Tíminn - 18.07.1976, Qupperneq 40

Tíminn - 18.07.1976, Qupperneq 40
Sunnudagur 18. júli 1976r kFk FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Símar 8S694 & 85295 RAFDRIFIN BRÝNI Brýning tekur aðeins 1—2 mlnútur. Stærð aðeins 25x20xt5 sm. EINNIG: 30 tegundir Victorínox hnlta — ryðfritt stál með Nylon sköftum. ÁRNI ÓLAFSSON & CO. .. 40088 V 40098 — fALLARTEGUNDIR’ FÆRIBANDAREIMA FYRIR ' Lárétta færslu Einnig: Færibandareimar úr ryðfríu og galvaniseruöu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. .. 40088 a 40098 — Þörfin fyrir framkvæmdir meiri en hægt er að sinna Þorsteinsson, sveitarstjóri í Borgarnesi Húnbogi þorsteinsson. -hs-Rvik. — íbúar i Borgarnesi eru nú um 1400. ibúafjölgun hefur verið nokkuö stööug og jöfn um alllangt skeiö. A s.l. ári fjölgaöi þó fbúum meira en nokkru sinni áöur, eða um 70-80 manns, sagöi Húnbogi Þorsteinsson sveitar- stjóri I viðtali viö Timann. — Borgarnes er fyrst og fremst iniöstöö verzlunar og þjónustu fyrir Borgarfjarðarhérað. Hingaö koma til úrvinnslu og sölumeö- feröar svo til allar landbúnaöar- afuröir af svæðinu frá Hafnar- fjalli að sunnan og vestur aö Snæ- fcllsnessfjallgaröi. A seinni árum hefur risiö hér upp nokkur fram- leiösluiönaöur og veitir hann þegar allmörgu fólki atvinnu. Góö samvinna hefur verið milli þétt- býlisins hér i Borgarnesi og sveit- anna umhverfis. Sú samvinna er aö minu mati grundvöllur aö áframhaldandi velgengni og framförum í héraðinu, sagöi Hún- bogi ennfremur, en hér fer á eftir yfirlit yfir helztu framkvæmdir á staönum. — Verkefni Borgarneshrepps eru mjög hliðstæð verkefnum annarra sveitarfélaga af svipaðri stærð. Auk þess að sinna hinum föstu lögboðnu verkefnum, er stöðugt unnið að ýmsum fram- kvæmdum til að bæta aðstöðu ibúanna og auka þjónustu við þá. Að sjálfsögðu takmarkast þetta af fjárhagslegri getu hverju sinni. I vaxandi sveitarfélagi er þörfin fyrir framkvæmdir alltaf meiri heldur en hægt er að sinna. iþróttahús og yfirbygging sundlaugar — Bygging iþróttahúss og yfir bygging sundlaugar hefur veriö kostnaöarsamasta framkvæmd á vegum sveitarfélagsins undan- fariö og verður svo enn um sinn. Salurinn 1 iþróttahúsinu er 18 x — segir Húnbogi 33 m að stærð. Þar er áhorfenda- svæði og tilheyrandi búnings- og baðaðstaða. 1 húsinu er einnig allmikið rými, sem ætlaö er til ýmiskonar félagsstarfsemi. Iþróttahúsið er byggt I tengslum við útisundlaug, sem hér var fyrir, og er byggt yfir laugina i leiðinni. Brýn nauðsyn er að hægt verði að taka húsið i notkun á næsta ári. Barna- og gagnfræðaskólinn er orðinn alltof litill, en þegar iþróttake'nnslan flyzt þaðan rýmkast þar nokkuð. Eins er mjög mikil þörf að fá sem fyrst i notkun aðra þá félagsaðstöðu, sem verður i nýja iþróttahúsinu. Heilsugæzlustöð. — Ný heilsugæzlustöð tók til starfa i Borgarnesi á sl. ári. Að rekstri stöðvarinnar standa Borgarness- og Kleppjárns- reykjalæknishéruð, sem við til- komu stöðvarinnar sameinuðust i eitt heilsugæzluumdæmi. Viö stöðina starfa 3 læknar, 3 hjúkr- unarkonur, meinatæknir, ljós- móðir og sjúkraþjálfari auk ann- ars starfsfólks. Tannlæknir hefur þar einnig aðstööu. Heilsugæzlustöðin ger- breytir allri aðstöðu i heilbrigðis- málum i héraðinu, og hún veitir ýmsa þá þjónustu, sem áöur þurfti að sækja annaö. Leikskóli. Leikskólihefur verið rdcinn hér samfellt frá árinu 1974, en áður hafði verið gerð tilraun meö slik- an rekstur yfir sumarið. Leik- skólinn hefur verið starfræktur i eldrahúsnæðiog hefur verið hægt að hafa þar um 55 börn daglega. Konur vinna hér roikið utan heimilis, og yfirleitt hefur alltaf verið nokkuð af börnum á bið- lista, sem leikskólinn hefur ekki getað tekið sökum þrengsla. A sl. vetrihófst hér bygging nýs leikskóla og er hann nú að verða fokheldur. Þar verður hægt að hafa 80 börn á dag og er þá eftir- spurninni fullnægt i bili. Aformað er að taka nýja leikskólann i notk- un á næsta ári. Hitaveita. — Undanfarið hefur veriö unn- iðað undirbúningi hitaveitu fyrir Borgarnes, Hvanneyri og nokkra sveitabæi á leiðinni. Upphaflega var ætlunin að fá heitt vatn frá Deildartungu eða Kleppjárns- reykjum, en þangað er um 33 km. leið. Aðveituæð svo langa leið yrði mjög kostnaðarsöm og hefur þvi verið leitað eftir þvi hvort ekki mætti fá heitt vatn nær Borgar- nesi. A sl. ári framkvæmdi Orku- stofnun rannsóknir á jarðhita i Bæjarsveit, en þangað er um 9 km. styttra. Rannsóknir þessar leiddu tiljákvæðrar niðurstöðu og lögðu starfsmenn Orkustofnunar til að boraö yröi i grennd við Bæ i Bæjarsveit. Töldu þeir liklegt, að þar mætti fá nægjanlegt vatn fyr- ir hitaveituna. Borganir hófust þarna um miöjan júni sl. og standanú yfir. Borinn, sem þarna er í notkun, getur boraö um 1200 m og nú er beöið eftir að árangur- inn komi i ljós. Tæknilegur undir- búningur vegna hitaveitunnar er vel á veg kominn. Gatnagerð. — Tals vert hefur verið unnið að varanlegri gatnagerð i Borgar- nesiog má segja að lokið hafi ver- ið viö að steypa aðalgötur og nokkuð hefur veriðlagt af oliumöl á ibúagötur. Mikið verk er samt óunnið i þessu efni, -enda hefur gatnakerfið lengst talsvert á hverju ári undanfariö. Gerð hefur verið áætlun um aö ljúka lagningu slitlags á götur á næstu 5 árum og samþykkt hefur veriö reglugerð um gatnageröar- gjöld. Vegna áformanna um hita- veitu verður ekki lagt mikið slit- lag á þessu ári, en meira unnið við undirbyggingu gatna. 23 úrskurðir í málum Vörubíladekk STARFSMANNA RIKISINS gébé Rvik-Á föstudaginn felldu kjaranefnd BSRB og kjaradómur BHM samtals 23 úrskurði I samningamálum opinberra- starfsmanna, en beðið hefur veriö með óþreyju eftir úrskurðum þessum um nokkurn tbna. Þessir úrskurðir eru að meginefni um röðun starfsheita i launaflokka og tryggingarmál. Orskurðir kjaranefndar BSRB viö eftirtalin félög: Félag flugmálastarfsmanna rikisins Félag Starfsmanna stjórnarfðas- ins Póstmannafélag Islands Hjúkrunarfélag íslands Starfsmannafélag Sjónvarps Starfsmannafélag Rikisútvarps Starfsmannafélag Sjúkrasamlags Reykjavikur Landssamband Lögreglumanna Starfsmannafélag rikisstofnana Tollvarðafélag Islands Félag isl. simamanna Félag forstjóra Póst og sima Ljósmæörafélag Islands Samband ísl. barnakennara tJrskurðir kjaradóms BHM um eftirtalin félög: Lögfræðingafélag Islands, rikis- starfsm ann adeild Félag viöskiptafræðinga og hag- fræðinga, kjaradeild rikisstarfs- manna Félag ísl. náttúrufræðinga, vegna félagsmanna sinna sem starfa hjá rikinu Sálfræðingafélag tslands, f.h.félaga sinna, er starfa hjá riki eða stofnunum þess Arkitektafélag Islands Félag ísl. sjúkraþjálfara Félag háskólakennara Kjarafélag opinberra starfs- manna i Verkfræðingafélagi Is- lands Tæknifræðifræöingafélag íslands Stærð 1100-20/14PR KR. a ■ ni 57600- Stærö 1000-20/16PR KR. 47.980 AMEÐAN" BIRGÐIR ENDAST Auk þess eigum við fyrirliggjandi stæröirnar. 1000 - 20 900 - 20 825 - 20 í bæði fram- og afturhjólamynstrum Góðir greiðsluskilmálar — eða staðgreiðsluafsláttur. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/F AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.