Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Sanwidagur 22 ágúst 1976
Fyrsta barn
eftir fertugt
Sífellt fleiri konur skipa sér sess í atvinnulífinu áöur en
þær eignast börn. Híbýlafræðingurinn Margarita
Cabrera og maður hennar Rafael voru búin að vera gift í
26 ár áður en hún eignaðist fyrsta barnið, Rafael yngri.
Hún er nú 46 og hann 5.
Framfarir í læknisfræði tryggja nú fullorðnum van-
færum konum heilbrigða meðgöngu. Margaret Linney
og maður hennar Romulus eignuðust dótturina Susan
Jane, sem nú er 14 mánaða þegar Margaret var 41 árs.
Hún kennir leiklist i háskóla.
NÚ FYLGIR ÞVÍ
MINNI ÁHÆTTA
EN ÁÐUR
— Alltaf þegar ég lit á
hann, hugsa ég... Hvern-
ig gat þetta gerzt? En
hvað þetta var dásam-
legt! Margarita Cabrera
litur á fimm ára gamlan
son sinn með aðdáun og
ánægju. Margarita var
46 ára þegar hún varð
með bami, ein þeirra si-
fellt fleiri kvenna yfir
fertugt, sem bjóða birg-
inn þeim hættum, sem
samfara eru þvi, að
eignast fyrsta barn
komnar á þann aldur.
Daglega heyra menn svipaðar
sögur og meö hverjum deginum
sem liöur aukasteinnig likurnar á
þvi aö konur eignist heilbrigöa
frumburöi jafnvel þótt þær séu
komnar yfir hinn svokallaöa
hættulega aldur, þ.e.a.s.
fimmtugsaldurinn.
David James og Frederick
Silverman kvensjúkdóma- og
fæöingarlæknar í New York segja
aö 15 prósent þeirra kvenna, sem
til þeirra leita séu komnar yfir
fertugt og eigi von á fyrsta barni.
— Sennilega er þetta ný þróun,
segir David James. — Þessar
konur lögðu áherzlu á þaö, aö
skipa sér sess i atvinnulifinu, gift-
ust siöan og langaöi til aö gegna
móöurhlutverkinu. Barnsburöur-
inn færir þeim nýjan lifskraft —
þaö hefurmikið aö segja aö veröa
móöir. Konurnar finna ekki aö
þær eru aö komast á breytinga-
aldurinn.
Þó er það ekki alveg vandalaust
aö eignast fyrsta barn eftir
fertugt.
Likurnar á þvi aö 35 ára gömul
kona eignist vangefiö barn,
mongólíta, eru einn á móti 200.
Þegar konan er oröin 37 ára hafa
likurnar aukizt 1 einn á móti
hundraö, hjá fertugri konu eru
þær orönar einn á móti 50 og hjá
44 ára gamalli konu eru þær einn
á móti 20.
A siöustu fimm árum hefur ver-
iö þróaö próf, sem segir til um
hvort nokkrir fæöingargallar
Starfsfólk
Vegna nýrrar framleíöslu viljum við ráða
fólk i saumaskap.
Upplýsingar milli kl. 2 og 5 mánudag og
þriðjudag i verksmiðjunni, Skúlagötu 26.
SPORTVER
Blaðamannastarf
Tveir blaðamenn óskast til starfa.
Upplýsingar gefur ritstjórinn eða fram-
kvæmdastjóri.
veröi á barninu, sem er i vænd-
um. Læknar ráöa konum yfir 35
ára til aö láta gera þessa prófun,
en þá fæst snemma á meögöngu-
timanum vitneskja um hvort
barniö veröi mongóliti. Móöirin
getur þá ýmist horft fram á á-
hyggjulausan meögöngutima,
eöa látiö eyöa fóstrinu eöa notaö
timann til aö undirbúa sig undir
þaö sem koma skal.
Nákvæmara eftirlit
Engin kvennanna, sem veriö
hafa undir eftirliti hjá David
James og Frederick Silverman,
hefureignaztmongólitaeöa þurft
aö fá fóstureyöingu. — Nú á dög-
um fá konur yfir fertugt nákvæm-
ara eftirlit fyrir fæöingu en áöur.
Þær fara oftar i prófanir. Ef þær
hafa einhver óþægindi, flýtum viö
okkur aö rannsaka þær. Þar af
leiöandi eiga þær mikla mögu-
leika á aö eignast heilbrigö börn
og veröa .sjálfar heilbrigöar
mæður.
Hvaö um sálarlega þætti máls-
ins? Getur kona, sem hefur i
fjörutiu ár eöa lengur veriö aö
móta sér lifshætti aðlagazt kröf-
um móöurhlutverksins.
EleanorRutstein sálfræöingur i
New York, sem sjálf eignaöist sitt
fyrsta barn seint, segir: — Full-
orðin móöir er á margan hátt ör-
uggari en ung móöir.
Ef hún ákveöur aö eignast
barn, er þaö vegna þess aö hún
þráir þaö heitt, hins vegar finnst
ungum mæörum stundum aö þær
eigi aö eignast barn vegna þess aö
umhverfiö ætlast til þess.
— Oft er einnig auöveldara fyr-
ir eldri mæöur, heldur Eleanor
Rutstein áfram,aö veröa næmar
gagnvart þörfum barnsins. Þetta
næmi fylgir oft þroska, þekkingu
og því að vera i sátt viö sjálfan
sig. Þess vegna eru eldri mæöur
oft þolinmóöari en yngri.
En hvaö um mæöurnar sjálfar?
Eru þær ánægöar meö aö hafa
beðið svona lengi eöa ekki? Af sex
mæörum, sem rætt var viö, voru
fimm enn önnum kafnar viö fyrri
störf. Þeim bar öllum saman um
aölíf eldri mæörahafi sina ókosti
— en miklu fremur fylgi þvl þó
gleöi og ánægja.
Mildred Pafundi Rosen og eig-
inmaöur hennar Hilton höföu ver-
iö I hjónabandi i átta ár áöur en
þau ákváöu aö eignast barn.
Mildred haföi veriö aöstoöarsak-
sóknari i New York riki og var i
borgarráöi New York. Hilton var
önnum kafinn lögfræöingur.
Þegar hún var komin i starf,
sem var reglubundnara — hún
starfar nú hjá vinnumálasam-
bandi New York rikis — vildi hún
eignastbarn. Þá varhún 41, en nú
er hún 46 ára og dóttirin Sharon
Robin 5 ára.
Walter, Michelog Micheline Raleigh. Michel, sem nú er 7 ára fæddist þegar móðir hans
var fertug. Faðir hans var þá þegar orðinn afi.