Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 38

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 38
[ ] Kynningartilboð á 23 L vínþrúgum Hótel Loftleiðir er meðal þeirra sem bjóða upp á jóla- hlaðborð. Við báðum yfirkokk- inn að gefa okkur nasasjón af herlegheitunum. „Jólahlaðborðið okkar er með dönsku sniði enda hefur ein þekkt- asta smurbrauðsjómfrú Danmerk- ur, Ida Davidsen, hjálpað okkur undanfarin tíu ár,“ segir Reynir Magnússon, matreiðslumeistari á Hótel Loftleiðum. Hann kveðst að sjálfsögðu vera með alla þá rétti sem prýtt geta gott jólahlaðborð og sem sýnishorn velur hann síld enda telur hann fjölbreytileikann í síldarréttunum eitt af því sem geri jólahlaðborðin á Loftleiðum frábrugðin öðrum. „Þetta er hluti af því úrvali sem Ida býður upp á í sínu veitingahúsi í Kaupmanna- höfn,“ segir hann. Marentza Poulsen hefur verið gestgjafi við jólahlaðborðin á Hótel Loftleiðum í tíu ár. Reyn- ir segir hennar hlutverk vera að kenna fólki hvernig eigi að raða á diskana af hlaðborði. „Maturinn verður miklu lystugri ef rétt er raðað,“ segir hann og mælir með að fólk taki síldarréttina fyrst og fái sér síðan nýjan disk og fari í næsta hluta borðsins. „Það er um að gera að setja ekki of mikið og of ólíkar tegundir á diskinn í einu,“ tekur hann fram. Reynir og hans fólk eru með níu tegundir af síld á borðinu, hverja annarri girnilegri enda unnar af mikilli nákvæmni. „Við búum til alla síldarréttina alveg frá grunni og leggjum mikið upp úr því að það sé gert tímanlega, þannig að bragðið njóti sín sem best,“ segir Reynir og gefur landsmönnum uppskrift til að spreyta sig á. ■ Síldin setur svip á jólahlaðborðið Piparkökur eru komnar í allar verslanir. Þeir sem eru ekki búnir að baka fyrir jólin geta tekið forskot á sæluna og keypt sér poka af piparkökum. Ekki spillir fyrir að kaupa líka malt og appelsín til þess að drekka með kökunum. Síldarréttirnir eru litríkir og girnilegir. STEIKT FERSK SÍLD: Ferskum síldarflökum er velt upp úr blöndu af rúgmjöli og hveiti (helmingur af hvoru). Síldin er kæld niður og sett í síld- ar lög. Síldin er best ef hún fær að liggja í 3-4 vikur í leginum inn í kæli. Síldin er skorin í bita og sett á fat með smávegis af legi og skreytt með laukhringum og lárviðarlaufi. SÍLDARLÖGUR 300 ml kryddedik 200 ml vatn 1 laukur gróft skorinn 1 rauðlaukur gróft skorinn 1/2 tsk. svört piparkorn heil 1/2 stk. lárviðarlauf 240 ml sykur 2 msk. Worchester sósa 1 tsk. nautakraftur Allt soðið saman og látið sjóða í tíu mínútur við vægan hita. Lögurinn er sigtaður áður en honum er hellt yfir síldina. Bear Crossing er heiti á vín- línu frá ástralska vínfyrir- tækinu Angove´s. Flöskurn- ar bera merki Australian Koala Foundation, samtaka til verndar kóalabjörnum en þessi smávöxnu og vinalegu pokadýr eru í mikilli útrým- ingarhættu. Hluti andvirðis af hverri seldri flösku renn- ur til sjóðsins og hefur þetta framtak vakið mikla athygli náttúruunnenda. Miðinn á flöskunni líkist varnaðar- skiltunum sem eru sett upp við þjóðvegi sem kóalabirnir eru gjarnir á að þramma yfir. Angove´s Bear Crossing Cabernet/Merlot vínið hefur vakið athygli og þykir þessi þrúgnasamsetning mjög fersk. Má drekka með flest- um kjötréttum, pitsu og mis- munandi ostum, einnig mjög gott eitt og sér. Vínið verður á sérstöku tilboðsverði fram að jólum. Verð í Vínbúðum 3.890 kr. í 3l kössum. Þakkargjörðarhátíðin stendur nú sem hæst í Bandaríkjunum. Síðasti fimmtudagur nóvember- mánaðar er dagur þakkargjörðar- hátíðar Bandaríkjamanna. Þakk- argjörðarhátíðin er í raun eina hátíðin sem allir Bandaríkjamenn fagna óháð trúarbrögðum eða lit- arhætti og er að því leyti stærri en jólin og páskarnir. Þá er fjög- urra daga helgi frá fimmtudegi til sunnudags, skrúðgöngur og skemmtiatriði og fjölskyldur koma saman og snæða hátíðamat. Uppskeruhátíðir hafa í ein- hverri mynd verið liður í menn- ingu síðan mannfólkið hóf að yrkja jörðina sér til viðurværis. Frá Grikkjum til forna má sjá þann sið að fagna góðri uppskeru þróast og aðlagast siðvenjum þjóða víðs vegar um heiminn. Þakkargjörð- arhátíð Bandaríkjamanna á rætur sínar að rekja til uppskeruhátíðar er haldin var árið 1621. Þjóðsagan hermir að indíánarnir hafi kennt landnemum þessa tíma að sá að vori og þannig tryggt þeim næga uppskeru um haustið til að halda í þeim lífinu yfir veturinn sem var að ganga í garð. Í dag er litið á þakkargjörðar- hátíðina fyrst og fremst sem tæki- færi fyrir vini og vandamenn til að safnast saman yfir ríkulegri mál- tíð og glaðri kvöldstund. Algengt er að hver manneskja við matar- borðið nefni þá hluti sem þeir eru þakklátir fyrir, og taki svo hraust- lega til matar síns. Hefðbundin þakkargjörðar- máltíð samanstendur af kalkúni með brauðfyllingu, kartöflumús, rjómalöguðu grænmeti (rófum, gulrótum eða spínati) og að sjálf- sögðu eplapæ að hætti mömmunn- ar í eftirrétt. Takk fyrir allt gamalt og gott! Kalkúnn er ómissandi hluti af þakkargjörð Bandaríkjamanna. UPPSKRIFT FRÁ ÓTTARI MARTINI NORÐFJÖRÐ HEIMSPEKINGI. 1 kg lambakjöt, beinlaust 1-2 laukar 1 hvítlauksrif olía til að steikja upp úr 1 dós tómatmauk milt 1 og 1/2 dl vatn 2 msk. púðursykur 2 tsk. karrý sterkt 1 tsk. salt 1 kjúklingateningur 3 epli 2 appelsínur Kjötið er skorið niður í bita og laukurinn í sneiðar. Hvítlaukurinn er pressaður. Þetta er brúnað um stund í olíunni á pönnu eða í djúpum potti. Eplin eru skræld og skorin í bita og appelsínurnar í sneiðar með börkinn á (þetta með börkinn er mikilvægt). Þegar kjötið er orðið brúnað er öllu hinu bætt á pönnuna eða í pottinn, suðan látin koma upp og rétturinn látinn malla við vægan hita í 40-45 mínútur. Borðað með hrísgrjónum eða kartöflumús, nanbrauði og gjarnan ávaxtasalati. Kjötréttur með ávöxtum Uppskrift } BEAR CROSSING: Kóalabjörninn í kassa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.