Fréttablaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 10
10 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR
FJÖLMIÐLAR „Við erum núna að
skoða möguleikann á því að fara
með öll tölublöðin í morgundreif-
ingu,“ segir Karl Garðarsson, rit-
stjóri Blaðsins.
Samkvæmt nýrri könnun IMG
Gallup á lestri
dagblaða nna
blasir við að
m e ð a l le s t u r
Blaðsins er
kominn tals-
vert niður
fyrir mældan
lestur þegar
Blaðið var nýtt
á markaði eða
úr 35 prósenta
m e ð a l l e s t r i
l a nd s m a n n a
undir fimm-
tugu og niður
í 29 prósenta
lestur hjá
sama hópi.
Í millitíðinni náði Blaðið 37
prósenta lestri og fellur því um
átta prósentustig frá því í síðustu
könnun, eða um rúm tuttugu pró-
sent. „Fyrsta lestrarkönnunin var
gerð þegar Blaðið hafði verið á
markaði í um þrjár vikur. Það var
ákveðin spenna þá eins og oft er
þegar eitthvað er nýtt,“ segir Karl.
Karl bendir á áberandi mikinn
lestur á laugardagsútgáfu Blaðsins
og telur að skýringin sé að laugar-
dagsblaðinu er dreift á morgnana.
„Laugardagsblað Morgunblaðsins
hefur 48 prósenta lestur á höfuð-
borgarsvæðinu og Blaðið nær þar
46 prósentum þannig að þar munar
ekki miklu,“ segir Karl.
Hann er ekki fús til þess að
upplýsa nánar um hvernig hann
hyggst koma blaðinu öllu í svo-
kallaða morgundreifingu en ljóst
má telja að erfitt gæti reynst að
nýta þjónustu Íslandspósts til
þeirra verka. „Þetta er hlutur
sem við erum ennþá að skoða og
höfum verið að fara yfir á undan-
förnum mánuðum,“ segir Karl.
Blaðinu er dreift ókeypis í um 80
þúsund eintökum.
Til samanburðar við þessa
útkomu Blaðsins má benda á að
þegar Fréttablaðið hafði verið í
dreifingu í svipaðan tíma í októ-
ber 2001, mældist meðallestur
þess vera 54 prósent.
Í sömu könnun mælist lestur
Fréttablaðsins vera 71 prósent
meðal allra landsmanna og hefur
þar dvínað um eitt prósentustig
frá könnun sem gerð var á svip-
uðum tíma í fyrra. Heildarlestur
Morgunblaðsins dregst saman um
þrjú prósentustig á sama tímabili
og situr nú í 51 prósenti þegar litið
er til allra aldurshópa.
saj@frettablaðið.is
67,6%
46,1%
M
O
R
G
U
N
B
LA
Ð
IÐ
51%
16,7%
32,2%
17,9%
D
V
27,4%
B
LA
Ð
IÐ
64,1%
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
40,4%
28%
M
A
R
K
A
Ð
U
R
IN
N
41,9%
23,2%
TÍ
M
A
R
IT
M
B
L 29,6%
40,4%
34,1%
M
YN
D
B
Ö
N
D
M
Á
N
A
Ð
A
R
IN
S
40,1%
D
A
G
SK
R
Á
IN
52,6%
B
IR
TA
46,8%
27,7%
VI
Ð
SK
IP
TA
B
LA
Ð
M
B
L
93,5%
SJ
Ó
N
VA
R
P
IÐ
76,3%
ST
Ö
Ð
2
74,5%
92,2%
68,3%
71,9%
SK
JÁ
R
1
27,9%
SI
R
K
U
S 15%13,9%
ST
Ö
Ð
2
B
ÍÓ
15,1%
25,5%
ST
Ö
Ð
2
+
edda.is
Ný ljóðabók
frá Þórarni Eldjárn
Ný og fjölbreytileg
ljóðabók eftir eitt
vinsælasta skáld
þjóðarinnar,
Þórarin Eldjárn.
Hagmælisgrey um ljóðið
Víst er það löngu ljóst og bert
að ljóðið ratar til sinna.
Samt finnst mér ekki einskisvert
að ýta því líka til hinna.
„Annars er bókin hans Þórarins sérlega fín.
Þarna eru bæði rímuð kvæði og órímuð,
alvörugefin, glettin, smáskrítin og djúpvitur
- vald Þórarins á málinu er einstakt.“
Egill Helgason, Silfur Egils, visir.is
LÍFEYRISMÁL Lífeyrisþegar bera
sjálfir ábyrgð á því að Trygginga-
stofnun hafi réttar forsendur til
útreiknings bóta á hverjum tíma.
Þetta kemur fram í greinargerð sem
TR hefur sent frá sér vegna þeirrar
umræðu sem uppi hefur verið að
undanförnu um ofgreiðslur og van-
greiðslur bóta til lífeyrisþega.
Fréttablaðið greindi frá því
í gær að rúmlega eitt hundrað
manna skuldi TR milljón eða meira
hver, vegna ofgreiddra bóta sem
þeir hafa fengið, langflestir þessa
hóps eru öryrkjar. Þessar greiðsl-
ur eru afturkræfar leggi viðkom-
andi fram gögn um að stuðst hafi
verið við rangar tekjuupplýsingar.
Í greinargerðinni er undirstrikað
að til að auka líkur á því að réttar
bótafjárhæðir séu greiddar er sú
skylda lögð á herðar lífeyrisþegum
að veita Tryggingastofnun allar
nauðsynlegar upplýsingar til að hún
geti tekið ákvörðun um bótarétt og
bótafjárhæðir, svo og um allar
breytingar sem verða á yfirstand-
andi ári. Í því skyni að lágmarka
ofgreiðslur eru gildandi tekjuáætl-
anir sendar með mánaðarlegum
greiðsluseðlum til lífeyrisþega.
Í almannatryggingalögum er
mælt fyrir um að Tryggingastofn-
un skuli áætla tekjur lífeyrisþega
fyrir hvert almanaksár. Tekjuá-
ætlun Tryggingastofnunar byggir
á nýjustu tiltæku tekjuupplýsing-
um. Stofnunin sendir lífeyrisþeg-
um tekjuáætlunina og gefur þeim
kost á að gera athugasemdir við
hana. Á grundvelli áætlunarinnar
og breytinga frá lífeyrisþegum eru
bætur reiknaðar út fyrirfram fyrir
viðkomandi ár. TR undirstrikar að
afar mikilvægt sé að lífeyrisþegar
láti stofnunina vita ef breyting-
ar verða á fjárhagslegum högum
þeirra, þannig að ekki verði um
ofgreiðslur eða vangreiðslur til
þeirra að ræða.
- jss
Áminning Tryggingastofnunar vegna of- eða vangreiðslna tekjutengdra bóta:
Lífeyrisþegar bera ábyrgðina
LÍFEYRISÞEGAR Geta ráðið öllu um hvort
þeir fá þær bætur sem þeim ber með því
að veita Tryggingastofnun réttar upplýsing-
ar um breytingar á fjárhag.
JÓLAMARKAÐUR Jólamarkaðurinn í
Stuttgart, sem á sér aldalanga hefð, var
opnaður í gær. Hér skreytir Jörg Kumfert
söluskálann sinn í sönnum jólaanda.
MYND/AP
GÓÐGERÐARMÁL Jólasveinaþjónusta
Skyrgáms afhenti nýlega Hjálpar-
starfi kirkjunnar tæpa hálfa milljón
til aðstoðar börnum í Úganda sem
misst hafa báða foreldra sína úr
alnæmi.
Jólasveinaþjónusta Skyrgáms
hefur verið starfrækt í sjö ár og
hefur Hjálparstarf kirkjunnar
notið góðs af starfsemi hennar. - sk
Jólasveinaþjónusta Skyrgáms:
Börn í Úganda
fá aðstoð
September
Október
DAGBLÖÐ
Lestur Blaðsins dregst saman
um tuttugu prósent
Ný könnun á vegum IMG Gallup leiðir í ljós að lestur Blaðsins hefur minnkað um rúm tuttugu prósent frá
því í síðustu könnun. Ritstjóri Blaðsins telur sóknartækifærin liggja í því að dreifa blaðinu á morgnana.
KARL GARÐARSSON
RITSTJÓRI BLAÐSINS
Karl segir að hug-
myndir um að koma
Blaðinu í morgun-
dreifingu séu í mótun
en vill ekki útskýra
þær nánar.
VIÐSKIPTI Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra hefur skipað ell-
efu manna nefnd til að fjalla um
forsendur alþjóðlegrar fjármála-
starfsemi á Íslandi og samkeppn-
ishæfni landsins á því sviði.
Í nefndinni eru: Sigurður Ein-
arsson, stjórnarformaður KB
banka sem er formaður nefnd-
arinnar, Bolli Þór Bollason ráðu-
neytisstjóri, Baldur Guðlaugsson
ráðuneytisstjóri, Pálmi Haralds-
son framkvæmdastjóri, Ásdís
Halla Bragadóttir, forstjóri
BYKO, Jón Sigurðsson seðla-
bankastjóri, Haukur Hafsteinsson
framkvæmdastjóri LSR, Hulda
Dóra Styrmisdóttir ráðgjafi,
Guðjón Rúnarsson framkvæmda-
stjóri, Halldór B. Þorbergsson
hagfræðingur og Katrín Ólafs-
dóttir aðjúnkt. Gert er ráð fyrir að
nefndin ljúki störfum næsta vor.
Fjármálastarfsemi á Íslandi:
Nefnd skipuð
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP
Apríl
Október
September
Október
MEÐALLESTUR TÍMARITA
SJÓNVARP
Uppsafnað áhorf fyrir vikuna
MEÐALLESTUR DAGBLAÐA
DAGBLÖÐIN Ný könnun IMG Gallup leiðir í ljós að lestur Blaðsins er minni nú en hann var
þegar blaðið hóf göngu sína. Forráðamenn hyggja á breytingar í dreifingu til þess að styrkja
stöðu Blaðsins.