Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 46

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 46
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Við fjöruborðið, Stokkseyri Veitingastaðurinn Við fjöruborðið á Stokkseyri hefur lengi verið þekktur bæði fyrir humarréttina sína og skemmtilegt andrúmsloft. Þar er boðið upp á meira en magafylli; staðurinn er samtvinnaður fjöruborðinu sem húsið stendur við og bera innréttingarnar vott um það, en fiskinet eru notuð til skreytinga. „Þetta er afar kósí hjá okkur og staðurinn er sérstaklega rómantískur á veturna,“ segir annar af tveimur eigendum, Jón Tryggvi Jónsson. Staðurinn byrjaði sem kaffihús árið 1996 en tveimur árum síðar var tekið að elda humar, fyrst undir berum himni. Svo var tekið að bæta við húsið og nú tekur staðurinn mest 230 manns í sæti í þremur sölum sem bera nöfnin Himinninn, Hafið og Tjaldið. „Humarinn stendur alltaf fyrir sínu. Hann er pönnusteiktur í hvít- lauk og smjöri, kemur í skelinni og við berum hann fram með kúskús, salati og kartöflum úr Þykkvabæn- um. Við leggjum mikið upp úr því að hafa hráefnið alltaf ferskt og flott,“ segir Jón Tryggvi. Riverside, Hótel Selfossi Veitingastaðurinn Riverside, sem þýða mætti sem Við árbakkann, á Hótel Selfossi, er sá nýtískulegasti af þeim sem við fórum á. Hér er útsýnið yfir Ölfusána stórkostlegt, enda gluggarnir margir og stórir, og á þessum tíma árs sér fólk oft norð- urljósin dansa yfir Ingólfsfjallinu, að sögn Óla Guðmundssonar sölu- stjóra. Riverside, sem var opnaður fyrir rúmu ári síðan, er stílhreinn og skemmtilegur veitingastaður sem tekur 250 manns í sæti í einum ílöngum sal. Beinhvítir leðurklæddir stólar og hvítir borðdúkarnir stinga skemmtilega í stúf við kóngablátt teppið á gólfinu og við barinn eru beinhvítir leðursófar, þar sem gott er að fá sér koníak eftir matinn. Á föstudögum er boðið upp á jólahlaðborð á veitingastaðnum og leikur Lis Gammon þá á pianó og syngur undir borðhaldi. Á laugar- dagskvöldum er jólahlaðborð annars staðar í hótelinu, en veitingastaður- inn er samt sem áður opinn og býður upp á rétti af matseðlinum. Rauða húsið, Eyrarbakka Í skemmtilegu húsi á Eyrarbakka, sem áður hýsti verslun og síðar röra- verksmiðju, er afar notalegur veitingastaður, Rauða húsið. Upphaflega var veitingahúsið opnað árið 2001 í mun minna húsi sem áður þjónaði sem barnaskóli Eyrbekkinga, en í vor flutti staðurinn sig um set. „Það hús var einfaldlega of lítið, ekki nema 200 fermetrar, en þetta hús er 730 fermetrar og tekur rúmlega 200 manns í sæti,“ segir Pétur Andrésson, annar af tveimur eigendum hússins, og bætir við að salirnir séu þrír og enginn þeirra því yfirþyrmandi að stærð. Aðalsalurinn á miðhæð hússins er ákaflega notalegur, gerð- ur upp í gamaldags stíl með viðar- gólfum, listum í lofti og jólastjörn- um í gluggum. Hann minnir helst á stofu á heimili efnafólks á fjórða áratugnum enda löguðu eigendurn- ir sig eftir þeim stíl og fóru meðal annars á antíksölu í Danmörku til að útvega ljósin í þennan sal. Auk hefðbundins matseðils, þar sem fiskréttir skipa heiðurs- sess, býður staðurinn þessa dagana upp á jólahlaðborð um helgar þar sem Nanna Rögnvaldardóttir, mat- gæðingur og ritstjóri gestgjafans. is, hefur lagt hönd að hönnun mat- seðilsins. 6 Girnilegir kvöldverðir á Suðurlandi Fréttablaðið heimsótti þrjá eðalveitingastaði á Suðurlandi sem allir hafa sinn sjarma, þó mjög ólíkir séu. Ekki er hægt að gera upp á milli þeirra þegar kemur að matseldinni en allir sérhæfa sig í humarréttum, eins og sést af myndunum. Humar veitingastaðarins Við fjöruborðið á Stokkseyri er vel þekktur. Humarinn kostar á bilinu 2.600 krónur til 3.900 krónur, eftir því hvaða réttur er valinn. Humar og fleiri gómsætir réttir sem fást á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri. Halldór Halldórsson, yfirkokkur á Riverside, leggur hér lokahönd á gómsætan sesamristaðan kjúkling á salati. Sem aðalréttur kostar kjúkl- ingasalatið 2.050 krónur. Fiskréttur dagsins er breytilegur á Rauða húsinu eftir því hvaða fiskur er girnilegastur í boði hjá sjómönnum á Suðurlandi. Þessi gufusoðni lax, sem er borinn fram með gljáðu grænmeti og greipaldin-saffran sósu, kostar 2.200 krónur á kvöldin en 1.690 í hádeginu. Humarinn hjá Rauða húsinu kostar 5.400 krónur sem aðal- réttur en 3.200 krónur ef minni skammtur er pantaður. Myndin sýnir stærri skammtinn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.