Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 22. ágúst 1976
— Hvernig lizt þér á gosbrunninn i Tjörninni?
Svanhildur óskarsdóttir, barnapia: — Mér finnst hann asna-
legur i roki, en alveg sæmilegur i logni.
TÍMA- spurningin
Sveinbjörn Sleinsson, flokkstjóri: — Hann er fallegur og þá
sérstaklega á kvöldin, þegar hann hefur veriö lýstur upp.
Hafliöi M. Guömundsson, nemi: — Gosbrunnurinn fellur
ágætlega inn i umhverfiö.
Guöjón Björnsson, skipstjóri: — Mér finnst prýöi af honum. Hins
vegar er ég frá HUsavik og ef Þorgeir fær sinu framgengt þá
vildi ég fá brunninn þangaö.
Jóhann Gunnarsson, rafvirkjameistari: — Gosbrunnurinn er
mjög góöur þar sem hann er. Ég væri ekki á móti þvi aö fá svo
sem 2 til viöbótar i tjörnina.
lesendur segja
Ungur Suðurnesjamaður:
„Dollaraæðið heldur
keflvískum húseig
endum í greipum sér"
Ungur Keflvikingur skrifar:
Mig langar til aö vekja athygli
á þvi, sem ég vil kalla dollara-
æöiö i Keflavik og á ég þá viö, þá
stefnu ibúöaeigenda að vilja
umfram allt hafa bandariska
hermenn sem leigjendur.
Með fjölgun ibúöa á vallar-
svæöinu skyldi mega ætla, aö
auðveldara yröi fyrir okkur Is-
lendingana um útvegun leigu-
húsnæðis i Keflavik. En þvi er
ekki að heilsa. Ég veit um ungt
fólk, sem hefur auglýst eftir
ibúð og talað við fjölda ibúða-
eigenda þess utan. Engin svör
berast við auglýsingunum og
enga ibúð er að fá út úr viðtölun-
um. A sama tima eru auglýstar
á Keflavikurflugvelli 30 Ibúðir
til leigu i Keflavlk og þess getið
að 60 i viöbót verði lausar á
næstunni. Og umfram allt skal
leigan greiöast I dollurum.
Og dollaraæðið gengur jafnt
yfir alla, hvaða stjórnmála-
skoðun sem menn játa. Og hvað
sem menn eru opinberlega meö
eða á móti hernum. Til merkis
um það get ég sagt af Alþýðu-
bandalagsmanni, sem lengi
hafði hermann sem leigjanda.
Hermaður þessi flutti inn á völl-
inn nýlega og hugðist þá Islend-
ingurgripa tækifærið og fá ibúð-
ina á leigu. En þvi miður. Hann
var fjölskyldufaðir og ibúðar-
eigandinn sagðist ekki leigja
barnafólki. Nokkrum dögum
siðar var hermaður fluttur inn i
ibúðina með konu og þrjú börn.
Þannig hefur dollaraæöið
gagntekið hugi Keflvikinga og
er það öllum skoöunum öörum
yfirsterkara. Mér dettur i hug i
þessu sambandi, hvort lokun
Keflavikursjónvarpsins hafi
verið eina bjargræðið"fyrir okk-
ur íslendinga, eða hvort ekki
þarf álika róttækni á fleiri svið-
um, eins og til dæmis þvi að
bjarga Keflvikingum frá
dollaraæðinu með einhverjum
ráðum.
Skjót viðbrögð
gébé-Rvik,— Mynd þessi sýnir
hvar er verið að vinna við að
steypa tröppur inn við Klepps-
veg i Reykjavik. Þetta er svo
sem ekkert merkilegt út af fyrir
sig, en i lesendadálki Timans
birtist nýlega mynd, ásamt
texta frá manni nokkrum, sem
kvartaði sáran yfir þvi, að ekk-
ert hefði verið unnið við tvo
stiga, sem liggja þarna milli
tveggja gatna, og skoraði hann
á borgaryfirvöld að sjá af fáein-
um dagsverkum i að ljúka þessu
verki sem byrjaö var á fyrir 10
árum.
Vonandi verður nú gengið frá
stigunum tveim að fullu fyrir
veturinn, þannig að árin verði
ekki ellefu eða tólf.