Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 18

Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 18
18 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Afmælistilboð stærstu fiskbúða landsins Fiskbúðin Hafberg er 10ára - Fiskbúðin Vör er 17 ára LAXAVEISLA Í DAG Laxaflök...........aðeins.. 790,-kr.kg Laxasneiðar......aðeins.. 590,-kr.kg Lax í heilu.........aðeins..490,-kr.kg komdu og gerðu góð kaup í tilefni afmæli okkar!!!! Þú mátt ekki missa af þessu tilboði. Eigum til fullt af humri, stórum sem smáum, ásamt hinum landsfrægu risarækjum. NEYTENDAMÁL Jón Bjarnason, þing- maður vinstri grænna, spurði viðskiptaráðherra á Alþingi í gær, hvort til álita kæmi að setja þjónustukvaðir á fyrirtæki með almannaskyldur eða ráðandi markaðshlutdeild þar sem til dæmis yrði kveðið á um hámarks- biðtíma eftir svörun í þjónustu- síma. „Hvatinn að þessari fyrirspurn er persónulegs eðlis. Ég þurfti nauðsynlega að ná í þjónustusíma Símans 800 7000 og eftir að hafa beðið á línunni í einar 15 mínútur kom svarið að ég væri númer 30 á biðlista.“ Jón sagði að nákvæm- lega sama sagan hefði endurtekið sig síðar sama dag. Spyrja mætti ráðherra neytendamála hvort þetta væru eðlilegir viðskipta- hættir. Valgerður Sverrisdóttir, ráð- herra neytendamála, sagði að hið einfalda og stutta svar væri nei. „Hvorki hafa verið settar né kemur til álita að setja slík- ar kvaðir á þjónustuaðila með almannaskyldur eða ráðandi markaðshlutdeild þar sem kveðið yrði á um hámarksbiðtíma.“ Val- gerður taldi að neytendur hlytu að beina viðskiptum sínum annað fengju þeir ekki fullnægjandi þjónustu. „Markaðurinn sér um þetta sjálfur.“ Valgerður bætti við að í sam- keppnisrétti væri ekki bannað að vera markaðsráðandi en ekki mætti misnota þá aðstöðu. - jh SÍMINN Engar kvaðir settar á Símann segir ráðherra neytendamála. Beið í fimmtán mínútur í síma og var þá sagt að hann væri númer 30 í röðinni: Spurt um þjónustu Símans SUNNANMENN Í NORÐRINU Kóreumara- þonið var haldið í Pjongjang í Norður- Kóreu í vikunni. 150 suður-kóreskir hlaup- arar brugðu sér yfir landamærin og tóku þátt. Fyrst gáfu þeir sér þó tíma til að skoða helstu kennileiti höfuðborgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HJÁLPARSTARF Fangelsismálastofn- un og ABC Barnahjálp hafa hrundið af stað tilraunaverkefni fyrir kom- andi jól sem felst í því að fangar í Hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg og í fangelsinu á Akureyri pakka inn jólakortum. Fangavörður í Hegningarhúsinu segir að fang- arnir taki vel í verkefnið. Kortin verða til sölu um allt land og mun ágóðinn af sölunni renna til hjálp- arstarfs í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og Filippseyjum. - sk Jólastemning í fangelsum: Fangar nota tímann vel HEGNINGARHÚSIÐ VIÐ SKÓLAVÖRÐUSTÍG Gefur kost á sér Marsibil Jóna Sæmundsdóttir hefur tilkynnt að hún sækist eftir öðru sæti á lista Framsókn- arflokksins fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar. Marsibil er varaborgarfulltrúi og hefur verið í miðstjórn flokksins síðan 2001. FRAMSÓKN DÓMSMÁL Stefnt er að því að ný sameiginleg heimasíða héraðs- dómstólanna komist í gagnið 20. febrúar næstkomandi. Dómar verða birtir á nýjum vef Dómstólaráðs en fram til þessa hafa bara Hæstiréttur og Héraðsdómur Norðurlands eystra gert það. Freyr Ófeigsson, dómstjóri á Norðurlandi eystra, segir stefnt að opnun nýja vefsins í febrúar. „En ég hef nú heyrt svona dag- setningum fleygt alveg síðan við opnuðum fyrir átta árum,“ bætir hann við. „En ég veit ekki betur en þetta sé allt á lokastigi.“ - óká Nýr vefur Dómstólaráðs: Dómar verða birtir á netinu Snæbjörn Árnason, rækjusjómaður á Bíldudal, gagnrýnir rannsókn á rækju: Segir 50 milljónum kastað á glæ SNÆBJÖRN ÁRNASON Snæbjörn segist ekki skilja hvernig Hafrannsóknarstofnun hafi efni á því að eyða 50 milljónum í að vernda 21 milljón króna aflaverðmæti. Sigurinn staðfestur Kjörstjórn í Líberíu lýsti því yfir í fyrradag að Ellen Johnson-Sirleaf væri réttkjörinn forseti landsins. Hún bar sigurorð af George Weah í síðari umferð forsetakosning- anna 8. nóvember en ásakanir um svindl urðu til þess að sigurinn var ekki staðfestur fyrr en nú. Johnson-Sirleaf er fyrsta konan sem kjörin er þjóðhöfðingi Afríkuríkis. LÍBERÍA SUÐUR-KÓREA, AP Slagsmál brutust út á suður-kóreska þinginu í vik- unni þegar frumvarp um opnun hrísgrjónamarkaðar landsins var samþykkt. Þingmenn lítils stjórnarand- stöðuflokks reyndu að hertaka forsetasætið í þingsalnum en þingmenn stjórnarflokkanna komu í veg fyrir það. Hundruð bænda mótmæltu utan við þinghúsið en þeir óttast um afkomu sína. Forseti þingsins sagði þingið ekki hafa haft aðra kosti en að samþykkja frumvarpið þar sem Suður-Kórea væri bund- in af samningum um alþjóðavið- skipti. ■ Átök vegna hrísgrjóna: Þingið logaði í slagsmálum LÚSKRAÐ Á ANDSTÆÐINGNUM Hugmyndir um innflutning á hrísgrjónum hleyptu illu blóði í þingheim. AP HAFRANNSÓKNIR „Önnur eins vitleysa hefur ekki verið við- höfð held ég frá því að Bakka- bræður reyndu að bera ljósið inn í baðstofuna í trogi,“ segir Snæbjörn Árnason, rækjusjó- maður á Bíldudal, um verkefni Hafrannsóknarstofnunar í Arn- arfirði. „Það eru að minnsta kosti 50 milljónir settar í þetta verk- efni sem hefur það að markmiði að vernda rækjustofn en afla- verðmæti hans er aldrei meira 21 milljón. Þetta er greinilega ekki stofnun í neinu fjársvelti sem getur unnið svona,“ segir hann. „Þar fyrir utan eru engin líffræðileg eða fiskifræðileg rök fyrir þessari rannsókn sem virð- ist vera gæluverkefni sem skatt- borgarar fá að gjalda fyrir.“ Verkefnið gengur út á það í meginatriðum að þorskinum í Arnarfirði er gefin loðna á viss- um stöðum og þannig er reynt að hamla því að hann leiti innar í fjörðinn til að gæða sér á rækj- unni sem þar er. Vignir Thoroddsen, fjármála- stjóri Hafrannsóknarstofnunar, segist ekki getað tjáð sig um hversu miklum fjármunum hafi verið veitt í verkefnið en kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á 50 milljónir. „En þessi rannsókn snýst ekki aðeins um það að vernda rækjustofninn svo það er ekki rétt að setja þetta upp svona,“ segir hann. Ekki náðist í Björn Björnsson hjá Hafrannsóknarstofnun en hann hefur umsjón með verk- efninu. -jse

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.