Tíminn - 18.07.1976, Side 33
Sunnudagur 18. júll 1976
TÍMINN
33
hafa með i ferðina. Hann
sagði, að svona ferð um
frumskóga og óbyggðir
væri ekki fyrir konur og
verra væri að hafa tvær
en eina. En það fór
venjulega svo, að Alice
hafði sitt mál fram, og
svo var i þetta skipti, og
þess vegna voru þau hér
fjögur i hóp.
Ungu hjónin, Alice og
Karl, gátu ekki annað en
brosað i laumi að klæðn-
aði þeirra systkina og
jafnvel hin alvörugefna
Mary gat ekki varizt þvi
að brosa að Árna i
skræpóttu, sniðlausu
fötunum. En svo var það
einmitt hún, sem bætti
úr þessu. Nú kom það að
góðu gagni, að hún var
dugleg og lagin að
sauma. Þau Alice og
Karl höfðu með sér
mikið af fatnaði, svo af
nógu var að taka. Vitan-
lega voru þau hærri
vexti en Arni og Berit,
en það er enginn vandi
að stytta prikið, ef það
er of langt, og eins var
með fatnaðinn. Það voru
ekki liðnir margir dag-
ar, þegar Mary hafði
lokið við að laga til fötin
á systkinin. Þau urðu
himinlifandi glöð, að
geta kastað „heima-
saumuðu”, skræpóttu
fötunum, enda fór þetta
svo vel hjá ungfrúnni, að
það var eins og þau
kæmu beint frá klæð-
skeranum. Berit fannst
hún verða allt i einu full-
orðin stúlka i þessum
smekklega búningi.
Berit naut lifsins i
rikum mæli hjá þessum
ættingjum og vinum,
sem hún hafði allt i einu
komizt i kynni við á
ævintýralegan hátt. Eft-
ir allar þær þrautir og
alla þá baráttu, sem hún
hafði staðið i siðustu
mánuðina, fannst henni
lifið nú eins og fagur
draumur eða ævintýri.
Hér þurfti hún ekki að
óttast hættur við hvert
fótmál, og hér þurfti hún
ekki að hafa áhyggjur út
af daglegum þörfum, en
gat setzt að snyrtilegu
matborði og gengið að
uppbúnu rúmi á réttum
timum. Þau systkinin
gátu varla i fyrstu áttað
sig á þessum umskipt-
um, en það var yndislegt
að hvilast og jafna sig.
Þau nutu hvildarinnar
eins og örþreyttur
göngumaður.
Tjöldin voru svo stór,
að þessir ungu gestir
ferðafólksins gátu feng-
ið þar inni. Fyrir Arna
var búið upp rúm i tjaldi
þeirra frændanna, en
Berit fékk mjúka sæng i
tjaldi Alice og Mary.
Þetta voru mikil
viðbrigði áður höfðu þau
etið matinn úr leirskál-
um svertingjanna eða
ávaxtahýði. En nú sett-
ust þau að matborði,
sem allt var framreitt
ef tir nýjustu tizku þeirra
ára, þvi að allur út-
búnaður i þessa ferð var
eins og bezt var á kosið
og ekki horf t i eyrinn eða
krónuna.
Bertit varð þó aldrei
eins undrandi og þegar
frú Alice sýndi henni i
klæðaskápinn sinn. Þá
skildi hún, að væri allt
eins fullkomið, þá var
ekki undarlegt, þótt
burðarmennirnir væru
170 talsins. Hún hefði
aldrei trúað þvi, ef hún
hefði ekki séð það sjálf,
að nokkur manneskja
gæti ferðazt með slik
býsn af höttum og fatn-
aði i gegnum frumskóga
Afriku. Hér voru
morgunkjólar og kvöld-
kjólar, hér voru hátiða-
kjólar fyrir kvöldboð og
miðdegisveizlur. Hér
voru „draktir” af öllum
tegundum og breytileg-
ar i sniðum, svo sem:
reiðdrakt, veiðibúning-
ur, göngudrakt og sport-
fatnaður. Hverjum kjól
fylgdu skartgripir, sem
hæfðu kjólnum, arm-
bönd, brjóstnálar og
hringar. Þessir skart-
gripir regluleg auðævi,
hélt Berit. En hvað gat
frú Alice haft gaman af
þessu inni i miðri
Afriku, þar sem hvorki
voru skemmtistaðir eða
vel klætt fólk, en aðeins
hálfvilltir negrar.
Annars var frú Alice
hrein ráðgáta fyrir
Berit, og þvi meiri ráð-
gáta, er hún kynntist
henni betur. Hún var svo
fögur, að maður gat
gleymt sér i návist
hennar. Hún geislaði af
lifi og f jöri og framkom-
an var aðlaðandi. Það
var þvi ekki að undra, að
maður hennar og frændi
han»/tettu erfitt með að
neitá henni um það, sem
Kú'n óskaði sér. En samt
sem áður var ýmislegt i
fari frú Alice, sem Berit
skildi ekki og geðjaðist
ekki að. Hún var skart-
gjörn úr hófi fram, sólg-
in i dýrustu vinin og
hræðilega striðin.
Leiðinlegast þótti þó
Berit, hvernig hún kom
fram við þjónana og
burðarmennina, sem
allir voru svertingjar.
Hún talaði ætið til þeirra
i skipandi rómi og kom
fram við þá eins og
skepnur en ekki menn.
Berit leið illa að sjá
þetta og heyra. Hún var
vön þvi frá heimili for-
eldra sinna i Noregi, að
þjónum og vinnufólki
væri sýnd kurteisi og
þeim þakkað það, sem
vel var gert. En hér var
þessi unga, fallega kona
stöðugt með svipuna á
lofti og þakkaði aldrei
það, sem vel var gert,
þótt þessir aumingja
negrar reyndu að gera
það sem þeir gátu.
Kvennatjaldið var svo
stórt, að þar var flug-
rúmt fyrir þrjú rúm,
dálitið borð og stóla, en
bæði tjaldið og húsmun-
imir var úr svo léttu en
þú traustu efni, að tveir
burðarmenn gátu borið
allt, sem viðkom tjald-
inu og húsmunum úr
þvi. Eins og allt annað i
þessum leiðangri, voru
rúmin og rúmfatnaður-
inn af dýrustu og hagan-
legustu gerð. Rúmin
voru fjaðra-beddar og i
þeim dúnléttir svefn-
pokar. Berit, sem i
marga mánuði hafði
annað hvort sofið á jörð-
inni eða i einhverjum
óvönduðum fletum,
fannst það dásamlegt að
fá að teygja úr sér i
ágætu rúmi.
Áður en fólkið gekk til
náða um kvöldið, fór
allur hópurinn upp á
dálitla hæð eða fjallsöxl,
þar sem hægt var að sjá
út yfir hluta af
Tanganyikavatninu og
Stuarteyju. Það, sem
bar fyrir augu þeirra þá,
var bæði stórfenglegt og
skelfilegt. í nætur-
myrkrinu virtist eyjan
öll vera eitt eldhaf. Gló-
andi hraunflóðið vall
niður fjollshliðarnar og
út i vatnið, sem varð
eins og sjóðandi hver.
Eldglampar frá gignum
lýstu upp himinhvolfið,
og hið drynjandi þrumu-
hljóð barst til eyrna
þeirra i næturkyrrðinni.
Þótt systkinunum hefði
liðið vel á eynni, þá gátu
þau nú þakkað guði fyrir
að hafa sloppið þaðan
lifandi, þvi að eftir þessi
umbrot hlaut allt lif að
vera slokknað á eynni.
Þegar heim kom um
kvöídið, kom það i ljós,
að það var einmitt gos-
inu að þakka, að þeim
var bjargað.
Leiðangursmenn
höfðu séð gosið á leið
sinni yfir vatnið daginn
áður, og þegar Karl
Stuart var að athuga
eldsumbrotin og fór eins
nærri, þar sem hraun-
flóðið féll i vatnið, og
hann taldi sér fært, kom
hann auga á Árna og
Berit á flekanum.
Áður en Árni sofnaði,
spurði hann, hvaða
mánaðardagur væri i
dag. ,,Hinn 10. nóvem-
ber”, svaraði ofurstinn.
KVEIKJUHLUTIR
i flestar tegundir
bíla og vinnuvéla
frá Bretlandi og
Japan.
ER
KVEIKJAN
í LAGI?
NOTIÐ
ÞAÐBESIA
11LC1SSI
ir
Skipholti 35 - Símar:
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa
1
Sláturhússtjórar
Nú er rétti tíminn
til að huga að þörfum ykkar —
aðeins 2 mdnuðir til sláturtíðar
HOFUM
SEM FYRR Á
BOÐSTÓLUM:
Rafdrifin brýni
Hnífar — allar tegundir
Færibandareimar
Gúmmímottur
Vatnsdælur
Vatnssíur
Háþrýstivatnsdælur
Skrokkaþvottabyssur
Skrokkaþvottadælur
Gólfþvottabyssur
Vinnsluborðabyssur
Háþrýstivatnsslöngur
Klórtæki o.fl.
ÁRNI ÓLAFSSON & CO.
40088 40098
ITimlnn er peniiigarl
HÚSGÖGN
Islandi allt
BORGARHÚSGÖGN