Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22 ágúst 1976 TÍMINN 7 HELCARSPJALL Ingi Tryggvason: Að byggja landið Engin byggð á Islandi liggur jafn fjarri alfaraleið og Grims- ey. Sigling þaðan til Siglufjarð- ar tekur um 4 tima með flóa- bátnum Drang og álika langt mun vera til Húsavikur. Flóa- báturinn fer tvær ferðir i mán- uði til Grimseyjar og oftar á sumrin, þegar ferðamanna- straumur er þangað. Aætlunar- flugferðir eru tvisvar i viku frá Akureyri og tekur flugið 25-30 minútur. Vissulega hefur flugið að verulegu leyti rofið einangr- un eyjarinnar. Þó fer þvi viðs fjarri, að flugið veiti það öryggi, sem þéttbýlisbúinn býr við i sambandi við ýmsa þá samfé- lagslegu þjónustu, sem sjálf- sögðust þykir. 1 Grimsey búa nú um 90 manns. A árinu 1974 var hafizt handa um byggingu ibúðarhúsa eftir 10-15 ára hlé. Alls eru nú 9 ibúðarhús i smiðum, sum nær fullgerð, önnur skemmra á veg komin. Erfiðleikum veldur að alla möl til steinsteypugerðar og vega- og flugvallagerðar verður að flytja úr landi. Verið er að Ijúka við að bera möl á flug- völlinn, sem oft hefur lokazt vegna aurbleytu vikum saman, og vegurinn um eyna er nú mal- borinn i fyrsta sinn. Láta mun nærri, að útflutn- ingsverðmæti sjávarafla frá Grimsey 1975 hafi numið 50-60 milljónum króna, aðallega þorskur og grásleppuhrogn. Bátar Grimseyinga eru smáir, þeir stærstu um 12 tonn og höfn- in leyfir enga stækkun skipa- stólsins. En skammt er á feng- sæl fiskimið, og unglingar læra fljótt þau verk, sem vinna þarf á sjó og i landi. Flestir eða allir Grimseyingar eiga sauðfé og hlunnindi eru af eggjatekju. Byggingar ibúðarhúsanna i Grimsey á undanförnum tveim- ur árum, eru talandi tákn um þá bjartsýni, sem vaknaði viða um íand á vinstristjórnarárunum og hefur vakað siðan, þrátt tyrir efnahagsörðugleika og sam- drátt á ýmsum sviðum fram- kvæmda. Fólkið i landinu hefur öðlazt nýja trú á framtiö hinna dreifðu byggða og unga fólkið vill setjast að og búa sér og sin- um lifsframfærslu á æskustöðv- um. Þessarar þróunar sér stað jafnt til sjávar og sveita, bæði i hinum minni og stærri sveitar- félögum. Rikisvaldið hefur við- urkennt réttmæti þessarar þró- unar t.d. með stofnun Byggða- sjóðs. En margt skortir þó á, að unga fólkið, sem nú býr sér heimili i Grimsey, á Þórshöfn eða Þingeyri njóti sambæri- legra kjara við það fólk, sem býr sér hús og heimili t.d. á Reykjavikursvæðinu. Þótt flest- um séu aðalþættir misræmisins augljósir, skal hér bent á nokk- ur atriði. Billinn hefur i dag tekið við hlutverki þarfasta þjónsins og öllum er ljóst, að hann er enn nauðsynlegra tæki i dreifbýli en þéttbýli. Rekstrarkostnaður bil- anna á hvern ekinn kilómetra fer að mestu eftir þeim vegum, sem bileigandinn hefur til af- nota. Mikil nauðsyn er, að sem fyrst megi takast að leggja var- anlegt slitlag á vegi á Islandi. Hitt er þó enn nauðsynlegra að sinna undirstöðuþörfum i vega- málum og leggja vetrarfæra vegi um landið. Reynslan hefur sýnt, að i flestum ef ekki öllum byggðarlögum er auðvelt að halda vegum opnum, ef þeir eru byggðir nokkuð upp fyrir um- hverfið. Þar sem ég þekki bezt til eru engin mál jafn almennt áhugaefni og umbætur á vega- kerfi. Þar beinist áhuginn fyrst og fremst að þvi að koma veg- unum upp úr snjónum. Bætt vegaþjónusta, fyrst upphækk- aðir vegir, siðar varanlegt slit- lag á vegina, er eitt helzta jafn- réttis- og framfaramál nútim- ans. Fátt mun nú valda meira fjárhagslegu og félagslegu mis- * ræmi i landinu en einmitt hinir misjöfnu vegir okkar. Þrátt fyr- ir miklar og myndarlegar fram- kvæmdir i vegamálum á undan- förnum árum þarf enn að herða róðurinn og koma öllum lands- mönnum i viðunandi vegasam- band þar sem þess er nokkur kostur. Annar þáttur, sem hefur mikil áhrif á afkomu manna, er hið misjafna orkuverð i landinu. Verðmismunur á orku til hús- hitunar og almennra heimilis- nota er gifurlegur. Vel kann að vera að mörgum finnist eðlilegt að menn njóti og gjaldi aðstöðu sinnar við orkukaup. Þeir, sem hafa jarðhita i nágrenni sinu, búa margir við mjög ódýra upp- hitun húsa. Að þvi hlýtur að koma, að upphitunarkostnaður i landinu verði jafnaður og inn- lend orka að mestu notuð til upphitunar. Rafmagn til heim- ilisþarfa er selt á mjög misjöfnu verði, og er fyllilega timabært að gera gangskör að þvi að jafna rafmagnsverðið. Þeir sem búa við hærra rafmagnsverð eru ekki fleiri en svo, að tiltölu- lega litil almenn hækkun raf- magnsverðsins gæti staðið und- ir útjöfnuninni. Eitt af þvi, serii flestir veita athygli, er hiö misjafna vöru- verð i landinu. Nær undantekn- ingarlaust mun það vera svo, að þeir sem flytja vörur frá höf- uðborgarsvæðinu til sölu út á landi verða að bæta flutnings- kostnaði við söluverðið, en þeir sem flytja vörur til höfuð- borgarinnar selja þær þar á sama verði og á framleiðslu- stað. Söluskatturinn, sem leggst ofan á smásöluverðið, eykur svo enn verðmismun og þyngir þar að auki skattbyrði dreifbýlis- búa. Erfitt er aö ætla sér að jafna allan flutningskostnað innanlands, eins og nú er þó gert með landbúnaðarvörur og bensin svo dæmi séu nefnd, en vel mætti hugsa sér, að jafna aðstöðu manna að nokkru með tilliti til vöruverðs með misjöfn- um skattfrádrætti. Fjölmörg dæmi mætti fleiri nefna um misjafna aðstöðu dreifbýlis og þéttbýlis, svo sem misdýra og góða simaþjónustu, misjafna aðstöðu til skóla- göngu, misjöfn skilyrði til að njóta hljóðvarps og sjónvarps og annarrar menningarstarf- semi o.s.frv. Þjóðfélagið þarf að vera vel á verði til þess að fólk eins og það, sem nú byggir nýju húsin sin i Grimsey, finni að það nýtur réttlætis, er ekki þar aðeins til að draga fisk i þjóðarbú, heldur er látið njóta almennra réttinda i þjóðfélag- inu eftir þvi sem framast er auðið. Fyrr eða siðar hljóta augu allra að opnast fyrir þvi, aö úr núverandi misrétti verður að bæta og það hlýtur að veröa gert. Hér hefur einkum verið dvalið við þau atriði, sem varða mis- munandi þjónustu samfélagsins við þegnana. Ef byggðajafn- vægi á að haldast, þarf einnig að auka fjölbreytni i atvinnu- háttum dreifbýlisins. Hin al - menna þjónustustarfsemi þarf að dreifast og iðnaður, sem vafalitið á eftir að verða lang- stærsti atvinnuvegur þjóðarinn- ar, þarf að byggjast upp viðs vegarum landið en má ekki ein- angrast við takmörkuð svæði. Gisli heitinn Guðmundsson var höfundur kenningarinnar um jafnvægi i byggð landsins. Nýju ibúðarhúsin i Grimsey eru ein- mitt sönnun þess, að unga fólkið i landinu tekur nú undir kenn- ingar Gisla, vill byggja landið allt. Með.skilningi og skynsam- legum stuðningi stjórnvalda mun það takast og þaö jafnvæg- isleysi i byggðaþróun, sem ein- kennt hefur siðustu áratugi, hverfur til almennra hagsbóta fyrir land og lýö. Þokuljós og kastljós samlokurnar dofna ekki með aldrinum Halogen-ljós fyrir J-perur - ótrúlega mikið Ijósmagn PERUR í ÚRVALI NOTIÐ PAÐBESTA HJiOSSI fi F Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa • r sionvarps- TÆKI Meö 20" og 24" skjá. Aratugsreynsla á íslenzkum markaði. Hagstætt verð. — Góð greiðslukjör. Fást víöa um land. FÁLKINN ® Suðurlandsbraut 8 Reykjavík • Sími 8-46-70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.