Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 2
2 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Einar Oddur Kristj-
ánsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og varaformaður fjár-
laganefndar segist vona að úr
einkaneyslu landsmanna dragi
á næsta ári og tekjur ríkissjóðs
minnki af þeim sökum. „Ég
vona það innilega vegna þess
að skuldasöfnun einstaklinga á
þessu ári er skelfileg og hefn-
ir sín grimmilega,“ segir Einar
Oddur.
Samkvæmt áliti meirihluta
fjárlaganefndar verður afgang-
ur ríkissjóðs um 19 milljarðar
króna á næsta ári. Í annarri
umræðu um fjárlagafrumvarp-
ið á Alþingi í gær kom fram
í máli Einars Odds að hann
teldi líklegt að þessi afgang-
ur yrði í raun mun minni. „Ég
vona að þetta verði svo. Ég vona
að gengið láti undan. Ég vona að
það dragi úr kaupum á erlendum
varningi og einkaneyslan minn-
ki. Það verður að gerast á næsta
ári vegna þess að ég tel að fram-
leiðsluatvinnuvegirnir hafi ekki
meira þanþol. Ég vona sem sagt
að gengið láti undan og kaup-
mátturinn rýrni og þar með að
tekjur ríkissjóðs minnki.“
Einar Oddur telur að ríkis-
sjóður hafi vel efni á því að sjá
af umtalsverðum tekjum. „Þetta
eru óeðlilegar tekjur sem ríkis-
sjóður hefur í dag sem við sjáum
í þessum mikla viðskiptahalla.
Það er því óeðlilegt að ríkis-
sjóður sé að hafa svona miklar
tekjur og ég vona að þær hverfi
því við höfum ekkert með þær
að gera.“
Einar Oddur sagði það viðvar-
andi veikleika Íslendinga að láta
undan launakröfum og kallaði
það lausung í efnahagslífinu.
Einar Oddur gagnrýndi sér-
stakar heimildir stjórnvalda
til fjárútláta og nefndi sérstak-
lega heimild ríkisins til að fjár-
magna tónleikahöll í Reykjavík.
„Þátttaka ríkisins á að vera
að minnsta kosti 6 milljarðar
króna. Ef ríkið á að taka þátt í
kostnaði við að reisa þessa tón-
listarhöll þá verður að leggja
það fyrir þingið. Ég hef ástæðu
til að ætla að menn séu að átta
sig á að svona lausung gengur
ekki. Það þarf að láta reyna á
það hvort þingið sé sammála
svona útgjöldum.“
johannh@frettabladid.is
��������������������
������������������
��������������������������������
�������������������������
����������������
���������������
������������
��������������������
��� ����������������
������������
�������������������
����������
DÓMSMÁL Framkvæmdastjóri
nektardansstaðar í Reykjavík
hefur verið dæmdur til að borga
180.000 krónur í sekt fyrir að
brjóta lög um atvinnuréttindi
útlendinga.
Mál var höfðað á hendur
honum vegna þriggja 24 ára
gamalla tékkneskra nektardans-
meyja sem komu til landsins í
byrjun apríl og ætluðu að starfa
hér fram í maí.
Framkvæmdastjórinn sagðist
hafa staðið í þeirri trú að konurn-
ar mættu starfa hér í þrjá mán-
uði án atvinnuleyfis, en hann
tilkynnti um komu þeirra til
Hagstofunnar.
Dómurinn taldi manninn hafa
brotið af sér af gáleysi, en honum
hafi borið að afla atvinnuleyfis
fyrir dansarana.
Greiði maðurinn ekki sektina
innan mánaðar bíður hans hálfs-
mánaðar fangelsi. Þá þarf hann
að greiða sakarkostnað upp á
198.929 krónur. - óká
Nektardansstaður í Reykjavík:
Sótti ekki um
atvinnuleyfi
BAGDAD, AP Þrjátíu manns biðu
bana þegar bíl hlöðnum sprengi-
efni var ekið að sjúkrahúsi í
bænum Mahmoudiya og hann svo
sprengdur í loft upp.
Talið er að árásarmaðurinn
hafi ætlað að drepa bandaríska
hermenn sem voru að heimsækja
börn á spítalann með leikföng í
farteskinu. Honum tókst þó ekki
að aka bifreið sinni lengra en að
öryggishliði sjúkrahússins þar
sem hann svo kveikti á vítisvél-
inni. Á meðal þeirra þrjátíu sem
biðu bana voru þrjár konur og tvö
börn. 35 slösuðust, þar á meðal
nokkrir hermenn.
Þá létust ellefu manns í bænum
Hillah þegar bílsprengjuárás var
gerð á hóp fólks sem var að kaupa
sér svaladrykki af götusala síð-
degis.
Latih Kubba, talsmaður rík-
isstjórnarinnar, sagði á blaða-
mannafundi í gær að búast mætti
við að uppreisnarmenn myndu
færast í aukana á næstu vikum
til að spilla fyrir kosningunum
15. desember næstkomandi. Sú
kenning virðist eiga við rök að
styðjast því í fyrradag réðust
menn íklæddir herklæðum inn á
heimili Khadim Sarhid al-Hemai-
yem, stjórnmálamanns úr röðum
súnnía, og skutu hann og þrjá syni
hans og tengdason til bana. - shg
LÍK Á BÖRUM Þrjátíu létust í árás á sjúkrahús í Mahmoudiya í gær en innandyra voru
bandarískir hermenn að útbýta leikföngum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Á fimmta tug fórust í tveimur sjálfsmorðsárásum í Írak í gær:
Öflug sprenging við sjúkrahús
BAUGSMÁL Sigurður Tómas
Magnússon, sérstakur ríkissak-
sóknari í Baugsmálinu, kærði
í gær til Hæstaréttar þann
úrskurð Héraðsdóms Reykja-
víkur að honum sé ekki heimilt
að fjalla um þá átta ákæruliði
sem enn eru fyrir dómstólum.
Sigurður Tómas kveðst gera
þá kröfu að úrskurðurinn verði
felldur úr gildi og viðurkennt
verði almennt og sérstakt hæfi
hans til saksóknar í málinu.
Sigurður Tómas æskir þess
einnig að Hæstiréttur dæmi
um það hvort Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra hafi verið
hæfur til þess að setja hann
sérstakan saksóknara til að
fjalla um umrædda ákæruliði.
Ekki reyndi á það atriði þegar
úrskurður féll í Héraðsdómi
Reykjavíkur síðastliðinn þriðju-
dag um að Sigurður Tómas væri
ekki bær til þess að fjalla um
málið.
Settur saksóknari og verj-
endur sakborninga í Baugsmál-
inu hafa frest til þess að skila
greinargerðum vegna kærunn-
ar til klukkan 16 í dag. - jh
Saksóknari í Baugsmálinu kærir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar:
Vill dóm um hæfi Björns
SIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON SETTUR SAKSÓKNARI Hann vill einnig fá úrskurð Hæsta-
réttar um hæfi dómsmálaráðherra til að skipa sig sérstakan saksóknara.
SPURNING DAGSINS
Guðmundur, verður ykkur
nokkur skotaskuld úr tenging-
unni?
„Nei, okkur verður ekki skotaskuld úr
henni, en Skotarnir skulda okkur.“
Guðmundur Gunnarsson er framkvæmda-
stjóri Farice. Skoskur gröfumaður sleit
strenginn í sundur við Inverness í fyrradag.
������ ��������� ���� ������
��������� �� ���������� ������ ��
������������������������������
������������������������������
���� ������ ������ ������ �����
�����������������������������
�������� ���� ��������� �������
��� ������� ��� ������� ������ ����
���� ����� �������� �������� ���
���������������������� �����
������������������������������
��� ��� ������ ����������� ������
������� �������������� ��� ����
����������������������������������
�������� ��� ���������� ���� ����
���������������������������������
������������������������������
�� ����� ��������� �����������
����� ������ �������������� �����
������������������ ����� ����
��������
���������
Óskar þess innilega að
tekjur ríkissjóðs minnki
Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir miklar tekjur ríkissjóðs byggjast á einka-
neyslu og kveðst vona innilega að úr þeim dragi og afgangur ríkissjóðs rýrni. Hann vill einnig lægra gengi
krónunnar. Sérstakar heimildir ríkisstjórnarinnar til milljarða fjárútláta kallar Einar Oddur lausung.
Þingmenn Samfylkingarinnar í minni-
hluta fjárlaganefndar leggja til að tekjuaf-
gangur ríkissjóðs verði tæpir 24 milljarð-
ar króna í stað tæplega 20 milljarða eins
og meirihluti nefndarinnar leggur til.
Þeir leggja til að svigrúm það sem
ríkisstjórnin telur til skattalækkana
verði notað til að lækka matarskatt og
hækka persónuafslátt. Þá leggja nefnd-
armennirnir fram tillögur um sparnað
í ríkisrekstri og breyttar áherslur. Þær
fela meðal annars í sér aukin framlög
til mennta-, velferðar- og byggðamála
eða sem nemur 3,5 milljörðum króna.
Fulltrúar vinstri grænna í fjárlaga-
nefnd segja væntingar ríkisstjórnarinnar
vera í takmörkuðum takti við raunveru-
leikann. Ruðningsáhrif stóriðjustefn-
unnar væru mikil og skattastefnan
þjónaði fremur hátekjufólki en hinum
sem minna hafa. Í máli Jóns Bjarna-
sonar, þingmanns vinstri grænna kom
fram að á viðurkenndan mælikvarða
hefði misskipting aukist um þriðjung
frá árinu 1995.
Stjórnarandstæðinar gagnrýndu
harðlega fjarveru fimm ráðherra í upp-
hafi annarrar umræðu um fjárlaga-
frumvarpið í gær. Þeir beindu spjótum
sérstaklega að Þorgerði Katrínu Gunn-
arsdóttur menntamálaráðherra sem
stödd er í opinberum erindagjörðum í
Senegal og kemur aftur til til starfa 5.
desember næstkomandi.
Umræður um fjárlagafrumvarpið
stóðu langt fram á kvöld.
STJÓRNARANDSTÆÐINGAR DEILA Á FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ:
Aukin misskipting á 10 árum
EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON
„Það er því óeðlilegt að ríkissjóður
sé að hafa svona miklar tekjur og
ég vona að þær hverfi því við höfum
ekkert með þær að gera.“