Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 23
Sumiudagur 22. ágúst 1976 TÍMINN 23 22.35 Norskar v sur og visna- popp. Þorvaldur örn Árna- son kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 22. ágúst 18.00 Bleiki pardusinn Banda- rfsk teiknimyndasyrpa. 18.10 Sagan af Hróa hetti 4. þáttur. Efni þriöja þáttar: Hrói fréttir aft brúökaup Gisbornes og Marion verfti bráftlega, og hann reynir aft ná fundum hennar. Gis- borne handsamar Hróa, en honum tekst aft flýja. Jó- hann prins hefur spurnir af silfurnámu en skortir vinnuafl til aft nýta hana. Hermenn fógetans brenna þorp nokkurt til grunna og ibúarnir eru látnir þræla i námunni. Hrói og félagar hans leysa þorpsbúa úr ánauftinni og nota silfrift til aft bæta þeim tjónift. Þýft- andi Stefán Jökulsson. Hlé 20.00 Fréttir og veftur 20.25 Auglýsingar eg dagskrá 20.35 Halldór Laxness og skáldsögur hans III ! þess- um þætti ræftir Eiftur Guftnasonviöskáldift um Is- landsktukkuna og kemur viftar vift. Stjórn upptöku Sigurftur Sverrir Pálsson. 21.20 Jane Eyre Bresk fram- haldsmynd gerft eftir sögu Carlotte Bronte. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Rochester, eigandi óftalsins þar sem Jane er heimilis- kennari, fellur af hestbaki og meiöist. Hann kennir Jane um, en býftur henni þó til tedrykkju og yfirheyrir hana. Kemst hann aft raun um. aft hún er fyllilega jafn- oki hans, þó aft henni gangi raunar stundum illa aft skilja, hvaft fyrir honum vakir. Nótt eina kviknar eldur á dularfullan hátt i svefnherbergi Rochesters. Jane Eyre kemur aft og bjargar honum, og þegar hann þakkar henni, Uggur annaft og dýpra á bak vift orftin en venjulegt þakklæti. Þýöandi Öskar Ingimars- son. 22.10 Skemmtiþáttur Don LuriosAuk Lurios og dans- flokks hans skemmta Katja Ebstein, The New Seekers og Roger Whittaker. 22.40 Aft kvöldi dags Séra Sigurftur Haukur Guftjóns- son, prestur i Langholts- prestakalli i Reykjavik, flytur hugvekju. 22.50 Dagskrárlok Mánudagur 23. ágúst 20.00 Fréttir og veftur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 tþróttir Umsjónarmaftur Bjarni Felkson. 21.10 Hvernig brygftist þú vift? Breskt sjónvarpsleikrit eftir Charles Humphries. Aftal- hlutverk Ian McShane og Helen Cotterill. Derek West hefur verift kvæntur i mörg ár, á tvær dætur og lifir hamingjusömu fjölskyldu- lifi. Hann fer l söluferö til æskustöövanna, og þar kemst hann aft þvi, aft hann á þriftju dótturina. Þýftandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.00 Viftdauftansdyrtþessari bandarisku fræftslumynd er rætt vift kunnan lækni, Elisabetu Kubler-Ross. Aö lokinni heimsstyrjöldinni siftari fór hún til starfa i fangabúöum og siftan hefur hún einkum unnift aft þvi aft létta fólki siftustu stundirn- ar á banabefti. Læknirinn skýrir viöhorf sin til þessara alvörumála i ljósi sérstæftr- ar lifsreynslu. Þýftandi Jón O. Edwald. 22.55 Dagskrárlok í JÖTUNHEIMUM FJALLANNA 48 dreymt þetta. En gat hann séð það í draumi, að Jónas hafði skotið jarfa og var á leið til Noregs? Hann hugsaði lengi um þetta, eftir að hann var kominn aftur að vinnu sinni, og þegar Ólafía kom til þess að sinna kvöldmjöltunum, spurði hann hana, hvað Jónas hefði fengið fyrir jarfaskinnið. Kistusmíðinni var lokið daginn eftir, og Lars og Páll buðust til þess að f lytja líkið til Fattmómakk. Hans Pét- ursson sagði, að það yrði ekki af því. Fattmómakk — fara með Gertu til Fattmómakk! Nei! Hún yrði ekki grafin uppi í f jöllum meðal heiðingja. Hún skyldi komast í kristinna manna reit, þar sem hún þyrfti ekki að liggja eins og hræ fram að Jónsmessu, unz prestur kæmi og klukkunum yrði hringt. — Við Greta förum af stað niður í Vilhjálmsstað i fyrramálið! sagði hann. Lars fann, að það myndi vera þýðingarlaust að benda honum á, að það voru ellefu milur í Vilhjálmsstaðarkirkju — ellefu mílur um veg- leysur í kafaófærð. Hans Pétursson kæmist aldrei þá leið einn með þungan sleða í eftirdragi. Sveinn Ólafur og Páll reyndu að fá hann til þess að bíða i fáeina daga, svo að þeir gætu farið með honum. Þeir ætluðu hvort eð var á markaðinn i Ásahléi og vita, hvar komið væri málum f rumbýlinganna. En við það var ekki komandi. Bíða! Nei — hann legði af stað í fyrramál- ið, svo að Greta kæmist sem fyrst í vígða jörð. Vesalings maðurinn tók þegar að búa sig undir ferðina og raunar var atferli hans þennan dag eins og hann væri með f ullu viti, nema hvað honum hrutu við og við óskilj- anlegorðaf munni. Hann mundi líka eftir kúnum og bað Ólafíu fyrir þær. Ólafía var með grátstafinn i kverkunum, þegar hún kom inn. — Ég held, að Hans komi ekki aftur, sagði hún og starði örvilnuð á mann sinn. — O jú, svaraði hann. Það bráir af honum, þegar búið er að jarða Gretu. Þá f er hann að jaf na sig. — Hann kemst aldrei niður í Vilhjálmsstað — hann hnígur niður einhvers staðar á leiðinni. Hann getur ekki dregið kistuna allan þennan óraveg. — Pabbi segist ætla að hjálpa honum af stað, og við Grjótsæ getur hann kannski fengið hest að láni. Það var ekki f arið að birta, þegar þeir Hans Pétursson og Lars héldu af stað f rá Marzhlíð morguninn eftir, með snjóþrúgur á fótum og sleða i eftirdragi. Bræðurnir fylgdu þeim niður að vatninu og störðu á eftir þeim i húminu, unz þeir hurfu. Marr, marr. Þung, þung skref úti á snævidrifnum is- num. Ekki eitt orð sagt, aðeins þungur andardráttur og marrið í snjónum og tágunum, sem þrúgurnar voru brugðnar úr. Þeir komu um dögun að álnum milli Marzvatnanna. Þar námu þeir staðar og köstuðu mæðinni, því að snjór hafði hlaðizt saman við smáhólma og nesodda, svo að færið var mjög þungt. Hans Pétursson starði i vesturátt. Héðan sást hrikalegt Marzf jallið bezt. Ketildalur skarst nakinn og eyðilegur inn á milli múlanna, og yf ir kúptum hrygg Kokkankaissa hvelfdist hæsti jökulskallinn — veldi íss og hjarns, eyði- legt og heillum horfið. Maður tók varla eftir skógar- tungunum milli vatnanna í allri þessari fjallaauðn, og fyrir mannabyggðum vottaði alls ekki. Það var eins og kotin hefði verið þurrkuð út. Það var bara Lars, sem sá móta fyrir húsunum heima í Marzhlíð. Hans Pétursson starði án af láts á f jöllin hinum megin vatnsins. En það var samt einhver glýja í augunum á honum, og í stað þess, að hann skynjaði umhverf ið, stigu fram fyrir sjónum hans myndir frá sælli dögum. Greta kom til hans, og flutti sig búferlum alla leið frá Malgómaj til þess að gerast sambýlismaður Lars Páls- sonar. Og ákafinn í Gretu! Hún dansaði bójstaflega i kjarrinu, þegar þau komu hér að vatninu og sáu græna hlíðina blasa við. Maðurinn greip báðum höndum um höf uð sér. Græna? Nei, allt var hvítt, hvitt — og þarna — þarna var sleðinn... Hans Pétursson áttaði sig aftur, þegar þeir héldu af stað. Nú sá hann ekki lengur Marzf jallið. Hann steig fast til jarðar og spyrnti karlmannlega við fótum. Hugsanir hans snerust nú um ferðina niður í Vilhjálmsstað. Greta var á heimleið. Það átti ekki að kyrrsetja hana hér upp frá —ekki grafa hana í Fattmómakk, þar sem úlfarnir sátu stundum gólandi á leiðunum og skáldaðir birnir klóruðu sér við kirkjuvegginn. Greta átti að hvíla á þeim stað, þar sem kirkjuklukkunum var hringt á hverjum helgum deqi. __Rennift spjól*).. Valda unum i gegnum drottning . . / Mm, ég'skil... Allt i lagi, farift meft l'skiparn^volwiann en var!ega- - Hann er sterkur ^ ^ V af karlmanni aft vera! IUIMVJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.