Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 40

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 40
Sunnudagur 22. ágúst 1976 —hs-Rvik. — Nú eru um 1100 ibú- ar I Bolungarvik og hefur þeim fjölgað nokkuð á undanförnum áruin, sagöi Guömundur Krist- jánsson, bæjarstjóri Bolungar- víkur i viötali viö Timann fyrir nokkru, en hann tók við starfi bæjarstjóra, er Bolungarvik fékk kaupstaöarréttindi þann 10. april 1974, en hafði áöur veriö sveitar- stjóri. — Hér er mjög gott atvinnuá- stand og hefur verið svo um ára- tugaskeið, og atvinnuleysi er nán- ast óþekkt fyrirbæri, sagði Guð- mundur. Hann bætti þvi við, að atvinnan byggðist fyrst og fremst á sjósókn og fiskiðnaði. Eftirfarandi upplýsingar gaf Guömundur okkur um helztu framkvæmdir og fyrirhugaðar framkvæmdir á Bolungarvik, en samtalið hófst með þvi að ræða um húsnæðismálin, i framhaldi af þvi sem Guðmundur sagði um að húsnæöisskorturinn stæði fjólks- fjölgun og atvinnulifi, að nokkru leyti, fyrir þrifum. ibúöabyggingar Nú eru i smiðum 14 einbýlishús á Bolungarvik en búið er aö taka i notkun á árinu 8 ibúöir i f jórbýlis- húsum, 3 einbýlishús og 6 leigu- ibúöir i fjölbýlishúsi, en leigu- ibúðirnareru þá samtals orönar 9 talsins. Alls eiga leiguibúöirnar aö verða 21 taisins, en ekki hefur fengizt heimild til byggingar nema þessara 9 ennþá. Þó að talsvert sé byggt, eins og ofangreindar tölur sýna, er hús- næöisþörfin samt meiri en svo, að framkvæmdirnar nægi til að anna eftirspurninni, aö sögn Guðmund- Atvinnuhúsnæði Verið er að stækka frystihúsið á Bolungarvik um nær einn þriðja, en það hefur á undanförnum ár- um verið með framleiðsluhærri frystihúsum landsins. Oft hefur verið bætt viö húsið og meö þess- ari stækkun lagast vinnuskilyrði mjög mikið og jafnframt verður tekin i notkun meiri vélvæöing. Ennfremur er verið að stækka húsnæði Vélsmiðju Bolungarvik- ur um nærfellt helming, en hún veitir alhliða þjónustu, sérstak- lega þó bátaflotanum, en þar er einnig rekið bifreiðaverkstæði. Tvær aðrar vélsmiðjur eru á staðnum, sem báðar eru að fara að byggja nýtt húsnæði undir starfsemi sina. í undirbúningi er bygging vöru- geymslu á vegum aöila, sem vinna að flutningastörfum. Sundlaug og iþróttahús Fyrir 5 árum var hafizt handa við byggingu nýrrar sundlaugar og er ráðgert aðtaka hana i notkun um næstu áramót. Hún verður innanhúss og i tengslum við iþróttahús, sem er annar áfangi þessa mannvirkis, en ekki er al- veg ljóst hvenær byrjaö verður á þeim áfanga. Sameiginlegt fyrir báða áfangana eru anddyri, gangar og böð. Nú hefur verið hætt notkun gömlu sundlaugarinnar sem var orðin ófullnægjandii enda tekin i notkun 1932 og þá fyrst hituð upp með kolum. Hún var i notkun til ársins 1968, en i millibilsástand- inu hefur skólabörnum verið ekiö til Isafjaröar á sundnámskeið. Hafnargerð Hafnargerö er eitt af þessum föstu viðfangsefnum og hefur verið eitt af meginviðfangsefnum bæjarfélagsins siðastliðin 60 ár. í sumar er unnið að dýpkun og smálengingu á viðlegukanti fyrir smærri bátana, en áætlað er að vinna fyrir 50 milljónir á þessu ári. Að sögn Guðmundar hefur allt- af skort nægilega góða hafnarað- stöðu i Bolungarvik og sem dæmi nefndi hann, að fyrst áriö 1972 hafi flotinn fengið öruggt skjól i illviðrum, en fyrir þann tima hafi alltaf þurft að leita vars á Isafiröi meö stærri bátana. Ýmissa úrbóta er þörf fyrir kFk FÓÐURVÖRUR; þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guðjónsson Heildverzlun Síðumúla 22 Simar 85694 & 85295 \ -----—-------- Auglýsingasími Tímans er ALLAR TEGUNDIR FÆRIBANDAREIAAA FYRIR Lárétta færslu di '*rsl Einnig: Færibandareimar úr u rydfriu og galvaniseruðu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. 40088 a* 40098 —J Bolungarvík: Gott atvinnuástand og fólk unir sér vel — segir Guðmundur Kristjánsson, bæjarstjóri höfnina og næst liggur fyrir að bæta úr meö viðlegukant og lönd- unaraðstöðu fyrir stærri skipin, en þau hafa nú aðstööu við brim- brjótinn. Útgerð Nú er geröur út frá Bolungarvik einn skuttogari, Dagrún, fjórir bátar af stæröinni 250-340 tonn og nálægt 30 bátum af stærðinni 5-30 tonn. Stærri bátarnir stunda mest linu og er einn þeirra kominn með beitingavél, sem gefið hefur góða raun. Minni bátarnir stunda linu og handfæri, en rækjuveiöar á veturna. Siðar á þessu ári bætist nýtt skip i flota Bolvikinga, milli 3 og 4 hundruð lestir að stærð, sem ver- iö er að smiða i skipasmiöastöð Marseliusar Bernharðssonar á Isafirði fyrir fyrirtækið Einar Guðfinnsson hf. Gatnagerð Þegar er búið að leggja malbik á um það bil 30% af nálægt 7 km gatnakerfi i Bolungarvik, en samkvæmt áætlun til 10 ára er reiknað meö aö varanlegt slitlag verði komiö á allar núverandi götur bæjarins árið 1985. Nú i sumar er unnið við að undirbúa um eins kilómetra kafla og leggja holræsi og niðurfalls- brunna en bundið slitlag veröur lagt á kaflann næsta sumar. Malbikið sem þegar er komið á götur bæjarins var lagt 1974 og 1975 og verður ekki annað séð, en það ætli að reynast vel. Borun eftir heitu vatni Nú stendur til að bora eftir heitu vatni i haust og er gert ráð fyrir að borinn komi i september, en hann mun geta boraö niður á 1100 metra dýpi. Viöhorf manna til jarðborana eftir heitu vatni til húshitunar hafa breytzt og marg- ir eru bjartsýnni en áður, eftir þá reynslu sem Súgfirðingar fengu. Þetta er dýr framkvæmd, sem bæjarsjóður verður að afla fjár- magns til m.a. með lántökum frá orkusjóði. Vegagerö Bolungarvik býr við ótryggt vegasamband, en eina sam- gönguleið á landi er um öshlið. Vegurinn sjálfur er jafnan greið fær, en talsverð hætta er á grjót- hruni og snjóskriðum, þannig aö menn eru ekkert áfjáðir i að aka veginn meira en bráð nauðsyn krefur. Bæjaryfirvöld hafa óskaö eftir þvi, aö fundin veröi lausn á þessu t.d. með þvi að yfirbyggja veginn um óshliöina að hluta til. Jafnframt, eru smá vegabætur á nokkrum stöðum forsenda þess, að unnt verði að hefja borunar- framkvæmdirnar, sem nefndar voru hér að ofan. A Bolungarvik er litill sjúkra- flugvöllur, en fastar áætlunar- feröir eru til lsafjarðar i tengsl- um við flugið þangað. Vatnsveita Fiskiðnaðurinn á staðnum hefur jarðvatn til notkunar fyrir sina starfsemi, en vatnið er að 1 öðru leyti yfirborðsvatn sem tekið er úr á fram á Hliðardal. Nú er verið að kanna möguieikana á borun eftir betra ferskvatni, eða að virkja lindir, sem eru i um 8 km fjarlægð frá staðnum. Akvörðun hefur enn ekki verið tekin um það, hvor leiðin verður valin. Dagheimiii Dagheimili hefur verið rekið á staðnum i eitt og hálft ár, en nú er á döfinni að byggja nýtt hús fyrir þessa starfsemi, sem er mjög mikilvæg vegna allra þeirra hús- mæðra, sem vinna við fiskiðnað- inn. Ráðgert hafði verið að hefja framkvæmdir við dagheimilið i haust, en vegna margra annarra verkefna mun að likindum ein- hver dráttur verða á þvi að hafizt verði handa. Heilsugæzlustöö 1 byggingu er heilsugæzlustöð, sem byrjað var á á siðastliönu hausti og mun sú bygging verða fokheld eftir 2-3 mánuði. Á staðn- um er nú rekið sjúkraskýli, sem starfrækt hefur verið sl. 20 ár, en i framhaldi af byggingu heilsu- gæzlustöðvarinnar verður byggt nýtt sjúkraskýli og jafnframt er gert ráð fyrir byggingu þjónustu- miðstöðvar fyrir skýlið og tbúðir aldraðra, sem eru á umræðustigi. Bolungarvik er aðili að byggingu sjúkrahúss á ísafirði, sem fram- kvæmdir eru nú hafnar við. Gott mannlíf — Almennt er mannlifið nokk- uð gott hér á Bolungarvik og fólk unir sér vel og hefur það gott. At- vinnan er mjög stór þáttur i lifi þess og tómstundir þvi með færra móti, sagði Guömundur Krist- jánsson að lokum. Sendlar óskast í vetur Óskum að ráða sendla fyrir og eftir há- degi. — Ennfremur dreng á vélhjóli allan daginn. Blaðberar óskast i vetur viðsvegar um borgina og i Kópa- vogi. Sími 26-500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.