Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 19
Sunnudagur 22. ágúst 1976
TÍMINN
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Augiýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús-
inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I
Aöalstræti 7, slmi 26500 — afgreiöslusfmi 12323 — aug-
lýsingaslmi 19523. Verö I lausasölu kr. 50.00. Askriftar-
gjald kr. 1000.00 á m ánuöi. Blaöaprent h .f.
Hætta á mjólkurskorti?
Á undanförnum árum hefur það iðulega verið
tizka, sem sum blöð og nokkrir stjórnmálamenn
hafa ástundað af miklu kappi, að úthúða bændum
landsins og amast við framleiðslu þeirra. Hún
hefur verið talin svo mikil, að til stórvandræða
horfði, og hástöfum um það skrafað, að bændur
landsins væru baggi á þjóðinni. Svo langt var
gengið að fullyrða, að innflutningur landbúnaðar-
vöru myndi hinn mesti búhnykkur.
Þessu var haldið fram á sama tima og óskap-
legur halli var á utanrikisviðskiptum okkar, og
aldrei var að þvi vikið, hvað þeir þjóðflutningar,
sem kæmu i kjölfarið, ef sveitirnar eyddust og
fólk i f jölda kauptúna, væri þar af leiðandi svipt
atvinnu sinni, myndu kosta þjóðfélagið.
Auðvitað var það frá upphafi heimskulegt
frumhlaup að amast við búskap i landinu, og þarf
ekki að f jölyrða um það. Or sveitunum fá lands-
menn verulegan hluta matvæla sinna, og fram-
leiðslustörf til sjávar og sveita eru grundvöllur
alls mannlifs i landinu. Voðinn er vis, ef þeir eru
ekki nógu margir, sem framleiðslustörf stunda,
og það hlutfall má sizt af öllu lækka, ef ekki á illa
að fara. Nú eru þessar heiftarlegu árásir farnar
að sljákka, og kann svo að fara, að annað hljóð
komi i strokkinn, þó að seinna verði. Það getur
sem sé vofað yfir, að mjólkurframleiðslan verði
ónóg fyrr en varir.
Upp á siðkastið hafa um tvö hundruð bændur
hætt kúabúskap árlega, og frá árinu 1974 til 1975
fækkaði þeim, sem lögðu inn mjólk i samlög, úr
3103 i 2883. Að visu kom nokkuð meiri mjólk en
áður frá hverjum bónda að meðaltali siðara árið,
en eigi að siður vofir sú hætta yfir, að mjólkur-
þurrð segi til sin, ef kúabúum heldur áfram að
fækka i þeim mæli, sem verið hefur.
Við þetta bætast svo þau áhrif, sem miklir og
langvarandi óþurrkar á hálfu landinu tvö sumur i
röð hljóta að hafa. Heyin verða ekki aðeins létt og
lélegtfóður, heldur er liklegt, að fjöldi bænda hafi
ekki bolmagn til þess að kaupa þann fóðurbæti,
sem i rauninni þyrfti til þess að bæta það upp,
sem heyjunum er áfátt. Af þessum sökum er ekk-
ert liklegra en hvort tveggja gerist nú samtimis,
að bændur á Suðurlandi og Vesturlandi fækki
kúm, ogþær, sem á vetur verða settar, verði ekki
eins afurðamiklar og þegar hey eru vel verkuð.
Ekki mátti tæpara standa með mjólkurfram-
leiðslu hér syðra á siðastliðnum vetri, og enn
hættara er við þvi nú, að hún hrökkvi ekki til þess
að fullnægja þörfinni.
Nú er svo komið, að bændastéttin þarf frekar
hvatningar við en nudds og agnúaskapar, og það
þarf að hraða þeim úrræðum, sem menn eygja,
til þess að gera hana óháðari sumarveðráttunni
enhún hefur verið, áður en i algert óefni er komið
um útvegun þeirra matvæla, sem jafnan hafa
verið og eiga að vera á hvers manns borði.
Það er ekki hagsmunamál bændanna einna —
f jarri þvi. Þetta er ekki siður hagsmunamál neyt-
endanna, sem vissulega myndu una því illa, ef
þeir neyddust til þess að draga við sig neyzlu á
mjólk og mjólkurafurðum, svo sem vonlegt er.
Þar getur hver og einn litið i eigin barm.
Þess vegna þarf meðal annars að hraða sem
mest byggingu þeirra heykögglaverksmiðja, sem
i undirbúningi eru, þvi að þeim fylgir öryggi, þeg-
ar heyskapartið er erfið, auk þess sem þær draga
úr útlendum tilkostnaði við búskapinn. —JH
Úr Aftenposten:
Orð norsks gudfræðings
um Krist og Maó
Þekktur guöfræöingur I
Noregi dr. Thorleif Boman,
hefur skrifaö grein I Aften-
posten, þar sem hann fjallar
um Maó og kenningar hans —
aö mörguleyti á óvæntan hátt.
Aö minnsta kosti stingur þaö,
sem hann segir, talsvert I stúf
viö þaö, sem andstæöingar
kommúnista leggja aö jafnaöi
mesta áherzlu á. En andstæö-
ingur þeirra er dr. Thorleif
Boman aö sjálfsögöu.
Upphafsorö greinar hans
eru þessi:
„Það er heimskulegt aö
ausa sér yfir marxista og
vinstrisinnaöa liösmenn
þeirra. Viö eigum aö hugsa
meö rósömu geöi og spyrja
okkur sjálf, hvort víö getum
eitthvaö af þeim lært, sem er
gott og gagnlegt. Þaö veröum
við siöan aö tileinka okkur og
gera að okkar hugsun. Þá
fyrst getum viö barizt gegn
því, sem er neikvætt og illt i
fari þeirra.
Dr. Boman getur þess, aö
hann hafi lesiö hiö rauöa kver
Maós formanns i sumar. ,,Ég
verð aö játa, aö ég varð for-
viöa”, segir hann. ,,Ég komst
að þeirri niöurstööu, aö flest I
þessu kveri er hreinn og tær
kristindómur, ef pólitisk hug-
tök voru borin saman viö
samsvarandi hugtök i Nýja
testamentinu. Og það, sem
meira var: Orö Maós opnuöu
augu min fyrir ýmsu i kenn-
ingum og geröum Krists, er
áöur haföi veriö sem I þoku —
ekki aöeins fyrir mér, heldur
flestum öörum guöfræöingum
sem og kristnum leikmönnum,
sem ég þekki.
Mér varö hugleikiö, hversu
mikia áherzlu Maó leggur á
gagnleysi kenninga, sem ekki
eruframkvæmdar, og fallegra
oröa, sem engan staö sér i
verkum. 1 fjallræöunni, Matt.
5-7, er dásamleg lýsing á þvi,
hvernig menn eigi að lifa lifi
sinu.En i vitund langflestra er
þetta bara kenning, og til eru
þeir guðfræðingar, sem gera
sér þaö ómak, aö segja fólki,
aö þaö hafi aldrei veriö ætlun-
in, aö lifaö væri nákvæmlega
eftir boöskap hennar.”
Dr. Boman vitnar slöan I
dæmisögu Krists um húsin,
sem byggö voru á bjargi og
sandi þvi til sönnunar, að
þannig hafi Kristur sjálfur
ekki hugsaö. Fleiri dæmi færir
hann úr Nýja testamentinu
þvi til stuönings, hve Kristur
haföi margsinnis itrekaö, aö
orð og geröir yröu aö fylgjast
aö.
„Kærleikur til náungans,
sem birtist I fórnfýsi, er einnig
ein af meginhugsunum
Maós,” segir dr. Boman. Þar
vitnar hann orörétt i Rauöa
kveriö: ,,Þaö veröur alltaf aö
vera meginstefnumiö okkar,
aö viö af öllu hjarta og heilum
huga þjónum fólkinu, aö viö
aldrei á nokkurri ævistund —
ekki svo mikið sem eina
mlnútu — fjarlægjumst alþýö-
una, aö viö i öllum greinum
veröum að láta stjórnast af
þjóöarhag, en ekki einkahags-
munum eða hagsmunum ein-
hvers hóps.”
Dr. Boman fjallar síðan um
þessa kenningu:
„Þaö er eftirtektarvert, og
viö megum blygöast okkar
mjög, aö Maó skuli hafa árætt
aö setja slika kenningu opin-
bera, og meira aösegja fengiö
milljónir Kinverja til þess aö
gera hana aö veruleika I fórn-
fúsum athöfnum I þágu kúi-
versku þjóðarinnar, en kristn-
ir kennimenn (þar á meöal ég
sjálfur) dirfast ekki einu sinni
aö hvetja hina trúuðustu söfn-
uöi aö hfa viölika Ufi til góös
fyrir aðra.
Með undrun les ég skilgrein-
ingu Maós á hugsjónum og
efnishyggju: „Hugsjónastefna
og háspeki er eitt af þvl, sem
auöveldast er að flagga I
veröldinni, þviaöþá getur fólk
þvaöraö eins mikiö og þaö
langar til, án þess aö láta hug-
myndir sinar birtast i verkun-
um eða reyna þær i heimi
veruleikans. Efnishyggja
krefst aftur á móti athafna, af
þvl aö hún verður aö byggjast
upp og prófast á hlutlægan
hátt. Sá, sem lætur þaö undir
höfuöleggjast, á þaö yfir höföi
aö sökkva niður I innantómt
hugsjónaþvaöur og háspeki-
legar vangaveltur.”
„Hér er efnishyggja oröin
að þvi, er ég nefndi hugsjóna-
stefnu (segir dr. Boman), og
hugsjón orðin aö oröavaöli, án
merkingar framtaks og
gildis. Hvers konar hugsjóna-
mönnum hefur Maó kynnzt?
Hverrar tegundar hafa þeir
menn kristnir, sem hann hefúr
komizt I kynni viö, eiginlega
veriö?
Þaö mætti skrifa heila bók
um þá llkingu, sem er meö
kenningum Krists og Maós.
En þar er llka munur á. í
hverju er sá munur fólginn?”
Dr. Boman segir, aö snjöll-
ustu lýsingu á þvi, sem á milli
ber,|sé að finna i fjaUræöunni,
þar sem Kristur bauö mönn-
um aö elska ekki einungis ná-
unga sinn, heldur einnig óvini
sina. Maó segir ekki aðeins,
„aö marxistar og leninistar
eigi aö hata óvini þjóðarinnar,
heldur útrýma þeim, ef
nauðsyn beri til.”
Dr. Boman vitnar siöan tU
þess, er Kinverjar hertóku
Tibet og atferlis þeirra, er þeir
brutu vald Lamatrúarmanna
á bak aftur og álit þaö, sem
alþjóöleg lögfræöinganefnd
hafi látiö frá sér fara áriö 1960.
Slöan segir hann:
„Maó reynir fyrst aö tala
um fyrir andstæöingum sinum
meö góöu, en gangi þaö ekki,
og andstæöingur fari slnu
fram um andspyrnu, er hann
reiðubúinn til þess aö grlpa tU
harkalegustu aöferöa tU þess
aö yfirbuga hann. En hverjir
eru svo óvinir samkvæmt
kenningu Maós? Hann var
upphaflega vinur og banda-
maöur Sovétrikjanna. En svo
reis upp ósætti um þaö, hvaö
væri marxismi og leninismi. I
hinu rauða kveri Maós er
Krústjoff kallaöur endurskoö-
unarsinni, og þar meö óvinur,
en Stali'n er enn kallaöur hinn
mikli fræðari viö hlið þeirra
Marxs og Lenins. Þetta er
Iskyggilegt. Maó telur þá eina
góöa, sem eru I ómenguðu
marxisk-leninlsku samfélagi.
Þessimyndaf Maó fylgir grein hins norska doktors. Undir lienni stendur: Þaö væri hægt aö skrifa
heila bók um llkinguna meö kenningum Maós ogKrists. En þar er líka reginmunur á.