuð
mismunandi eftir löndum og
valda þvi bæði sögulegar og
félagslegar aðstæður.
Loks er svo að nefna komm-
únistaflokkana, sem hingaö til
hafa verið tregir til að taka
þátt I störfum Efnahags-
bandalagsins, en eru nú aö
breyta um stefnu.
Kommúnistar eru öflugir i
Frakklandi og á ítalíu og geta
þvi orðið verulegt afl á þingi
Efnahagsbandalagsins, ef
þeir beita sér. Sumir blaöa-
menn, sem um þessi mál hafa
skrifaö, spá þvi, að möguleiki
sé fyrir rauðan meirihluta á
þinginu, t.d. sameiginlegan
meirihluta sósialdemókrata
og kommúnista.
Náið samstarf milli þessara
flokka er þó ekki liklegt I ná-
inni framtið.
Margir merkir stjórnmála-
menn hafa þegar lýst yfir þvi,
að þeir ætli að bjóða sig fram i
fyrstu beinu kosningunum,
sem fara fram til þings Efna-
hagsbandalagsins. Meöal
þeirra eru Willy Brandt,
Mitterand og Tindemans. Þ.Þ.
Mitterand
ERLENT YFIRLIT
Stórt spor stigið til
að sameina Evrópu
Þ.Þ.