Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22 ágúst 1976 TÍMINN 5 Kaupakonan hans Villa í Wales Hún Shirley Cheriton er 21 árs, og siðastliðið ár i ævi hennar var svo viðburðarrikt og mikill annrikisstimi, að hún fór upp i sveit i sumar til að komast i annað umhverfi og hvila sig. Reyndar réði hún sig sem hálf- gildings kaupakonu á búgarð i Norður-Wales, en hún hefur þó haft tima til að stilla sér upp fyrir ljósmyndarann úti á korn- akrinum. Uppskeran sýnist vara góð, og kornöxin á akrin- um standa i blöma, og þá ekki siður Shirley, sem er hin álit- legasta stúlka. Hún hefur áunnið sér frægð i Bretlandi fyrir leik i sjónvarpsþáttum. Nú nýlega lék hún i ,,Z-Cars” og öðrum þætti, sem heitir „Bless this house”. Eftir sveitaveruna biður hennar nýtt hlutverk sem frammistöðustúlka i fram- haldsmyndaflokknum „Morðingjarnir”. Litli Joe er kominn í stjórnmálin Kennedy-ættin getur andað léttara, þar sem allt bendir til þess, að unga fólkið i ættinni ætli ekki að svikjast undan merkj- um, heldur fetar það i fótspor feðranna og leggur fyrir sig stjórnmálavafstur, þótt tveir Kennedyar hafi oröið aö borga fyrir slikt meö lifinu. Sá siðasti, sem farinn er aðhuga aðstjórn- málum er Joseph „Joe litli”, hinn 23 ára gamli sonur Roberts Kennedy. Hann hefur ákveðið að fara að vinna fyrir Ted Kennedy föðurbróður sinn, i sambandi við framboð hans til öldungadeildarinnar, en Ted býöursig fram i Massachusetts. Ekki hefur Joe fengizt til þess að segja opinberlega frá þvi, hvort móður hans falli þessi á- kvörðun hans vel I geð, en hann segir, að enginn úr fjölskyldunni hafi gert neitt til þess að koma i veg fyrir að hann tæki þetta starf að sér. Hann segir að þetta sé einfaldlega framhaldiö á þvi, sem faðir hans og föðurbróðir hafa gert, og hann vilji halda uppi merki þeirra, og halda áfram að berjast fyrir þeim málum, sem þeim voru hjart- fólgnust. Hér er hinn ungi stjórnmálamaður og Kerry systir hans. Margaretha prinsessa, 20. stór- hertogafrúin af Luxemborg, 21. stórhertoginn af Luxemborg, 22. Henrik prins, 23. frú Scheel for- setafrú Vestur-Þýzkalands, 24. Walter Sommerlath yngri, 25. Michele Sommerlath, 26. Niclas Silfvershiöld, 27. Johann Georg „Hansi” prins, 28. Chariotte de Toledo Sommerlath, 29. John Ambler, 30. Thord Magnuson, 31. Ralf de Toledo Sommerlath, 32. Jörg Sommerlath. I fremstu röðinni eru svo Sophie Sommer- lath, Carmita Sommerlath, Amelie Middelschulte, Hu- bertus Hohenzollern, Helene Siifverschiold, James Ambler og brúðhjónin sjálf I miðjunni. Nú bendir margt til þess að Karl Bretaprins hafihitt stúlku, sem fjölskylda hans getur sætt sig við að hann gangi að eiga. Sú, sem hér um ræðir heitir Davina Sheffield. Hún er aðeins 25 ára gömul, og þvi mun álit- legri kvenkostur heldur en margar af þeim konum, sem prinsinn hefur verið að dandal- ast meö að undanfórnu, og hafa verið nokkuð við aldur, og meira að segja súmar svo, aö þær gætu næstum verið mæður hans. Davina og Karl hafa þekkzt i átta ár. í mörg ár var hún hjúkrunarkona i Saigon, á meðan á Viet Nam striðinustóö. Eftir að striðinu lauk snerihún aftur til London, og tók upp fyrra lúxuslif. Hún hefur viða komið fram með prinsinum að undanförnu, og henni hefur meira að segja verið boðið til hádegisverðar heim til Elisa- betar drottningar og Filippusar prins. Þaðvirðist fara vel á með prinsinum og vinkonu hans, ef dæma má af þessum myndum. Og enn er það vinkona prinsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.