Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 30

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 30
TÍMINN Sunnudagur 22. ágúst 1976 30' I fáum orðum sagt Dylan gengur I liö með Clapton Ný plata er væntanleg frá Eric Clapton I slðari hluta þessa mánaðar. Platan, sem mun bera nafnið „No Reason To Cry”, inniheldur tlu lög, þar af fimm eftir Clapton sjálfan. Athygli vekur, að á plötunni er eitt lag eftir Bob Dyian, sem hann syngur sjálf- ur. Platan er tekin upp I Los Angeles, undir upptökustjórn Rob Fraboni. Stills og Young saman á plötu Einnig er væntanleg um næstu mánaðarmót, plata frá þeim félögum Steve Stills og Neil Young, fyrrum meðlim- um I hinum fræga kvartett Crosby, Stills, Nash & Young. Platan, sem á að heita „Long May You Run” er hljóðrituð I Miami I Florida, undir stjórn hins þekkta framleiðanda Tom Dowd. Led Zeppelin „Live” Loksins eftir margra ára bið, er von á að dt komi ein- hvern tlma á næstunni, tveggja platna „live” albúm frá Led Zeppelin, sem löngum hefur verið talin bezta „live” rokkhljómsveit heimsins. Platan er jafnframt nokkurs konar „soundtrack” plata úr kvikmynd, sem verið er að gera um Led Zeppelin sem hljómlelka hljómsveit. Ekki er að efa að hér er um að ræða stóran hvalreka á fjörur rokk- aðdáenda hérlendis sem erlendis. Loksins!!? Þaö verða ekki aðeins aðdáendur Led Zeppelin, sem geta gert sér glaðan dag á næstunni. Heyrzt hefur að loksins sé von á langþráðri plötu frá Stevie Wonder, en eins og kunnugt er hefur ekki heyrzt frá honum á plötu, siðan Fulfillingness First Finale kom út 1974. Joe Walsh að hætta i Eagles? Þær sögusagnir eru á reiki vestan hafs um þessar mund- ir, að Joe Walsh sé I þann mund að hætta I bandarisku country-rokk hljómsveitinni Eagles, en eins og mönnum er kunnugt, tók hann sæti Bernie Leadon I hljómsveitinni um siðustu áramót. Astæðan fyrir hugsanlegri brottför er sögö vera sú, að Walsh hafi farið fram á of miklar peninga- freiðsiur fra Elektra/Asylum hljómplötufyrirtækinu, sem gefiö hefur út allar plötur Eagles. Ekki er talið að mönn- um veröi mikil eftirsjá 1 Walsh úr Eagles, þvi aödáendur hijómsveitarinnar hafa átt erfitt með að sætta sig við hann sem eftirmann Leadons, svo gjörólikir tónlistarmenn sem þeir eru. Paul McCartney gerist rifhöfundur Hinn fjölhæfi tóniist- armaður Paul Mc- Cartney hefur nú haslað sér völl á fleiri sviðum en tón- list. 1 næsta mánuði kemur út bók eftir kappann, sem mun heita „Facts About A Pop Group”. Bókin mun eiga að fjaiia um feril hljómsveitar hans Wings frá þvi hún var stofnuö 1972. The Flying Burrito Brothers Airbone PC 3422 — Columbia/FACO Gömlu Borrito bræðurnir.Gram Parsons I fremri röð tilvinstri.1 f I næsta Nú-tíma verður birt grein um Gram Parsons 'Ár^' Niji/ Chris Hillman — Slippin’Away Asylum 7E-1062/FACO plötum. Sleepless Nights er það siðasta sem kemur út með hon- um, þvi meira efni er ekki til, þvi miður. Lögin á Sleepless Nights eru allt gamlar upptökur. Niu þeirra, af tólf, eru meö Burrito og tekin upp snemma árs 1970. Meiningin hjá þeim var að gefa út hreina og heiðarlega country plötu, enda eru öll lögin þekkt countrylög, að einu Stones lagi undanskildu. Aldrei kláruðu þeir þó plötuna þvi Parsons hætti i Burrito áður en upptöku lauk. Þar af leiðandi er flutn- ingurinn ekki eins góður og við var að búast þar sem hér er hálfnað verk. Söngur Parsons er æði mis- jafn, i sumum lögum tekst hon- um stórkostlega upp.i öðrum á hann það til að fara út af laginu. En á þessum tima var hann djúpt sokkinn i drykkju og eitur- lyf og átti erfitt meö aö einbeita sér að söngnum. Þó að ýmislegt megi finna að lögunum eru þau langt i frá að vera léleg. Þau eru enn ein sönnunin fyrir þvi hvað Burrito og Parsons voru langt á undan sinni samtið. Hin lögin þrjú, eru lög, sem hann tók upp við gerð seinni sóló plötunnar, Grievous Angel, en þar syngur Emmylou Harris með honum, en hún er hans hægri hönd á báðum sóló plötum hans. Þessi lög sýna aöra hlið á Parsons. Hér er hann stórkost- legur og syngur með djúpri til- finningu fyrir lögunum og efni þeirra. Samsöngur þeirra i öllum þeim lögum sem þau sungu saman er einstakur og hef ég aldrei heyrt annan eins sam- söng hjá karli og konu. Sleepless Nights er ekki rétt 'plata til að gera mann að Par- sons aðdáanda þó svo að það sé mögulegt. Eigi menn aftur á móti G.P. eða Grievous Angel, er nokkurn veginn öruggt að maður verður Parsons aðdá- andi og fyrir alla þá er mikill fengur að Sleepless Nights. Beztu lög: ekki hægt að gera upp á milli laga. G.G. CHRIS Hillman er búinn að vera lengi i sviösljósinu. Hann öðlaðist heimsfrægð 1965 með Byrds og stofnaði Burrito meö Parsons, spilaði I tvö ár með Stephen Stills i Manasas, var i SouthernHillmanFury Bandog loksins nú að hefja sólóferil. Miðað við þaðsem hann hefur gert um dagana með hinum ýmsu hljómsveitum veldur hann mér miklum vonbrigöum á þessari fyrstu sólóplötu. Fyrir það fyrsta eru mörg laganna ekki nógu góð, og flutningurinn máttlaus þó hljóðfæraleikurinn sé góður. Hillman virðist ekki finna sig I þessum lögum, enda eru þau ekki beint I hans anda. Ekki er þó allt sem veldur vonbrigðum. Það má segja að fjögur lög haldi plötunni uppi, en það er samt ekki nóg, þar sem lögin eru tlu. Slippin Away gefur enga mynd af getu Hillmans, hann hefur gert og getur örugglega gert margfalt betri hluti. Ég vil að lokum taka það fram að ég geri miklar kröfur til Hill- mans, þannig að margir eiga eftir að vera mér ósammála, þvi' sem soft-rokk og country-rokk er hún ljómandi góð, en sem fyrsta sólóplata Hillmans er hún gjörsamlega misheppnuð. Beztu lög: Down In The Church- yard, Love Is The Sweetest Ámnesti, Take Me In Your Life- boat. G.G. Hinir endurfæddu Burrito Bros. eru aftur komnir á kreik, nú meö plötuna Airborne. Eg vil taka það skýrt fram, að þessi Burrito Bros er ekki skyldur Burrito hans Parsons. Aðeins einn þeirra, Sneaky Pete var I upprunalegu Burrito. Þessi Burrito útgáfa er eins árs, að einni breytingu undan- skilinni, Skip Battin hefur tekið sæti Chris Ethridge. Það þýðir það að tveir Byrds menn eru I Burrito nú, Battín og Gene Parsons (EKKI GRAM). Airborne inniheldur ellefu lög, flest hefðbundin country-roldt lög, tvö gömul og góö rokklög, og svo rúsinan i pylsuendanum eittlageftirStevie Wonder, sem hann samdi fyrir þá, og leikur hann með á pianó, ég segi ekki meira um það, — fyrir utan að Wonder sýnir á sér nýja hliö. Flutningur Burrito á plötunni er yfir höfuð góöur, þeir eru all- ir góðir hljóðfæraleikarar og eru þaö fjórir þeirra sem syngja, þannig að mikil breidd er I flutningnum. Það er af- slappaður heildarsvipur á plöt- unni, flest lögin eru góð en ekki þó öll, tvö þeirra eru iéleg og draga hana nokkuð niöur. Airborne er ekkert meistara- stykki, miðað við margt sem Burrito hefur gert;heldur þægi- leg og áheyrileg plata. Beztu lög: Waitin For Love To Begin, Out Of Control, She’s A Sailor. G.G. Gram Parsons dó hinn 19. sept. 1973 aðéins 26 ára gamall, úr hjartaslagi sem má rekja til mikillar drykkju og heróins neyzlu. Þó ævi Parsons hafi ver- ið stutt þá afrekaði hann mikið og skilur eftir sig djúp spor i sögu rokksins. Hann er einn aðalfrumherji coutry-rokks og sá maður sem á einna mestan þátt i sköpun þeirrar tónlistarstefnu, fyrst með Byrds, þá með Flying Burritto Bros. og ioks með eigin ★ ★ ★ + Chris Hillman ÞÆR þrjár plötur sem hér eru til umsagnar, þ.e.a.s. Parsons, Burr- ito, og Hillman, eiga allar það eitt sameigin- legt, að þær eru allar á einhvern hátt tengdar bandarisku hljómsveit- inni The Byrds. Nú eru um fjögur og hálft ár frá þvi The Byrds hættu, en þó hljóm- sveitin sé hætt eru allir þeir sem voru I hljóm- sveitinni i fullu fjöri, fyrir utan þá Gram Parsons og Ciarence White sem eru látnir. t þau átta ár sem hljómsveitin starfaði komu alls ellefu manns við sögu og var Roger McGuinn sá eini sem var með frá upphafi til enda. Af þeim ellefu hafa sjö þeirra gert sólóþlötur og eru þær samtals fimmtán enn sem komið er. (Fleiri væru ef Clarence White nyti við, þvi hann dó er hann var að byrja að vinna sína fyrstu plötu). Ég treysti mér ekki til að segja hve margar plötur hafa komið út með hljómsveitum sem innihaida fyrrverandi Byrds-meðlimi, en þær skipta tugum, svo ekki sé meira sagt. Það sem af er þessu ári hafa átta þeirra gefið út plötur, þrír með sólóplötur, hinir sem meðlimir hljóm- sveita. Látum þá þessari upptalningu lokið og snúum okkur að þeim plötum sem eru kveikj- an að þessum pistli. Gram Parsons And The Flying Burrito Brothers SP — 4578 AM/FACO I BB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.