Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. ágúst 1976 TÍMINN 3 Guðrún Ellsabet Halldórsdóttir hefur opnað málverkasýningu að Hamragörðum, Hávallagötu 24. Á sýningunni eru 60 verk, 44 ollumál- verk, 5 acrylmyndir, 2 tusch, 1 oliupastel, 2 gouache og 6 hlutir unnir á postulln. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29. ágúst. Guðmundur P. Valgeirsson: v Vélarnar bila og varahlutir fást ekki SÍÐASTLIÐIN vika hefur verið andstæð til heyskapar hér I Ar- neshreppi. Stöðug vestanátt hefur veriö flesta daga — og svo hvasst, að nær ógerlegt hefur verið að fást við heyskap. Nokk- uö hefur þó þornað, og á ein- staka bæ gengið betur, þar sem ekki er eins veðrasamt. Yfirleitt hefur miðað hægt þessa viku með heyskapinn. Er þaö bagalegt þar sem gras er fyrir nokkru orðið fullsprottiö og heldur áfram að spretta úr sér. Eins og áður hefur komið fram voru tún hér mikið kalin eftir svellalög sl. vetur. Upp úr kalskellunum kemur sums stað- ar talsverður arfi, en viöa eru gróðurlausar eyður. Þar sem rótheilt er, er grasspretta mikil, þvi að ágæt sprettutið var hér eftir að kom fram undir miðjan júli og út þann mánuð. Auk tafa af völdum veðurs hafa bilanir á vélum og hey- vinnutækjum gert stórt strik I reikninginn. Virðist svo sem vélainnflytjendur leggi litla al- úð við að hafa til varahluti I þær vélar sem bila. Þessu til sönnunar nefni ég, að hjá okkur hér i Bæ bilaöi hluti úr drifskafti á heyþyrlu (Kun) og reim slitn- aði á sláttuþyrlu. (J.F. Glóbus). Varahlutir i þetta voru ófáan- legir hjá umboðunum og engin vissa fyrir hvenær þeir kýnnu aö fást. Frétzt hafði, að drif- skaftshluti sá, sem okkur vant- aði mundi vera til á Blönduósi. Yfir verzlunarmannahelgina var ógerlegt aö ná sambandi við varahlutaverzlun þeirra á Blönduósi, og engar feröir i milli. Þar sem þessi varahluta vöntun hjá okkur stöövaöi nær alveg heyskapinn voru góö ráð dýr. Það varö þvi að ráði að sl. mánudagskvöld, 2. ágúst, var lagt af stað á bil héðan áleiöis til Blönduóss og komið þangaö að morgni þriðjudags. Þar reynd- ist drifskaftshlutinn vera til, en reim á sláttuþyrluna ekki. Var svo haldið heim á leið með það sem náðist. Spurzt var fyrir á leiöinni hvort nokkurs staöar mundi vera til varareim, svo var ekki. Komið var viö á Borð- eyri og vildi þá svo heppilega til aö ein reim var til af þeirri gerð, sem okkur vantaði, og hún var keypt þar. (Jr þ^ssari vara- hlutaleit var svo komiö heim að kvöldi þriðjudags. Þar með var okkur borgið I bili. Ekki er öll sagan þar með sögð. Eins árs gamlar Zetor- dráttarvélar eru sumar í lama- sessi. Kúplingsdiskúr bilaði i einni hér á næsta bæ. Enginn kúplingsdiskur er til hjá umboð- inu og er vélin búin að sitja i viku. Við eftirgrennslan um þennan varahlut, er mér sagt, að þvi hafi verið svarað til af umboðinu, að ekki væri von til þess, að þeir heföu þetta til, þeir væru búnir að afgreiða 20 slika á fáum dögum. Sé þetta rétt, sýnir það hver ending er i þessum vélum og hversu valt er að treysta á þær og varahluta- þjónustu þeirra á mesta anna- tima ársins. Þykir mörgum lit- illar fyrirhyggju gætt i þessum efnum af innflytjendum og um- boðum þeirra. A tveim sl. árum hafa margar Zetor-dráttarvélar verið keypt- ar inn i hreppinn. Veldur þvi hið lága verð þeirra samanborðið viö aðrar viðurkenndar vélar. Veröi hins vegar ending þeirra eins og likur benda til hér, þá veröur sá munur fljótur að étast upp. Það verður aldrei nógsam- lega brýnt fyrir þeim, sem flytja búvélar inn i landið, hversu áriðandi það er að varahlutaþjónusta þeirra sé góð og I fullu lagi. Fátt er bændum bagalegra en að standa uppi með bilaðar vél- ar i miðjum heyönnum. ónýtt skran ætti ekki að flytja inn, þótt ódýrt kunni að þykja. Miklar byggingaframkvæmd- ir standa nú yfir hér i hreppn- um. Er verið aö byggja hey- geymslur I sumar. Miöast þær við votheysgerð og ættu aö auð- velda mönnum heyskap og gera þá óháðari veöurfari við hey- skapinn þegar þær byggingar eru komnar i nothæft ástand. Bæ 9/81976 Guðmundur P. Valgeirsson. Vélritun — Götun Stofnun i Reykjavík óskar að ráða i störf við tölvuritun og vélritun. Til greina koma bæði heils- eða hálfsdagsstörf. Starfs- reynsla æskileg. Umsóknir merktar „Vélritun-götun” sendist i pósthólf 7080 fyrir 28. ágúst nk. Auglýsið í Tímanum Þessi merki, sem öll eru heimskunn fyrir gœði bjóðum við viðskiptamönnum vorum CiD PIOIMEŒR hljómtæki 3 — 5 ára dbyrgð harman/kardon hljómtæki 3 ára ábyrgð IIBL hátalarar 10 ára ábyrgð hátalarar 5 ára ábyrgð orfofön pick-up árs ábyrgð ENPIfE pick-up árs ábyrgð ©TDK casettur 8 rása og spólur sjónvörp, ferðatæki, reiknivélar, vasatölfur, hljómtæki 1 — 3 ára ábyrgð (Qi KARNABÆR '-j* HLJÓAATÆKJADEILD Laugavegi 66 * Sími 2-8 1-55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.