Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 25

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 22 ágúst 1976 TÍMINN 25 HAGSÝN HJÓN LATA KENWOOD VINNA ERFIÐUSTU HEIMILISSTORFIN KYNNIÐ YKKUR HINA OTRULEGU MOGULEIKA, SEM KENWOOD—HRÆRIVÉLARNAR HAFA YFIR AÐ RÁÐA. HEKLA HF. KONAN VILL KENWOOD Laugaveg. 170-17? — Sin, 21240 Staöarfell. tunga efsti bær á hægri hönd. Sé á hinn bóginn valiö aö aka hringinn um Klofning, beygjum viö til vinstri á vegamótunum og ökum suöur Hvammssveitina meö Laugafjall á hægri hönd. Brátt er klettaborgin, Krosshóla- borg, á vinstri hönd. Skeggjadalur opnast nú til hægri, einstaklega veöur- og skjólsæll. í Skeggjadal er kirkju- staöurinn Hvammur, eitt mesta höföingjasetur sýslunnar til forna. Þarnam land Auöur Djúp- úöga og áttu niöjar hennar setu þar um langan aldur. Okkar leiö liggur vestur meö ströndinni og brátt sjáum viö hiö kunnahöfuöból Staöarfell á hægri hönd undir snarbröttu samnefndu klettafelli. Þar er kirkja, kunnur húsmæöraskóli og félagsheimili. Jörðinni tilheyra mikil sjávar- hlunnindi á Breiðafiröi, og hefur hún löngum verið i eigu ýmissa stórmenna landsins. Einn af fyrstu þekktum ábúendum jarð- arinnar var Þóröur, faðir Hvamm-Sturlu. Noröan Klofnings hefst Skarös- strönd, en svo nefnist strand- lengjan inn aö Saurbæ. Undir- lendi er þar viðast litiö, en dal- verpi ganga inn i fjallgaröinn og fjöldi eyja er á firöinum. Brátt sjáum viö hiö fornfræga höfuöból, Skarð á Skarösströnd, i brekku- fæti vestan undir lágu felli. Ekk- ert annað býli á landinu hefur veriö jafnlengi i eigu sömu ættar- innar, eöa hartnær 9 aldir. í Skarðskirkju voru venjulega margir merkir kirkjugripir, t.d. útskorin og máluö altaristafla frá 15. öld, sem send var á heimssýn- inguna ÍParls aldamótaáriö 1900. Viö Skarö er kennd Skarösbók, sem er eitt hiö merkasta af is- lenzkum skinnhandritum og var ritaö seint á 14. öld. Litill dalur, Búöardalur, er inn- an við Skarö og i mynni hans samnefndur bær, þar sem áöur var kirkjustaöur og mikiö höfö- ingjasetur. Austan dalsins er Tindafjall og bærinn Tindar undir vesturhlið þess. Þar finnst surt- arbrandur i jöröuog var hann siö- ast numinn um 1960. Fagridalur klýfur brátt fjallgaröinn til suð- urs og fyrir botni hans er Hafra- tindur (923 m.), hæsti tindur Klofningsfjalla. Nokkru noiðar opnast okkur sýn yfir Saurbæjar- sveitina, sem nýtur sin mjög vel, þegar komiö er aö henni úr þess- ari átt. Niöri við sjó, hjá bænum Tjaldanesi, er gamall verzlunar- staður, Salthólmavik. En nú ligg- ur leiðin þvert austur yfir gróöur- lendi sveitarinnar, framhjá Staö- arhólskirkju, og viö Skriöuland lýkur hringferöinni fyrir Klofn- ing. Frá Skriöulandi liggur vegur- inn i norðurhliöum Hvolsfjalls og von bráöar opnast þröngur dalur, Ólafsdalur, suöur i fjöllin. Þar stendur samnefndur bær og þar stofnaöi Torfi Bjarnason, upp á eigin spýtur fyrsta búnaöarskóla landsins áriö 1880 og starfrækti hann til 1907, þegar rikiö setti á stofn eigin bændaskóla. A túninu i Ólafsdal hefur hjónunum, Torfa og Ólöfu Zakariasdóttur veriö reist minnismerki. Innan viö ólafsdal ganga fjöll §ffinwaod-Min\ Kenwood -chef THOBN WOOd- HRÆRIVÉLAR §fenwood -CHEFETTE Skarö á Skarösströnd. alveg fram i fjöru en i Gilsfjarö- arbotni tekur viö nokkurt undir- lendi á ný. Þar stendur nyrzti bær Dalasýslu, Kleifar, undir suöur- hliöum.ogofan viö bæinn er Gull- foss, hár, en vatnslitill. Viö Brekkuá eru svo sýslumót Dala- og Barðastrandarsýslna. Katlar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.