Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 25.11.2005, Qupperneq 78
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR46 tonlist@frettabladid.is > Plata vikunnar GARÐAR THÓR CORTES: CORTES „Platan er vel heppnuð blanda af klassískum perlum og popplögum. Garðar getur gengið stolt- ur frá sinni fyrstu einsöngsplötu.“ FGG > Popptextinn „Time goes by so slowly for those who wait, no time to hesitate. Those who run seem to have all the fun, I´m caught up and don´t know what to do.“ HIN SÍUNGA MADONNA ER Á MILLI TVEGGJA ELDA Í DISKÓLAGINU HUNG UP AF PLÖTUNNI CONFESSIONS ON A DANCEFLOOR. 1. SYSTEM OF A DOWNHYPNOTIZE 2. WEEZERPERFECT SITUATION 3. THE DARKNESSONE WAY TICKET 4. AMPOPMY DELUSIONS 5. THE STROKESJUICEBOX 6. JAKOBÍNARÍNAI´VE GOT A DATE WITH MY TELEVISION 7. BLOC PARTYTWO MORE YEARS 8. DEATH CAB FOR CUTIESOUL MEETS BODY 9. SUPERGRASSLOW C 10. ARCADE FIREWAKE UP X-DÓMÍNÓSLISTINN TOPP 10 LISTI X-FM SYSTEM OF A DOWN Rokksveitin ógurlega er komin á topp X-Dómínóslistans með lagið Hypnotize. Orri Harðarson: Trú „Orri Harðarson hefur gert vandaða og þægilega plötu sem á eftir að koma að góðum notum á köldum vetrardögum. Dúett hans með KK í laginu Listin að lifa stendur upp úr.“ FB The Dead 60´s: The Dead 60´s „The Dead 60´s er ný bresk sveit sem hljómar nákvæmlega eins og helmingsblanda The Specials og The Clash. Fín plata en sveitin á eflaust eftir að eiga erfitt með að fóta sig vegna þess hversu mikið þeir minna á áhrifa- valda sína.“ BÖS Nylon: Góðir hlutir „Nylon verður að setja meiri þokka í tónlistina ef þær vilja selja þessa „þroskuðu“ ímynd.“ FGG Þórir: Anarchists Are Hope- less Romantics „Með annarri plötu sinni festir Þórir sig í sessi sem einn áhugaverðasti tónlistarmaður þjóðarinnar af ungu kynslóðinni.“ FB Skítamórall: Má ég sjá „Fyrir aðdáendur Skítamórals er Má ég sjá prýðileg viðbót í safnið. Sveitin kann að trylla lýðinn sinn og gerir það eflaust með þessari plötu.“ FGG Rammstein: Rosenrot „Fimmta plata Rammstein er nákvæmlega eins og hinar fjórar. Nema hvað að núna bíta þeir ekki einu sinni á vöfflur. Varist Rosenrot eins og heitan eldinn.“ BÖS TÓNLIST SMS UM NÝJUSTU PLÖTURNAR > Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI Írafár: Írafár, Svala: Bird of Freedom, Heiða: Hluti af mér, Lummurnar: Heitar lummur, System of a Down: Hypnotize og Kings of Leon: Aha Shake Heartbreak. Á Sumari á Sýrlandi eru klass- ísk lög á borð við Út á stoppistöð, Strax í dag, Tætum og tryllum, She Broke My Heart, Í bláum skugga og Fljúgðu. Aukalögin á endurút- gáfunni eru fyrstu fjögur lög Stuð- manna frá árinu 1974, tvö lög sem eru tekin upp á balli í Sigtúni 1983, tvö lög sem eru tekin upp á tónleik- um í Royal Albert Hall í mars á þessu ári og loks ný útgáfa af lag- inu Söngur dýranna í Týról með nýjum texta um Úlfgang bónda. Bæklingurinn sem fylgir plötunni er einkar veglegur með textum og hugleiðingum Jakobs Frímanns Magnússonar um lög plötunnar. Jakob segir að nokkr- ar ástæður séu að baki vinsæld- um plötunnar í gegnum tíðina. „Þarna er verið að leika sér með bæði yrkisefni, hljóðfæri og tækni sem á þeim tíma við tiltölulega nýtilkominn möguleiki,“ segir Jakob. „Yrkisefnið var afþreying- arsaga íslenskrar æsku frá 1940 til 1970 þar sem farið var dálítið frjálslega með stefnur og strau- ma á þeim þremur áratugum. Þetta var líka fyrsta breiðskífan sem við allir komum að og fannst óskaplega skemmtileg. Við vorum eins og kvígur að vori og lékum við hvern okkar hala,“ segir hann og bætir við: „Þetta var allt ort á íslensku sem var ekki í tísku. Þarna vorum við að fara algjör- lega á móti ríkjandi stefnum og straumum bæði í framsetning- unni og tónlistarstílnum. Þarna ægði saman stílbrotum svo úr varð ein óróaheild. Síðast en ekki síst þá var sáralítið annað í boði á þessum tíma. Þarna var ein sjónvarpsstöð sex kvöld í viku og ein útvarpsstöð. Þau lög sem hún spilaði urðu þekkt samstundis og má segja að það hafi verið tiltölu- lega létt verk og löðurmannlegt í þá daga að slá rækilega í gegn. Ég hef fulla samúð með yngri kyn- slóðinni í dag sem þarf að glíma við tíu útvarpsstöðvar, fimmtán prentmiðla og fimm sjónvarps- stöðvar. Ef þú nærð ekki í gegn samtímis ertu dauðadæmdur og það skýrir að íslenskar sveitir eiga oft erfitt með að fóta sig.“ Í tilefni af plötunni ætla Stuð- menn að halda tvenna tónleika í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í júní á næsta ári. „Þetta verða tvennir tónleikar í óperuhúsi og á útileikvangi. Það verður fönkað og djassað í Damaskus,“ segir Jakob og er greinilega spenntur fyrir förinni. Hann segir að Stuðmenn sé óþekktir í Sýrlandi og því eigi þeir verðugt verkefni fyrir hönd- um. „Við ætlum að kynnast þeirra tónlist um leið og við kynnum þeim okkar. Við erum að skima eftir þarlendum tónlistarmönnum sem gætu tekið í með okkur, þar á meðal fiðlung frá Damaskus og flautuleikara.“ Um næstu mánaðamót er síðan væntanlegur DVD-mynddiskur með Stuðmönnum sem nefnist Stuðmenn í Royal Albert Hall. Þar er sýnd upptaka frá vel heppn- uðum tónleikum sveitarinnar í mars í fyrra þar sem þeir trylltu lýðinn í hinu fræga tónlistarhúsi. Einnig eru á disknum tónleikar Stuðmanna í Þjóðleikhúsinu og sýnishorn frá tónleikum þeirra í Kaupmannahöfn. Eins og kvígur að vori Í tilefni af þrjátíu ára afmæli plötunnar Sumar á Sýrlandi með Stuðmönnum hefur verið gefin út sérstök afmælisútgáfa með níu aukalögum. Freyr Bjarnason ræddi við Jakob Frímann Magnússon um þessa frægu plötu. STUÐMENN Hljómsveitin vinsæla ætlar að halda tvenna tónleika í Damaskus í júní á næsta ári. SUMAR Á SÝRLANDI Platan Sumar á Sýrlandi er fyrir löngu orðin klassísk dægurperla. Roger Waters, fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar Pink Floyd, segist vera tilbúinn til að gera eitthvað með sveitinni á nýjan leik. Pink Floyd átti frábæra endurkomu á Live 8 í sumar eftir að lítið hafði farið fyrir sveitinni. „Ég væri virkilega til í að gera eitthvað meira,“ sagði Waters í spjalli við BBC. „Það var svo gaman á Live 8. Við mættum og tókum nokkrar æfingar. Um leið og við stungum í samband fyrir fyrstu æfinguna leið mér eins og ég væri að klæða mig í gamlan skó,“ sagði hann. Waters hætti í Pink Floyd árið 1981 en kom fram með sveitinni í fyrsta sinn síðan þá á Live 8. Pink Floyd sló í gegn árið 1973 með plötunni Dark Side of the Moon, sem er fyrir löngu orðin klassík í rokksögunni. Sex árum síðar gaf hún út plötuna The Wall sem jók enn á vinsældir hennar. Waters samdi öll lögin á plötunni og var hugsjónarmaðurinn á bak við verkið. Pink Floyd var nýlega vígð inn í fræðgarhöll rokksins ásamt m.a. The Kinks, The Who og John Peel. Kæmi sveitin saman á ný í upphaflegri mynd yrðu það frábær tíðindi fyrir fjölmarga tónlistarunnendur um heim allan. Waters vill meira Söngkonan Madonna fór beint á topp bandaríska sölulistans með plötu sína Confessions on a Dance- floor. Þar í landi hefur platan alls selst í 350 þúsund eintökum síðan hún kom út. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Madonna fer á toppinn með plötur sínar því þær tvær síðustu, American Life og Music, léku einnig sama leik. Það sem gerir nýju plötuna frá- brugðna hinum er að hún hefur fengið betri dóma gagnrýnenda auk þess sem salan á henni er töluvert meiri. Til að mynda seld- ist American Life í rúmum 240 þúsund eintökum sína fyrstu viku á lista fyrir tveimur árum. Þetta er tíunda hljóðversplata Madonnu. Fyrsta smáskífulagið, Hung Up, hefur að geyma hljóðbút frá Abba og er nú eitt heitasta lagið á útvarpsstöðvum og danshúsum heimsins. Madonna á toppnum MADONNA Söngkonan Madonna er að gera góða hluti með sína nýjustu plötu. PLÖTUR MADONNU Madonna Like A Virgin True Blue Who‘s That Girl (Úr kvikmynd) You Can Dance (Remix plata) Like A Prayer I‘m Breathless (Úr kvikmynd) Erotica Bedtime Stories Evita (Úr kvikmynd) Ray Of Light Music American Life Confessions On A Dancefloor Útgáfa á fyrstu sólóplötu Pharr- ells Williams, fyrrum meðlims N.E.R.D. og The Neptunes, hefur verið frestað þangað til í febrúar á næsta ári. Platan, sem heitir In My Mind, átti upphaflega að koma út í þessum mánuði en síðan var útgáfudeginum frestað til 13. desember. Engin ástæða hefur verið gefin fyrir frestuninni. Fyrsta smáskífulag plötunnar nefnist Can I Have It Like That þar sem Pharrel syngur dúett með Gwen Stefani. Plötu Pharrells frestað PHARRELL OG STEFANI Gwen Stefani syng- ur með Pharrell á Bandarísku tónlistarverð- launahátíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.