Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 52
■■■■ { suðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■12 www.arborgir.is 482-3800 Austurvegi 38 800 Selfoss „Það er von á henni eftir tvær vikur eða svo,“ segir Víðir Björns- son, einn af meðlimum Nilfisk, spurður hvenær von sé á fyrs- tu breiðskífunni. Hún ber titilinn Don‘t Run After Your Own App- les, og á henni verður að finna lög sem bandið hefur unnið á síðustu tveimur árum, allt frá því að hljómsveitin var stofnuð hinn 10. mars 2003. Víðir viðurkenn- ir að titillinn sé dálítið sérstakur, en hann hafi komið til í hálfgerðu gríni. Fólki sé hins vegar velkomið að leggja dýpri merkingu í nafnið. „Við fengum fyrst hugmyndina á íslensku, ekki hlaupa á eftir þínum eigin eplum, og þýddum það svo yfir á ensku. Þá kom þetta svona skemmtilega asnalega út,“ segir Víðir. Hefur umhverfi Suðurlands haft áhrif á tónlistina ykkar? „Ég veit það nú ekki, við erum kannski einangraðri og verðum minna fyrir áhrifum. Við gerum bara það sem við viljum gera,“ segir Víðir. Hann segir bandið semja lögin í sameiningu en Jói söngvari sjái um textasmíð og laglínu. Öll lögin eru sungin á ensku, enda ætlar hljómsveitin að fara í tónleikaferð um heiminn á næsta ári. „Útgáfutónleikarnir verða í Reykjavík í desember en á næsta ári verðum við með helling af tónleikum, bæði hér heima og erlendis. Við förum meðal ann- ars til Danmerkur, Bandaríkjanna og Rússlands næsta sumar,“ segir Víðir. Hann viðurkennir að vera orðinn ansi spenntur að fá plöt- una í hendurnar, eins og senni- lega fleiri. 12 Tónar munu sjá um að dreifa plötunni, en þeir sem geta ekki beðið geta tekið forskot á sæluna með því að fara inn á vefsíðuna rokk.is og hlusta þar á lagið Sometimes (in the Summer), sem er þar á topp tíu listanum yfir heitustu lögin. Ekki hlaupa á eftir þínum eigin eplum Allt frá því að hljómsveitin Nilfisk sló eftirminnilega í gegn þegar Foo Fighters upp- götvaði hana á Stokkseyri og bauð henni að hita upp fyrir tónleika sína í Laugardals- höllinni hefur verið beðið eftir plötunni. Nú er biðin á enda og platan að koma. „Við tímum bara ekki að selja húsið okkar á Selfossi, við leigjum það út þessa stundina og bíðum eftir tækifæri til þess að geta verið þar í um fjóra mánuði á hverju ári,“ segir Steinunn. Steinunn og maður hennar, Þorsteinn Hauksson tónskáld, keyptu hús sitt á Selfossi árið 1997 og hafa búið þar meðfram dvöl sinni í Frakklandi. „Við festum góðar rætur á Sel- fossi þann tíma sem við bjuggum þar, enda er þetta dásamlega rólegt og gott samfélag þar og stressið er áberandi minna en í Reykja- vík,“ segir Steinunn og bætir við að greiðvikni fólks á Selfossi sé nokkuð sem hún hafi sérstaklega tekið eftir. „Fólk er svo hjálpsamt þar,“ segir hún. Hús þeirra á Selfossi er tveggja hæða einbýlishús í skandinavísk- um stíl með stórum gluggum og segist Steinunn einna helst sakna göngutúra um Þrastaskóg og annarrar útivistar sem auðvelt er að stunda á Suðurlandi. Auk þess voru það viðbrigði að flytja í suður-franska þorpið þar sem þau nú búa, því þar eru þau Þor- steinn algjörlega háð bílnum, sem á Selfossi er auðvelt að komast af án, eða nota lítið, að sögn Stein- unnar. Steinunn hefur nýverið gefið út skáldsöguna Sólskinshestar. Selfoss jafnast á við franska þorpið DRAUMUR RITHÖFUNDARINS STEINUNNAR SIGURÐARDÓTTUR ER AÐ GETA BÚIÐ JAFNFÆT- IS Á SELFOSSI OG Í FRAKKLANDI. ÞÓ FRANSKA SVEITAÞORPIÐ SEM HÚN BÝR Í NÚ SÉ BÆÐI RÓMANTÍSKT OG HEILLANDI TELUR STEINUNN SELFOSS EKKI SÍÐRI. Nýverið tók deiliskipulag Dyrhóla- eyjar í Mýrdalshreppi gildi með birt- ingu auglýsingar í Stjórnartíðindum. Deiliskipulagið tekur til friðlandsins Dyrhólaeyjar utan Mávadrangs og Lundadrangs. Sveitarfélagið vonast til að þar með geti Umhverfisstofnun farið að vinna að úrbótum á svæðinu, en brýn nauðsyn er á að koma upp salernisaðstöðu og að stýra umferð ferðamanna með gerð göngustíga. Greinargerð og uppdrættir verða væntanlega aðgengileg á www.vik.is innan tíðar. Nýtt deiliskipulag í Dyrhólaey Hljómsveitin Nilfisk stefnir á heimsreisu á næsta ári. Steinunn Sigurðardóttir býr í Frakklandi en segist sakna Selfoss og hlakkar til þess að flytja þangað aftur. ... að koma við í Eden í Hveragerði og fá þér ís. Einnig er gaman að kíkja á veitingahúsið Cafe Kidda Rót, sem hefur vakið athygli margra með auglýsingum við þjóðveginn um að þar sé hægt að fá rómantíska hamborgara. Tilvalið fyrir fólk í svoleiðis hugleið- ingum, þó svo engum sögum fari af því hvað geri hamborgarana rómantískari en aðra hamborgara. ... að koma við á Selfossi og fara í bíó, en Selfoss-Bíó var opnað í desember á síðasta ári og á því bráðum árs afmæli. Kvikmynda- húsið er afar glæsilegt, með tveim sýn- ingarsölum og gefur kvikmyndahúsum höfuðborgarsvæðisins ekkert eftir. Svo er tilvalið að kíkja í sund á Selfossi, enda frábær sundlaug á staðnum. Láttu það eftir þér .... Náttúruparadísin Dyrhólaey.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.