Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 6
6 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
ARFTAKI
HARRY POTTER?
„Hrein skemmtun, stanslaust fjör.“
– The Times
Spielberg kvikmyndar ÍSLENSK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
V
ER
3
03
72
1
1/
20
05
KJÖRKASSINN
Á að kaupa tæki fyrir tollgæsl-
una til að gegnumlýsa gáma til
að sporna gegn fíkniefnasmygli?
Já 89%
Nei 11%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ríkir trúfélagafrelsi á Íslandi?
SAMGÖNGUR Nýtt íslenskt skipafélag
er í burðarliðnum og hyggur félag-
ið á reglulega fragtflutninga á milli
Eyjafjarðar og Evrópu snemma á
næsta ári. Viðræður við væntanlega
fjárfesta standa yfir en Magnús Þór
Ásgeirsson, framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
segir fjármögnun langt komna.
„Þar sem eigendahópurinn er
ekki fullmótaður er of snemmt að
gefa upp hverjir eigendurnir eru
en þó get ég sagt að þeir verða bæði
norskir og íslenskir. Skipafélagið
verður skráð á Íslandi og með höf-
uðstöðvar á Akureyri en hugsanlegt
er að afgreiðslustaðir verði einnig á
öðrum þéttbýlisstöðum á Eyjafjarð-
arsvæðinu,“ segir Magnús.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarð-
ar hefur á yfirstandandi ári skoðað
leiðir til að lækka flutningskostnað
fyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu
og auka þar með samkeppnishæfni
þeirra. Niðurstaða atvinnuþróun-
arfélagsins er að vænlegast sé að
koma upp beinum flutningum á
milli Norðurlands og helstu mark-
aða í Evrópu, en Magnús segir að
um 20 prósent af öllum útflutningi
Íslendinga komi frá Eyjafjarðar-
svæðinu.
„Með tilkomu skipafélagsins
geta fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæð-
inu, sem standa í inn- og útflutningi,
lækkað flutningskostnað sinn veru-
lega því ekki verður nauðsynlegt
að aka vörum í stórum stíl á milli
höfuðborgarsvæðisins og Norður-
lands,“ segir Magnús.
Til að halda stofnkostnaði niðri
er gert ráð fyrir að skipafélagið
taki á leigu fimm til sex þúsund
tonna gámaflutningaskip sem flutt
geti á bilinu fjögur til fimmhundruð
gáma í senn. „Til að tryggja lág
flutningsgjöld verður kostnaði og
yfirbyggingu félagsins haldið í
lágmarki en þess þó gætt að félag-
ið hafi fjárhagslega burði til að
halda úti skiparekstri með litlum
tekjum fyrstu árin. Áfangastað-
ir félagsins erlendis verða vænt-
anlega í Bretlandi, Danmörku og
Hollandi og til að byrja með verður
siglt tvisvar í mánuði á milli allra
áfangastaðanna,“ segir Magnús.
kk@frettabladid.is
Nýtt skipafélag
stofnað á Akureyri
Íslenskir og norskir fjárfestar hyggjast koma á fót skipafélagi sem sigla mun
með vörur á milli Eyjafjarðar og Evrópu. Fjármögnun er langt komin en með
tilkomu skipafélagsins getur flutningskostnaður eyfirskra fyrirtækja lækkað.
HAFNARSVÆÐIÐ Á AKUREYRI Aðstaða hins nýja skipafélags verður að öllum líkindum á Oddeyrartanga og hafa átt sér stað viðræður þess
efnis á milli hafnaryfirvalda á Akureyri og forsvarsmanna nýja skipafélagsins.
MAGNÚS ÁSGEIRSSON Framkvæmdastjóri
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir við-
ræður hafnar við væntanlega viðskiptavini
nýja skipafélagsins.
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur hefur vísað frá máli sem
Læknafélag Íslands höfðaði fyrir
hönd lækna í starfsnámi um rétt
þeirra til til hvíldartíma sam-
kvæmt kjarasamningi fjármála-
ráðherra og Læknafélagsins.
Málið var höfðað á hendur Land-
spítala - háskólasjúkrahúsi, sem
krafðist þess á móti að málinu yrði
vísað frá. Úrskurðurinn tekur ein-
ungis til frávísunarkröfunnar.
Í dómsúrskurði héraðsdóms
segir meðal annars að málatil-
búnaður að hálfu Læknafélags-
ins sé óljós í stefnu að því leyti
að þar sé fjallað bæði um frítöku-
rétt samkvæmt kjarasamningi
og hvíldarrétt samkvæmt lögum.
Fléttist umfjöllun um þessi atriði
saman með óskýrum hætti. Þá
séu tilvitnaðar fundargerðir
samstarfsnefndar Landspítala
- háskólasjúkrahúss og Læknafé-
lags Íslands ekki skýrar að þessu
leyti, þar sem hugtökunum frí-
tökurétti og hvíldarrétti virðist
blandað saman.
Í úrskurðinum er ekki kveðið
á um hvort unglæknar í Félagi
ungra lækna eigi inni hvíldartíma
hjá Landspítala - háskólasjúkra-
húsi á grundvelli gildandi laga,
enda endurspegli kröfugerð og
málsástæður Læknafélagsins á
engan hátt slíkan ágreining. Ekki
virðist vera ágreiningur með
Landspítala og Læknafélaginu um
að viðkomandi lagaákvæði taki til
unglækna eða þeirra félagsmanna
Læknafélagsins sem tilgreindir
séu í kröfugerð Læknafélagsins.
Málinu var vísað frá, sem fyrr
segir, og Læknafélagi Íslands gert
að greiða Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss 150 þúsund krónur í
málskostnað. - jss
Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Læknafélagsins og Landspítalans:
Máli unglækna vísað frá
UNGLÆKNAR Tveir unglæknar við vinnu
sína á slysadeild - bráðamóttöku Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi.
VÍSINDI Frumkvöðull á sviði klón-
unar og stofnfrumurannsókna
hefur sagt af sér embætti eftir
að upp komst að hann hefði notað
eggfrumur starfsmanna sinna við
tilraunirnar.
Prófessor Hwang Woo-suk, frá
Suður-Kóreu, öðlaðist heimsfrægð
á sínum tíma fyrir að takast fyrst-
um manna að klóna fósturvísa og
stofnfrumur úr mönnum. Talið var
að gæði klónunarinnar væru slík að
á grundvelli tækninnar sem hann
þróaði væri hægt að framleiða
stofnfrumur til ígræðslu í fólk sem
þjáist af sjúkdómum á borð við syk-
ursýki og parkinsonsveiki.
Um nokkra hríð hefur grunur
leikið á að Woo-suk hafi fengið
eggfrumur frá kvenkyns undir-
mönnum sínum á rannsóknarstof-
unni en slíkt þykir brjóta í bága
við skráðar jafnt sem óskráðar
siðareglur þar sem talsverð-
ar líkur eru á að undirsátunum
finnist þeir vera undir þrýstingi
að gefa eggin. Í gær viðurkenndi
hann að þannig hefði verið í pott-
inn búið en bætti þó við að á þeim
tíma sem tilraunirnar fóru fram
hefði hann ekki vitað hvaðan eggin
væru komin. Auk þess að biðjast
afsökunar sæi hann sig knúinn til
að segja af sér öllum opinberum
embættum, þar á meðal forstöðu
Alþjóðlegu stofnfrumurannsókna-
stöðvarinnar sem hann stofnaði
fyrr í mánuðinum.
- shg
Suður-kóreskur vísindamaður sem fyrstum tókst að klóna fósturvísa úr mönnum:
Notaði egg starfsmannanna
BEÐIST AFSÖKUNAR Dr. Hwang Woo-suk
kvaðst harma að hafa ekki leyst frá skjóð-
unni fyrr en nú. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Hæstréttur mildaði
í gær tveggja ára fangelsis-
dóm héraðsdóms yfir Herði Má
Lútherssyni um tvo mánuði.
Hann skal sæta fangelsi í 22
mánuði fyrir brot sín, en það eru
áfengis- og fíkniefnabrot, ýmis
umferðarlagabrot ásamt brotum
á vopnalögum.
Við húsleit hjá Herði fannst
svokölluð litkúlubyssa, en Hörður
hefur ekki skotvopnaleyfi. Hörð-
ur bar við að byssan væri ónýt.
Hann hafði ítrekað verið góm-
aður með fíkniefni og oftsinnis
ekið réttindalaus undir áhrifum
slíkra efna.
- saj
Hæstiréttur mildar dóm:
Dæmdur í 22
mánaða fangelsi