Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 22. ágúst 1976
MÓL-Reykjavik. Eftir
tvo daga hefst 7. al-
þjóðaskákmótið i
Reykjavik. Klukkan 14 á
þriðjudaginn verður
dregið um töfluröð,
klukkan 17 verður mótið
sett og hálftíma siðar
hefst svo taflmennskan.
Sterkasta alþjóðamótið
Þaö hefur varla fariö framhjá
mörgum, aö islenzkir fjölmiölar
hafa rætt mikiö um þetta mót, og
þá helzt i sambandi viö erfiöleik-
ana, sem forráöamenn Taflfélags
Reykjavikur áttu viö aö striöa i
aö útvega erlenda skákmenn á
mótiö. En hitt hefur frekar falliö i
skuggann, aö þaö var stefna TR,
aö gera mótiö eins sterkt og
mögulegt var, enda hefur nú
komiö í ljós, aö þetta mót er
sterkari en öll hin Reykjavlkur-
mótin. Þaö er litill vandi, aö ná i
16 skákmenn til aö tefla eitt mót,
en þaö er erfiöara aö fá 16 sterka
menn. Hvað meö þaö, mótiö
veröur i 9. styrkleikaflokk og þar
meö það sterkasta.
Skákmennirnir
7 stórmeistarar eru meöal
hinna 16 þátttakenda, 2 alþjóö-
legir meistarar og þvi 7 titilslaus-
ir. Hér á eftir fer kynning á þess-
um 16 mönnum og nokkrar skák-
ir, sem þeir hafa teflt. Varöandi
upplýsingar um æviferil skák-
mannanna, þá er stuözt viö heim-
ildir, sem blaöafulltrúar mótsins
létu I té, þeir Jón Pálsson og As-
geir Kaaber.
Friörik Ólafsson. Fæddur 26.
janúar, 1935. Skákstig: 2550
Friðrik ólafsson
Þaö er aö bera i bakkafullan
lækinn aö fara aö tiunda hér einu
sinni enn afrek Friöriks á skák-
sviöinu, svo kunn ættu þau aö
vera flestum íslendingum. Þó
skulum viö geta mikilvægustu
timamótanna.
Friörik varaöeins 15ára, þegar
hann sigraöi i meistaraflokki á
Skákþingi Noröurlandanna og 18
ára gamall varö hann Skák-
meistari Noröurlanda.
Hann varö heimsþekktur 19
ára, þegar hann vann
Hastings-mótið 1954-55 ásamt
Korchnoi. Siöan komu Ivkov og
Taimanov.
A millisvæöamótinu 1958
hafnaöi Friörik I 5-6. sæti og vann
sér þar meö rétt til þátttöku i
kandldatskeppninni, þar sem
hann hafnaði i 7. sæti. Fyrir vikiö
hlaut hann stórmeistaratitil.
Siöan hefur hann oft teflt meö
góöum árangri, en þaö eru ekki
nema nú sföustu árin, aö Friörik
hefur algjörlega helgaö sig skák-
inni.
Efttirfarandi skák var tefld á 5.
alþjoöamótinu i Reykjavik, en
andstæöingur Friöriks teflir
einnig i mótinu, sem hefst á
þriöjudaginn.
Hvitt: V. Tukmakov.
Svart: Friörik Ólafsson.
Spænskurleikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 d6 5. 0-0 Rf6 6. c3 Be7 7. Hel
0-0 8. h3 Bd7 9. d4 He8 10. a3 a5
11. Bc2 Bf8 12. d5 Re7 13. c4 Rg6
14. Rc3 Rh5 15. g3 Dc8 16. h4 Bg4
17. Dd3 Be7 18. Rh2 Bh3 19. Bdl.
KEPPENDUR
KYNNTIR
19. — Rhf4 20. gxf4 exf4 21. Bf3
Bxh422.De2f5 23.KhlHe7 24. Hgl
fxe4 25. Bxe4 Dd7 26. Df3 Hf8 27.
Bd2Bf5 28. Bxf5Dxf529. HaelRe5
30. Hxe5 dxe5 31. Re4 Bxf2 32.
Hg2 Bd4 33. Bxa5 Hd8 34. Rg4 Kh8
35. Bel Hd6 36. Bh4 He8 37. Rxd6
cxd6 38. Bf2 e4 39. Dh3 e3 40. Bgl f3
41. Hg3 f2 42. Rxf2 Dxh3+ 43.
Gefiö.
Jan Timman, Hollandi. Fæddur
14. des. 1951. Skákstig: 2550
Jan Timman
Timman er islenzkum skák-
áhugamönnum aö góöu kunnur,
þvi hann hefur tvisvar áöur teflt
hér á landi. Hann var meöal
keppenda á Reykjavikurskák-
mótinu 1972, þar sem hann hafn-
aöi i 7. sæti meö 9 1/2 vinning af 15
mögulegum. Timman skorti aö-
eins 1/2 vinning upp á aö ná
stórmeistaratitli á mótinu, en
hann tapaði úrslitaskákinni gegn
Friöriki i siöustu umferö.
Næst tefldi Timman hér á
svæðamótinu 1975, og var talinn
eiga góöa möguleika til aö kom-
ast áfram á millisvæöamótiö.
Framan af gekk allt samkvæmt
áætlun, eöa þar til Timman átti
að tefla viö Laine, frá Guernsey.
Þá ruglaöist Timman heldur bet-
ur I ri'minu, mætti ekki til leiks
fyrr en klukka hans var fallin og
varö þvi aö sætta sig viö tap gegn
neösta manni mótsins. Þetta setti
Hollendinginn unga út af laginu,
og hann missti af svæöamótinu 1
þetta sinn.
Timman er fremsti skákmaöur
Hollands um þessar mundir, eins
og glöggt kom fram á hollenzka
meistaramótinu 1974. Þar vann
Timman yfirburöasigur, og varö
2 vinningum fyrir ofan næstu
menn, Ree og Sosonko. Meöal
helztu árangra Timmans má
nefna 1.-4. sæti I Hastings 1974,
þar sem hann varð jafn Tal,
Kuzmin ogSzabo meö 10 vinninga
af 15 mögulegum.
Sombor 1974.
1.-2. Timman og Gulko, 10 1/2
vinning af 15 mögulegum.
Natanya, Israel 1975.
1. Timman 9 vinninga af 13
mögulegum. 2. Liberzon 8 1/2
vinning.
Þessi skák var tefld á
minningamóti Alexanders í fyrra.
Þaö er óhætt aö segja, aö
Timmanhafi „pakkaö” andstæö-
ing sinum.
Hvitt: Timman, Holland
Svart: Stean, England
Volgabragö.
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5
a6 5.bxa6Bxa6 6. Rc3 d6 7. Rf3 g6
8. g3 Rbd7 9. Bh3 Rb6 10. 0-0 Bc4
11. b3 Bxd5 12. Rxd5 Rbxd5 13. e4
Rc7 14. e5 dxe5 15. Rxe5 Bg7 16.
De2 e6 17. Be3 Rfd5 18. Bxc5 Rc3
19. Del Rxa2 20. Hdí Dxdl 21.
Dxdl Bxe5 22. f4 Bf6 23. Dd6
Gefiö.
Guömundur Sigur jónsson.
Fæddur 25. sept. 1947. Skákstig:
2530.
Guðmundur
Sigurjónsson
Guömundur Sigurjónsson hóf
skákferil sinn ekki eins ungur og
Friörik ölafsson, en tók skjótum
framförum upp úr 1964 og sigraöi
I Skákþingi Islands i landsliös-
flokki 1965. Var þetta upphafiö aö
glæsilegum ferli Guömundar viö
skákboröiö.
Guömundur náöi sér I 1/2 al-
þjóölegan meistaratitil á
Reykjavikurskákmótinu 1968,
þegar hann hlaut 7 1/2 vinning af
14 mögulegum, og náöi titlinum
alveg 1970, er hann sigraði mjög
glæsilega i Reykjavikurskákmót-
inu, hlaut 12 vinninga af 15 mögu-
legum. Meöal þátttakenda voru
Matulovic, Padevsky, Ghitescu
og Friðrik Ólafsson.
Siöan geröi Guömundur
nokkurt hlé á taflmennsku,
meöan hann var aö ljúka prófi i
lögfræöi viö Háskóla Islands, en
eftir þaö ákvaö hann aö fara út i
atvinnumennsku i skák. Hann
hefur teflt viöa erlendis, ognáöi
sér i stórmeistaranafbót á
Hastingsmótinu 1974-75, er hann
hafnaði þar i ööru sæti.
Guömundur hefurteflt á mótum á
Spáni, Kúbu, Rússlandi og staöiö
sig meö miklum ágætum, og litlu
munaöi aö hann kæmist i milli-
svæöamót, aöeins óheppni i
siöastu umferö svæðamótsins i
Búlgariu varö þess valdandi aö
hann sat eftir meö sárt enniö.
Guömundur á, eins og Friörik
góöan möguleika á aö ná sér i
toppsæti á þessu móti. Hann tef lir
yfirleitt öruggt og yfirvegaö, og
tapar sjaldan skák. Fróölegt
veröur aö fylgjast meö honum i
framtiöinni, þvi þegar Guö-
mundur kemst i rétta formiö, er
erfitt fyrir hvaöa skákmann sem
er aö eiga viö hann.
Ég man, aö þegar þessi skák var
tefld á 4. alþjóöamótinu I Reykja-
vik, þá lentu keppendurnir i
hrikalegu tinahraki og misstu
algjörlega töluna á leikjunum.
Þegar þeir loks hættu, þá sá
Hecht, sem er þekktur V-Þýzkur
skákmaður, aö staöa hans var
gjörtöpuö.
Hvitt: Guömundur Sigurjónsson.
Svart: Hans-Joachim Hecht.
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5
Rfd7 5. f4c5 6. c3 Rc6 7. Rdf3 cxd4
8. cxd4Rb6 9. Bd3 Bd7 10. a3 a5 11.
Rh3 a4 12. 0-0 h6 13. Del Dc7 14.
Bd2 Rc4 15. Bc3 b5 16. f5 0-0-0 17.
Rf4 Be7 18. fxe6Bxe6 19. Rh4 Dd7
20. Rxe6 Bxh4 21. Dxh4 fxe6 22.
Hf3 Hdf8 23. Hafl Hxf3 24. Hxf3
He8 25. Bg6 He7 26. Df2 Kb7 27. Hf8
Dc7 28. Hg8 Hd7 29. DfB Hd8 30.
Dxg7 Hd7
31. Df8 Hd8 32. Be8 Ka6 33. Dc5
Hc8 34. Bf7 Hxg8 35. Bxg8 Dd7 36.
Bb4 Kb7 37. Df8 Rxd4 38. Bc5 Rc6
39. Dxh6 R6xe5 40. Dxe6 Dxe6 41.
Bxe6 Kc6 42. Bd4 Rd3 43. h4
Rdxb2 44. h5 B4 45. h6 bxa3 46. h7
a2 47. h8D alD+ 48. Kh2 Gefiö.
Miguel Najdorf, Argentina.
Fæddur 15. aprD 1910. Skákstig:
2510.
Miguel Najdorf
Najdorf er pólskur aö uppruna,
en hefur veriö búsettur i
Argentuiu siöan 1939. Najdorf
hefur sett mark sitt á skáksögu
undanfarinna áratuga, og var til
skamms tima einn aiira öflugasti
skákmaður heims. Hann hefur
tekið þátt i tveim áskorenda-
mótum, I Budapest 1950, og
Zurich 1953.
í Budapest varö Najdorf I 5.
sæti á eftir Sovétmönnunum
Bronstein, Boleslavsky, Smyslov
og Keres. Askorendamótiö I
Zurich er jafnan taliö eitt öflug-
asta skákmót allra tima, enda
voru þar samankomnir bókstaf-
lega allir fremstu skákmenn
heims, að Botvinnik undan-
skildum. Þarna varö Najdorf i
6.-8.sætiaf 15 þátttakendum, meö
14 1/2 vinning, en Smyslov
varö efstur meö 18 vinninga.
Næstir komu Keres, Bronstein og
Reshevsky meö 16 vinninga, og
þá Petroshan meö 15 vinninga.
A Olympiskákmótum hefur
Najdorf verið mjög sigursæll, og
oft oröiö hlutskarpastur 1. borös
manna i keppninni. Má nefna
Olympiuskákmótiö 1950, er hann
fékk 11 vinninga úr 14 skákum,
Helsinki 1952 og loks Varna 1962.
Þarhlaut Najdorf 14 vinninga úr
18 skákum, og varö m.a. fyrir
ofan þáverandi heimsmeistara
Botvinnik og Fischer.
Najdorf átti um skeiö heims-
metiö I blindskákafjöltefli. Arið
1947 tefldi hann á 45 boröum i
Braziliu, og tók keppnin 23 1/2
klukkustund. Najdorf vann 39
skákir, geröi 4 jafntefli og tapaöi
aöeins 2 skákum.
Þrátt fyrir aidurinn er litinn
bilbug á Najdorf aö finna. Þaö
sýnir bezt árangur hans á skák-
þingi Argentinu 1975, er hann
varö 11.-2. sæti ásamt Panno meö
15 vinninga af 20 mögulegum.
Vladimir Tukmakov, Sovétrikj-
unum. Fæddur 25. marz 1946.
Skákstig: 2490.
Vladimir Tukmakov
Tukmakov vakti fyrst á sér
verulega athygli, er hann tefldi á
hei msmeistaramóti stúdenta