Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 80

Fréttablaðið - 25.11.2005, Síða 80
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR48 Rithöfundurinn Gunnar Hersveinn verður heldur betur á faraldsfæti um helgina þegar hann leggur land undir fót og sveiflast milli upplestra í hinum fögru kaupstöðum Austfjarða. „Ég tek mér frí í vinnunni eftir hádegi í dag til að fljúga austur á Egilsstaði ásamt rithöfundunum Gerði Kristnýju, Guðlaugi Ara, Jóni Kalman og Yrsu Sigurðardóttur, en Skúli Björn Gunnarsson á Skriðuklaustri hefur skipulagt helgardagskrá með okkur skáldunum eystra,“ segir Gunnar Hersveinn, sem sækir heim Vopnafjörð í fyrsta sinn þessa helgina. „Á Egilsstöðum bíður okkar bílaleigubíll sem flytur okkur til Vopnafjarðar en þar munum við vera með upplestur í hinu fornfræga húsi Kaupvangi um kvöldið. Eftir lesturinn gerum við okkur svo vonandi glaðan dag,“ segir Gunnar Hersveinn sem á laugardeginum heldur ásamt fjórmenningunum til hins mikla menningarbæjar Seyðisfjarðar. „Þar verður haldið rithöfundakvöld í Skaftfelli með upplestri úr bókum okkar og á sunnudaginn keyrum við inn að Skriðuklaustri á Héraði og snæðum hádegismat í því töfrandi húsi áður en upplestur hefst á ný. Áætluð heimkoma á Reykjavíkurflugvelli verður klukkan hálfsjö, en þá er ekki öllu lokið hjá mér því ég er bókaður á aðventukvöld í Keflavíkur- kirkju þar sem ég verð með hálfgerða jólahugvekju fyrir Suðurnesjamenn,“ segir Gunnar Hersveinn sem venjulega á sér annars konar draumahelgar. „Ég er lítið í vetrarsporti en yfir sumartímann eyði ég öllum helgum úti í náttúrunni. Helgum vetrarins finnst mér svo gott að skipta bróðurlega á milli afslöppunar og rólegheita, og gleðilegra tilefna með vinum.“ Það var í minningu leik- arans og listamannsins Lárusar Ingólfssonar sem Leikminjasafnið opnaði sérsýningu á leikbúningum Lárusar í leiklistarstofu í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudaginn. Lárus Ingólfsson fæddist 22. júní 1905 í Reykjavík og lést í sept- ember 1981. Hann var óvenju fjöl- hæfur listamaður: einn vinsælasti revíuleikari og gamanvísnasöngv- ari þjóðarinnar um árabil og helsti leikmynda- og búningateiknari sinnar tíðar. Í raun var Lárus fyrsti Íslend- ingurinn sem átti fullan starfsferil við leikmynda- og búningagerð. Á sýningunni eru sýnd sýnishorn af leikbúningum Lárusar, auk sviðs- og búningateikninga, en búningarnir eru fengnir að láni úr leikbúningasafni Þjóðleikhússins. Við opnun sýningarinnar mættu þjóðþekktir einstaklingar til að heiðra minningu Lárusar, en í til- efni dagsins var opnuð ný vefsíða Leikminjasafnsins, leikminjasafn. is. Þar má finna upplýsingar um íslenska leiklistarsögu frá upp- hafi til dagsins í dag, verkefna- skrár leikhúsanna, gagnabanka um starfsemi íslenskra leikhúsa og allra listamanna sem unnið hafa við þær stofnanir, auk greina um íslenskar leikhúsbyggingar og leikhúsmenn. Höfundur þeirra er Jón Viðar Jónsson, forstöðuma ður Leikminjasafnsins. SÆL EFTIR AUGNAKONFEKT LÁRUSAR Þor- steinn Þorsteinsson og Þóra Kristjánsdóttir voru ánægð með sýninguna og mannskap- inn sem heiðraði minningu Lárusar. LISTELSK Í FAGURRI UMGJÖRÐ Þau Rósa Steinunn Jónsdóttir, Guðrún Jóhannesdótt- ir og Guðmundur I. Guðmundsson voru hrifin af því sem fyrir augu bar. Glaðst í minningu Lárusar GLAÐIR SAMAN Á HÁTÍÐARSTUND Hér má sjá snillingana Árna Tryggvason, Jón Viðar Jóns- son og Karl J. Guðmundsson, en Jón Viðar er forstöðumaður Leikminjasafnsins. DÝRÐLEGT HANDBRAGÐ LÁRUSAR Búningar Lárusar Ingólfssonar eru dýrgripir og vekja eflaust margar minningar hjá leikhúsgestum fyrri tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR MAÐUR ER MANNS GAMAN Þau Edda Ágústsdóttir og Benóný Ægisson höfðu margt að skrafa um eftir að hafa barið listfengi Lárusar augum. GÓÐIR GESTIR Sigrún Klara Hannesdóttir og stórleikarinn Árni Tryggvason mættu á minningarsýninguna um Lárus Ingólfsson. KAMPAKÁTIR LEIKHÚSMENN Þeir Baldvin Halldórsson og Sveinn Einarsson skemmtu sér vel á opnuninni. SPÁÐ Í LIST OG BÚNINGA Þau Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Einar Örn Benediktsson gáfu sér tíma til að gefa ljósmyndaranum hýrt auga. Þessi dagur byrjaði eins illa og hægt var að hugsa sér. Í gærkvöldi gleymdi ég símanum mínum hjá Ragnari. Ég þurfti því að fara að grafa upp vekjaraklukku enda notast ég við símann minn þegar kemur að því að vakna. Klukkan stillt á 10.00 og ég lagðist út af enda alveg búinn á því eftir átökin á tónleikunum í gær. Ég vaknaði pínu hissa því ég hafði vaknað á undan klukkunni. Ég teygði mig í sígarettu og fjarstýringuna af sjónvarpinu og reyndi að kveikja á því en allt kom fyrir ekki. Ég stóð upp, gekk með morgunpínuna, fjarstýringuna og sígarettuna í kjaftinum á klósettið (ég veit ekki af hverju fjarstýringin fékk að fljóta með í þessa ferð). Viti menn, þar kviknaði ekkert ljós. DJÖ!!! HELV... RAFMAGNSREIKNING- ARNIR!!! Ég gleymdi þeim, ekki í einn, ekki í tvo heldur í 4 mánuði! (Þetta kom mér reyndar ekkert ýkja mikið á óvart þar sem þetta er í þriðja sinn á 8 mánuðum sem ég lendi í þessu). Villuráfandi í myrkri og tímaleysi hljóp ég út að glugganum, horfði yfir götuna á það eina sem hægt er að treysta á í lífinu fyrir utan dauðann, klukkuna á Hlemmi og hún sveik mig ekki, 13.30. Ég hafði sofið yfir mig um þrjá og hálfan tíma!!! Æ, fuck it... smávægilegt vandamál. Aðalmálið var að reyna að redda rafmagninu áður en ég færi á æfingu. Þetta hafðist allt á endanum og nú sit ég sáttur með kveikt á græjunum, tölvunni og sjónvarpinu sem bætir upp fyrir áfallið í dag. Ég var ekki sá eini sem var uppgefinn því við vorum allir mjög þreyttir í dag og Addi G. svaf líka yfir sig. Æfingin gekk vel og svo sem lítið hægt að segja frá henni. Við getum bara ekki beðið eftir að komast út á land og halda áfram að spila fyrir rokkþyrsta aðdáendur. FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER Klukkan á Hlemmi svíkur aldrei SIGN / Á HLJÓMLEIKAFERÐALAGI / RAGNAR SÓLBERG HINN FULLKOMNA HELGI: GUNNAR HERSVEINN RITHÖFUNDUR ÆTLAR AÐ LESA FYRIR AUSTFIRÐINGA Náttúra, gleðskapur og afslöppunskemmtun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.