Fréttablaðið - 25.11.2005, Side 82
25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR50
Topshop er búð
sem þarf ekki
að kynna fyrir
neinum enda
fá búðirnar um
350 þúsund gesti á
viku eða rúmlega eitt
Ísland eða svo. Í haust
náðu hönnuðir búðanna
miklum áfanga þegar
fyrsta Topshop „cat-
walkið“ var sýnt á Lond-
on Fashion Week í haust.
Ýmsir hönnuðir hafa
starfað í samvinnu með
hönnuðum Topshop og
eru það meðal annars
Jonathan Saunders,
Ashish, Sophia Kokos-
olaki og Peter Jensen.
Vor-/sumarlínan hjá
Topshop samanstend-
ur af fjórum stefnum.
Warhol: Hér er gamli
bítnikka-
s t í l l i n n
frá sjöunda
á r a t u g n u m
tekinn og
nýttur á nýjan
og afar sval-
an hátt. Sjáið
fyrir ykkur
Edie Sedgwick
og Nico og bætið
við ýmsu úr tísku
nútímans og stíll-
inn er kominn. Svart
og hvítt, þverrönd-
ótt, þröngar svartar
buxur, stórar flat-
ar tölur, flatbotna
skór og stígvél og
víðar peysur.
Modernist: Flík-
ur í yfirstærð
eru notaðar mjög
mikið og fötin tekin
saman í mittið með
belti eða böndum.
Efnismikil blöðru-
pils í bland við
jakka í hermanna-
stíl, stórar ermar
og upprúllaðar stutt-
buxur. Hvíti liturinn
er yfirgnæfandi en
inni á milli má finna
liti eins og rósrauðan,
gráan og ljósbrúnan
auk málmlita.
Babylicious: Hér
er það glamúr-
inn sem ræður
ríkjum í bland
við einfaldan
klæðnað. Svart-
ir og einfaldir,
flegnir kjólar
eða peysur
og flíkurn-
ar skreyttar
með stórum
og áberandi
sk a r t g r i pu m .
Platform-skór með
fylltum hæl. Litirnir sem
eru áberandi eru brúnir
litir í öllum tónum.
Judo: Áhrif sótt úr heimi bardaga-
listannna júdós og karates. Gróf-
leikinn er ríkjandi og birtist helst
í sýnilegum saumum og grófum
efnum. Sloppurinn sem bundinn
er utan um keppnismenn í þess-
um greinum er mikið notaður og
áhrif frá honum sjást í mörgum
flíkum. Ríkjandi litir eru ljósblár,
grásvartur og lime-grænn.
Dorothy Perkins er himnasending
fyrir pæjur á aldrinum 30-50 ára.
Þarna geta konur á þessum aldri
fundið smekklegan fatnað sem
er afar móðins og um leið á góðu
verði. Sumarlínan hjá Dorothy
Perkins er dásamlega flott og
sækir áhrifa úr ýmsum áttum.
Ein línan kallast Ladylike og
sækir innblástur til sjöunda ára-
tugsins sem eins og margir vita
er mjög áberandi í tískunni í dag.
Doppótt munstur er yfirgnæfandi
á flíkunum og litirnir eru aðallega
dökkblár, rauður og hvítur. Einnig
eru slaufur áberandi, axlabönd,
blómakjólar og blúndur.
Áhrif frá tímum Napóleons
eru notuð í Revolution sem von er
á í búðir í janúar. Þar er að finna
stutta klæðskerasniðna jakka,
stuttar buxur, þröng mitti og
fleiri áhrif frá gömlum flíkum.
Línan Ooh lala er síðan væntan-
leg í febrúar með kjólum í anda
sjötta áratugarins, meiri doppur
og blöðrupils. Í mars
er það svo Peasant-
línan sem sækir
áhrif í sveitalífið
með blómakjólum
og rómantískum
sniðum.
DOROTHY
PERKINS Meiri
tímabilaáhrif
hér á ferðinni,
klútur og stór
sólgleraugu.
FLOTTIR SKÓR Í viktoríönskum og sixtís-stíl.
TÍMABILAÁHRIF Þessi kjóll gæti alveg
verið frá sjötta áratugnum.
SKÓTÍSKA Doppótt og dásamlegt í skótísk-
unni hjá Dorothy Perkins.
Dásamlegir tískustraumar á leiðinni
Fyrirtækið Arcadia hélt sýningu fyrir blaðamenn í London á dögunum þar sem kynntar voru vor- og sumarlínur ársins 2006 en fyr-
irtækið rekur búðir eins og Topshop, Topman, Dorothy Perkins og Evans. Borghildur Gunnarsdóttir kynnti sér komandi áhrif í tísk-
unni.
Topshop
Hönnuðirnir hjá Topman hafa góða trú á því að karlmenn séu smátt
og smátt að verða hugrakkari þegar kemur að tískunni. Fötin sem eru
væntanleg hjá Topman státa því af djörfum stíl en afar smekklegum.
Geek: Hér er nördastíllinn í öllu sínu veldi. Blandað
er saman mjúkum pastellitum annars vegar og skær-
um litum hins vegar og áhrifavaldur er meðal annars
listaverk David Hockneys. Stíllinn er afslappaður en
um leið ákveðinn með skjannahvítum lit á móti sterk-
um litum. Mjúkir stuttir sumarjakkar eru notaðir
með buxum með broti og nördalegu prjónavesti yfir
skyrtu.
Tough love: Litir eru aðal drifkrafturinn hér. Fötin
eru frekar einföld og ekki mjög áberandi en undir-
liggjandi er hermannastíllinn sem setur svip á snið-
in. Einnig hafa hönnuðir notast við áprentun og er
hún í pönkuðum stíl.
Trailer: Áhrif sótt í stíl þeirra Ameríkana sem kall-
aðir eru hvítt rusl eða hjólhýsapakk. Mikilvægt er
að klæðast mörgum lögum af fötum í þessum stíl.
Sveitalubbagallabuxur við skyrtur með bótum á olnbogum og herðum.
Litir eru jarðartónar og einstaka skærir litir inn á milli. Flíkurnar eru
frekar hráar og eiga að virka eins og þær séu notaðar.
Culture: Þessi lína sem kennir sig við menninguna er í raun að vísa til
menningarinnar á Portobello Road að sögn hönnuða Topman. Stíllinn
á að vera nokkurs konar blanda af notuðum fötum og nýjum. Þröngar
gallabuxur, litríkir gamaldags bolir, axlabönd og stuttir jakkar. Nokkr-
ar flíkurnar eru í raun flíkur sem hönnuðirnir fundu á flóamörkuðum
og létu endurgera og fjöldaframleiða.
Zen: Eins og nafnið bendir til eru áhrif sótt í japanska menningu í þess-
ari línu. Litirnir eru rólegir og yfirvegaðir og það er fátt sem truflar
augað þegar litið er yfir fötin. Dempaðir litir eru fengnir með því að þvo
flíkurnar á vissan hátt og tóna þannig skæra liti niður.
Topman
Dorothy Perkins
Evans er staðsett í Hagkaupum og þar er einnig hægt að finna
föt fyrir konur á aldrinum 30 og upp úr. Búðin einbeitir sér
að því að bjóða upp á tískuvöru líka því sem aðrar tískubúð-
ir bjóða upp á en í stærri stærðum. Þar af leiðandi er mikil
tímabilatíska á leiðinni þar í bland við hermannaáhrif.
Hvíti liturinn verður ríkjandi í bland við doppótt mynstur
sem og röndótt og sterka liti inn á milli. Einnig er mikið af
rómantískum fötum með blúndum og pífum og litum eins
og ljósbláum, ljósbrúnum og fölbleikum. Það er gott að
vita af búðum sem viðurkenna þá staðreynd að þó konur
eldist þá vilja þær ennþá vera pæjur og fylgja tískunni
og bæði Evans og Dorothy Perkins bjóða upp á afar
sjarmerandi flíkur handa þessum konum.
Evans
SILFUR Sætur silfraður sixtís-kjóll úr smiðju
Topshop.
SIXTÍS Hér er auðvelt að sjá
áhrif frá sjöunda áratugnum.
EVANS Allt er vænt sem vel er grænt.
Sæt prjónapeysa í sixtís-stíl.
TOPMAN Rauður, blár og hvítur eru
ríkjandi hjá Topman.
NÖRDINN Graham
Coxon í Blur og
Rivers Cuomo í Weez-
er eiga sennilega
báðir mikinn þátt í að
nördalúkkið þykir töff
í dag.
KÓNGURINN? Töff sólgleraugu úr Topman
sem hefðu getað verið í eigu Elvis Presley.
CULTURE Einnig úr línunni
þar sem Portobello Road
var áhrifavaldur. Gamal-
dags og töff.
TRAILER Þessi föt eru úr línunni
Trailer og sækja áhrif í hjólhýsa-
hyski Bandaríkjanna.
TOPMAN Komandi sum-
artíska er afar skrautleg
og fjölbreytt.
PORTOBELLO Þessi lína gæti vel verið beint
úr næstu búð með notuð föt, en er þó
væntanleg í búðir Topman.
SÓLGLERAUGU Stór og
flott sólgleraugu sem
minna á þau sem Audrey
Hepburn gekk oft með.