Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.08.1976, Blaðsíða 12
heföi ekki numiö hærri upphæö en svona 60 milljónum króna I gjald- eyri, sem er engin upphæö, ekki sizt i ljósi þess aö höftin stuöla aö fleiri svart/hvitum tækjum en eölilegt getur talizt. — Hvaö kosta litsjónvarpstæki og hverjir kaupa þau? — Litsjónvarpstæki kosta niina fráca. 160.000 krónum og upp i 300 þúsund krónur. Þetta fer eftir stærö skermis, aukabúnaöi, svo sem fjarstillibúnaöi og fl. — Kaupendur þessara tækja eru yfirleitt eldra fólkiö, sem meira horfir á sjónvarp. Unga fólkinu er sama um þetta, hefur meiriáhuga á ööru, hljómtækjum og feröalögum og fl. Eldra fólkiö situr meira heima og þaö vill kaupa sér litsjónvarp og njóta vandaöra sendinga. Margir myndu aö sjálfsögöu skipta yfir i lit þegar i staö ef þaö væri heim- ilt, þótt tæki þeirra (svart/hvit) séu i ágætu lagi og unga fólkiö hefur áhuga á aö kaupa notuö tæki á viöráöanlegu veröi. Þarna kemur þvi fram viss hindrun á eölilegri framþróun og endurnýj- un sjónvarpstækjanna i landinu. Ég held aö viö ættum aö gefa þennan innflutning frjálsan, þaö er eölilegast. — Þessar 60 milljónir i gjald- eyri, sem ég minntist á hér aö framan voru andviröi um 900 lit- sjónvarpstækja sem flutt höföu veriö til landsins og liggja nú á hafnarbakkanum. Leyfi hefur fengizt fyrir slatta af þessum tækjum, en önnur biöa afgreiöslu, aö leyfifáist til þess aö leysa þau út. Við eigum að loka innheimtu útvarpsins og spara 50 milljónir Starfsliöiö i Sólheimum. Myndin er tekin fyrir framan húsiö. Þaö er þýöingarmikiö aö geta veitt eigendum raftækja viöunandi þjónustu og i jafn stóru fyrirtæki og Radióbúöunum þarf fjölefli tækni- manua til þess að sinna þjónustu viö kaupendur. Islendingar eru i auknum mæli, aö fá áhuga á tónmenntum og ég held aö tónlistarneyzla hér á landi sé ekki mikil miöaö viö þaö sem hún er viöa erlendis. Hér telur unga fólkiö hljómtæki og tónlist viölika mikilvægt heimilinu og þvottavél, húsgögn eöa iskistur og f framkvæmdarööinni hjá þvl eru hljómtækin framar en margt annaö, sem hinir eldri myndu kjósa sér. Þaö er nú liöin meira en hálf öld siöan grammófónar hófu upp raust sína fyrir alvöru hér á landi, og siöan hefur þeim fjölgaö stööugt. Gæöi þessara hljómflutningstækja hafa lika aukizt alveg gifurlega og nú er unnt aö flytja vandaöar upptökur og koma þeim á framfæri á hvaöa heimili sem er. Hrifinn af Castro og Mao — Nú segist þú hafa stutt Sósialista. Er þaö ekki dálitiö andstætt þvi aö reka kaupmanns- verzlun? — Menn starfa innan þess kerfis sem er i gangi. A okkar dögum hefur pólitikin tekið mikl- um breytingum. Fyrst vinátta milli Rússa og Bandarikja- manna, siöan kalda striöiö, og svo loks þiöan. Þetta hefur áhrif á hinn almenna borgara. Nú á dögum er þetta oröið laus- ara I reipunum. Megingallinn á okkar kerfi eru flokksþrælarnir. Menn bindast ákveönum stjóm- málaflokkum og kjósa þá svo þar til yfir lýkur. Þaö sem kemur á endanum veröur liklega eitthvert millistig milli kommúnisma og — Há innflutningsgjöld eru aö sögn oft meginforsenda þess aö fóik fer aö reyna aö smygla inn hlutum. — Við förum hér dálltið aörar leiðir en tiökazt I öörum löndum. Hér er rikiö aöalokrarinn. Þeir leggja held ég 3000% á brennivin- ið og á sjónvörpin um 150-160%, og enn meira á bfla. — Teluröu aö einhverju sé smyglaö af tækjum til landsins? — Ég veit aö það hefur veriö gert, en láttu þaö ekki fljóta hér meö, þvi ég hefi engan tima til þess aö standa I neinu stappi út af fullyröingum. En þaöeru fyrst og fremstóhóflegir tollar, sem valda smygli, — og svo auövitaö inn- flutningshöft. Viöhöfum ýmislegt lært af öörum þjóöum, en mér er til efs, að hin gífurlega skatt- heimta af innflutningi þekkist I öörum löndum. Þjóöir hafa auö- vitaö tekjur af tollum, en kjósa aö dreifa tekjunum á fleiri einingar og leggja þannig kapp á aö lækka vöruverðiö. Hljómtæki þögn og hávaði — En svo vikiö sé aö hljómtækj- um, eru þau aðeins tizkufyrir- bæri? — Þaö held ég ekki. Viö grein- um aöeinsný kynslóöaskipti i tón- listinni. Viö þessir eldri erum fyr- ir þögnina, en unga fólkiö vill há- vaða, vill rythma og tónlist. Eldra fólkið hefur þó lika mik- inn áhuga á tónlist og þá oft klassiskri, en unga fólkið drekkur I sig sina eigin tónlist, popp og beat. — Er hægt aö breyta svart/hvitum tækjum I litsjón- varpstæki? — Nei þaö er ekkihægt. Litsjón- varpið er eiginlega þrjútæki, sér fyrir hvern frumlit. Þaö er þvi óhugsandi ab unnt sé aö breyta tækjunum. — Eitthvert blað var meö þaö sem aprilgabb aö nú væri komiö á markaöinn ódýrt viöbótartæki, sem geröi venjulegt sjónvarp aö litasjónvarpi og viö höföum ekki undan aö svara fyrirspurnum fyrstu vikurnar á eftir. — Hver eru viöhorf þin til yfir- valda þeirra er fara meö sjón- varpsmál hér? — Sem almennur borgari þá dreg ég i efa, aö innheimtukerfi okkar sé réttskipulagt. Viö eigum aö hætta þessu innheimtukerfi, sem viö búum viö núna og bæta aðeins útvarps- sjónvarps- gjöldunum t.d. viö útsvariö, meö þvi móti getum viö sparað rikis- útvarpinu rándýra innheimtu- skrifstofu sem kostar þaö um 50 milljónir króna á ári. Siðan getur hverátteins mörg sjónvörpog út- vörp og hann kærir sig um. — Ef við tökum sjónvarpstækin sérstaklega, þá eru 75% tollar af þeim og 18% innheimtugjald. Þá kemur 20% söluskattur og viö bætist svo veltuskatturinn. Rikis- sjóöur hefur þvi ómældar tekjur af þessum innflutningi. — En yröi þetta frelsi ekki til þess aö auka smygl á tækjum? Tæknimaöur viö vinnu. Hijómtækjasala krefst sérþekkingar. Sölumennirnir veröa aö vita meira en kúnninn, en þaö er siður en svo auðvelt, þvi mikiö er af „sér- fræðingum" meðal unga fólksins. Hér er Halldór Laxdal yngri aö sýna ungri stúiku hljómtæki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.