Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 24
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR24 Undanfarna daga hefur komið til átaka á milli ísraelskra hermanna og skæruliða Hizbollah-samtakanna. Eftir að borgara- styrjöldinni í Líbanon lauk hefur verið heldur hljótt um samtökin en þau eru langt í frá dauð úr öllum æðum. Eru þetta ekki bara ótíndir hryðju- verkamenn? 20.000 manns eru enn undir vopnum Hizbollah og af og til kemur til átaka á milli þeirra og Ísraelsmanna við hin umdeildu Shebaa-býli á landamærum ríkjanna. Staða Hizbollah í líbönsku samfélagi er hins vegar önnur og flóknari. Eftir að Ísraelsmenn drógu herlið sitt frá suðurhluta Líbanons árið 2000 hefur Hizbollah einkum unnið að því að bæta hag fátækra sjía með því að reisa heilsugæslu- stöðvar og skóla. Jafnframt hefur þeim gengið ágætlega í hefðbundnu stjórnmálastarfi. Að mörgu leyti svipar Hizbollah því til Hamas-samtak- anna í Palestínu. Af hverju láta samtökin að sér kveða nú? Þótt Hizbollah-menn hafi annað slagið velgt Ísraelum undir uggum þá eru átök síðustu daga óvenju hatrömm. Sýrlend- ingar hafa átt í vök að verjast í samfélagi þjóðanna eftir að óháð rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að þeir áttu þátt í morðinu á Hariri fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons. Stjórnvöld í Damaskus hafa ávallt stutt Hizbollah og má leiða að því líkum að þau hafi hvatt þessa bandamenn sína til illinda því aukin spenna í Líbanon eykur um leið nauðsyn þess að alþjóðasamfélagið styrki Sýrlandsríki í stað þess að veikja þarlend stjórnvöld. Að sama skapi falla árásir á Ísraela jafnan í frjósaman jarðveg hjá stórum hluta Líbana og ef til vill hefur Hizbollah-mönnum þótt ástæða til að hressa upp á vinsældir sínar eftir að þær dvínuðu í kjölfar morðsins á Hariri vegna sambands þeirra við Sýrlendinga. FBL-GREINING: HIZBOLLAH OG ÁTÖKIN VIÐ SHEBAA-BÝLIN Flokkur Guðs sýnir klærnar Talið er að 130 milljónir kvenna um allan heim hafi verið umskornar, þar af þrjár milljónir á þessu ári. Stór hluti kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi telur að þær eigi það skilið. Þe- tta er á meðal niðurstaðna tveggja skýrslna sem út komu í gær. Kynbundið ofbeldi er ekki nýtt af nálinni en skýrslur sem tvær stofn- anir Sameinuðu þjóðanna gáfu út í gær sýna hversu rótgróið það er og hve margháttaðar afleiðingar þess geta verið. Sú fyrri kemur frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og fjallar um heimilisofbeldi en hina setti Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna UNICEF saman um þá tegund limlestinga sem nefnd er umskurn kvenna. Telja sig eiga ofbeldið skilið Í skýrslu WHO er rætt um heim- ilisofbeldi við 24.000 konur í tíu löndum: Brasilíu, Eþíópíu, Japan, Namibíu, Perú, Samóa, Serbíu, Taílandi, Bangladess og Tansan- íu. Þetta er fyrsta skýrsla sinnar tegundar en ekki þótti ástæða til að kanna ástandið í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku þar sem það hefur áður verið gert. „Heimilið á að vera staður þar sem fólk nýtur friðhelgi. Reynsl- an sýnir hins vegar að konur eru í meiri hættu heima hjá sér en úti á götu,“ sagði Henrica Jansen, einn skýrsluhöfunda, á blaðamanna- fundi í Genf í gær. Þetta eru orð að sönnu því tíðni heimilisofbeldis er geigvænleg, ekki síst í svonefndum þróunarlöndum. Þannig er sjö af hverjum tíu konum í Eþíópíu mis- þyrmt á heimilum sínum á meðan 15 prósent japanskra kvenna lýsa slíkri upplifun. Til samanburð- ar má nefna að fyrri rannsóknir sýna að fimmtungur bandarískra og sænskra kvenna hefur sætt barsmíðum eða öðru ofbeldi og 23 prósent breskra og kanadískra kvenna. Höfundar skýrslunnar telja að skýringin á þessum mun á milli fátækari og ríkari heimshluta liggi meðal annars í því að konur í iðn- ríkjunum eigi auðveldara með að losna úr samböndum þar sem þeim er misþyrmt en konur í þróunar- löndunum. Í þessu sambandi er ekki síður ískyggilegt að stór hluti kvenna sem verða fyrir misþyrmingum telur slíkt ásættanlegt og eru konur í fátækari ríkjum heims frekar þessarar skoðunar. 78 prósent eþíópískra kvenna telja sig eiga ofbeldið skilið og fjórar af hverj- um tíu konum frá Bangladess telja að það sé réttur eiginmannsins að lemja þær. „Maðurinn minn mis- þyrmir mér og nauðgar og ég verð bara að hlýða. Áður en þið tókuð við mig viðtal hafði ég ekki hugs- að út í þetta, ég hélt að svona ætti þetta einfaldlega að vera, að svona hegðuðu eiginmenn sér,“ sagði ein kvennanna frá Bangladess. Sérstaka athygli vekur að heilsufarsvandamál sem ofbeld- inu fylgja, bæði andleg og líkam- leg, eru þau sömu, óháð því hvar í veröldinni fórnarlömbin búa eða hver efnahagur þeirra er. Talið er að konur sem sæta misþyrmingum séu í tvöfalt meiri hættu á að missa heilsuna, þróa með sér geðsjúk- dóma og jafnvel íhuga sjálfsmorð en þær sem búa við frið á heimil- um sínum. „Hvort sem þú ert kona á framabraut í Sao Paolo eða býrð í sveitahéruðum Eþíópíu eru tengsl- in á milli ofbeldis og bágrar heilsu þau sömu,“ segir Claudia Garcia- Moreno hjá WHO. Þrjár milljónir umskornar í ár Myndin sem dregin er upp í UNICEF-skýrslunni er ekki mikið fegurri. Þar er talið að þrjár milljónir kvenna séu umskornar hvert einasta ár, flestar þeirra í Afríku og Mið-Austurlöndum. Áður hafði verið áætlað að tveimur milljónum kvenna væri misþyrmt árlega með þessum hætti en skilvirkari upplýsinga- öflun sýnir að fjöldinn er mun meiri. Ekki er þó unnt að meta hversu margar deyja í kjölfar þessarar lífshættulegu aðgerðar, þar sem ytri kynfæri konunnar eru hreinlega skorin í burtu. „Í þeim 28 löndum Afríku sunn- an Sahara og Mið-Austurlanda þar sem umskurn kvenna er stunduð hafa 130 milljónir kvenna orðið að gangast undir þessa aðgerð,“ segir í fréttatilkynningu UNICEF um málið. Ástandið er sérstak- lega slæmt í Nílardalnum, en í Egyptalandi eru 97 prósent gift- ra kvenna umskornar og 80 pró- sent kynsystra þeirra í Eþíópíu. Í Jemen og Óman, þar sem fjöldi egypskra farandverkamanna býr, er hlutfall umskorinna kvenna jafnframt afar hátt. Umskurn er félagsleg frek- ar en trúarleg athöfn og telur UNICEF erfitt að uppræta þessa tegund ofbeldis sökum þess hve- rsu rótgróin hún er í þeim sam- félögum þar sem henni er beitt. „Stúlkur verður að umskera til að vernda heiður þeirra og fjöl- skyldna þeirra, sérstaklega nú á dögum þegar þær fara að heiman til háskólanáms og geta því lent í alls kyns óvæntum aðstæðum,“ sagði kona frá Suður-Egyptalandi í samtali við einn höfund skýrsl- unnar. Því telur UNICEF að boð og bönn nægi ekki til að koma í veg fyrir umskurn kvenna heldur verði að koma á hugarfarsbreyt- ingu hjá íbúum þessara landa. CLAUDIA GARCIA-MORENO Alþjóðaheilbrigðisstofnunin kynnti skýrslu sína í gær um heim- ilisofbeldi. MYND/AP HRÆÐILEGAR AFLEIÐINGAR HEIMILISOFBELDIS Í örvæntingu sinni vegna stöðugra bar- smíða á heimili sínu reyndi þessi afganska kona að stytta sér aldur með því að hella yfir sig bensíni og kveikja í. Sennilega er þó hvergi verra að vera kona en í Eþíópíu því þar eru átta af hverjum tíu konum umskornar og sjö af hverjum tíu sæta heimilisofbeldi. MYND/GETTYS Ofbeldið verst í þróunarlöndum > Vinsælustu nöfnin á drengi 0-4 ára í desember 2004. Svona erum við FRÉTTASKÝRING SVEINN GUÐMARSSON sveinng@frettabladid.is 200 193 159 199 142 A R O N D A N ÍE L VI K TO R JÓ N SI G U R Ð U R fréttir og fróðleikur Mikil umræða hefur átt sér stað um varnarmál Íslands að und- anförnu. Baldur Þórhallsson hefur rannsakað stöðu Íslands í alþjóða- samfélaginu. Eiga Íslending- ar að leita til Evrópu um varn- arsamstarf? Ef Bandaríkja- menn eru ekki lengur tilbúnir til að vera með þann varnarviðbúnað sem hér hefur verið á undanförnum árum þá tel ég það mikilvægt fyrir íslensk stjórnvöld að skoða þann möguleika að eiga nánara samstarf um varnir við einstök Evrópuríki; já. Getur aðild að Evrópusambandinu komið í staðinn fyrir varnarsamn- inginn? Nei, Evrópusambandið mun aldrei koma að vörnum Íslands líkt og Banda- ríkin hafa gert. Evrópusambandið hefur hvorki herafla né vilja til að taka að sér varnir tiltekinna ríkja. En það er vaxandi samvinna innan Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál og ég sé fyrir mér í framtíðinni aukna samvinnu ríkjanna á þessum sviðum en ekki svo að Evrópusambandið komi beint að vörnum landsins. SPURT OG SVARAÐ VARNIR ÍSLANDS Nánara sam- starf við Evrópu ÞAÐ SAKNAÐI HANS ENGINN Guðjón um jólabók Guðna DV2x15 24.11.2005 20:51 Page 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.