Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 33

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 33
Sunnudagur 22. ágúst 1976 TÍMINN 33 haldið honum með sin- um þreklitlu ungmeyj- arörmum, en ef til vill hennar vegna stillti há- setinn reiði sina og beygði sig þegjandi og fór að tina upp flösku- brotin á þilfarinu. Siðan gekk hann niður i birgðageymsluna að sækja aðra flösku. Berit hafði hljóðað upp, þegar hún hljóp fram og greip i hand- legginn á hásetanum. Hljóð hennar vakti karl- mennina. Þeir komu út á þilfarið hálfsofandi á náttfötunum. Mary, sem sjálf var mjög æst, sagði i flýti frá þvi, sem skeð hafði. Ofurstinn beið þess að hásetinn færi inn til sin, en hélt siðan stranga áminningar- ræðu yfir frú Alice. Hann sagði henni meðal annars, að það væri hiún ein, sem verðskuldaði hýðingu, og hann sagð- ist, sem gamall hermað- ur, skammast sin fyrir framkomu hennar. Alice svaraði fyrst fyrir sig og lét sig hvergi, og sagði, að blökkumaðurinn hefði unnið til refsingarinnar og sjálfsagt væri að koma fram með festu og stjórnsemi við þessa svertingja. En að lokum guggnaði hún og fór að gráta. Hún sagði, að loftslagið hefði æsandi áhrif á sig og hún .væri orðin þreytt á ferðalag- inu og langaði til að komast sem fyrst heim. Endirinn varð þvi sá, að ofurstinn varð sjálfur að fara að hugga hana, og þá lofaði frú Alice hátið- lega, að hún skyldi aldrei haga sér svona aftur. Með sjálfri sér hugs- aði Berit, að það myndi verða erfitt fyrir frú Alice að halda slikt lof- orð, Allt hennar eðli var i andstöðu við það. Þorpið Lado liggur við rætur fjallanna i Mið-Afriku og er um 450 metra yfir hafflötinn. Eftir það er landið mjög slétt meðfram Hvitu-Nil, og frá Lado alla leið norður til Khartum, lækkar landið aðeins um 86 metra, og er þó vegalengdin lik og frá Osló suður til Fen- eyja á ítaliu. Fljótið liggur hér i mörgum kvislum og fellur i gegnum feikna foræði, sem engri skepnu er fært. Egyptar kalla þessi foræði ,,sudd”, og það þýðir eiginlega tál- m a n i r . Þe s s i ,,sudd”-foræði eru eins konar fljótandi eyjar, sem hafa myndazt úr papirus-jurtinni og margs konar öðrum vatnajurtum. Sýnist þetta eins og land yfir að lita, en er þannig, að hvorki er hægt að komast i gegnum það eða eftir þvi. Um mörg þúsundár hindraði þetta siglingar um Hvitu-Nil, þvi að fljótabátar fyrri alda gátu engan veginn rutt sér braut i gegnum þessi foræði, þótt reynt væri að þræða kvisl- arnar, og gangandi voru þessi svæði viðast al- ófær. Það var ekki fyrr en i byrjun 20. aldar- innar, að Englendingum tókst að „skera” eða „sprengja” með mikilli fyrirhöfn eins konar skipaskurð eftir fljótinu, i gegnum þessi „sudd”-svæði. Eftir þessum skipa- skurði lá nú leiðin. Það var leiðinleg siglinga- leið. Meðfram skurð- inum eða kvislinni, sem siglt var eftir, uxu um 6 metra háar „papirus”jurtir og byrgðu alla útsýn. Árni hafði lesið um það i skólanum, að Fom-Egyptar notuðu þurrkuð blöð af þessari jurt eins og við notum pappir, en hann hafði svo aldrei hugsað frekar út i þetta. En nú fór hann að hugsa um, hvort það gæti verið rétt, að þeir hefðu notað blöð þessar- ar einkennilegu, stór- vöxnu jurtar. Þau likt- ust blöðum á burkna og blöktu þama hátt uppi á gildum stönglinum. Ofurstinn, sem var svo fróður um flesta hluti, sagði þannig frá: „Það er rétt athugað hjá þér, drengur minn. Það vom ekki blöðin, sem fommenn notuðu til pappirsgerðar, heldur stöngullinn. Þeir ristu hann að endilöngu, tóku úrhonum „merginn” og átu hann ýmist soðinn eða hráan. Þeir lögðu svo þessar lengjur hlið við hlið á stóra borðplötu og lögðu svo aðrar lengj- ur þvert yfir hinar. Sið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.