Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 94

Fréttablaðið - 25.11.2005, Page 94
 25. nóvember 2005 FÖSTUDAGUR62 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HRÓSIÐ ...fær William Hung fyrir að vera alltaf svona jákvæður. LÁRÉTT 2 gáski 6 þys 8 knæpa 9 lofttegund 11 tveir eins 12 tárfelldu 14 hroki 16 ætíð 17 hár 18 enþá 20 samtök 21 karl. LÓÐRÉTT 1 korntegund 3 í röð 4 limlesta 5 rönd 7 fiskur 10 út af fyrir sig 13 efni 15 örk 16 er 19 ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2 fjör, 6 ys, 8 krá, 9 gas, 11 kk, 12 grétu, 14 dramb, 16 sí, 17 ull, 18 enn, 20 aa, 21 mann. LÓÐRÉTT: 1 bygg, 3 jk, 4 örkumla, 5 rák, 7 sardína, 10 sér, 13 tau, 15 blað, 16 sem, 19 nn. Eitthvað sem ég held að flest allir ef ekki allir upplifi á lífsleiðinni er að standa í flörti á vinnustað. Það er þó ekki þannig að það hafi verið ætlunin frá fyrsta vinnuviðtali að finna sér einhvern til að daðra við á daginn þegar makinn sér ekki til. Einhverra hluta vegna æxlast það yfirleitt þannig að manni tekst að finna sér einhvern til að titla „uppáhalds samstarfsmanninn“. Ég held að ég hafi alltaf átt mér einn slíkan nema kannski sumarið sem ég var að vinna í banka þar sem starfs- fólkið samanstóð af tíu konum og einum karlmanni á „besta“ aldri. Það sumar var ég sérlega iðin vinnunni og hefur sjaldan þótt eins erfitt að koma mér af stað á morgnana. Svo ekki sé talað um hvernig ég klæddi mig upp fyrir daginn. Fyrir nokkrum árum var ég að vinna á stað með fjórum afar laglegum mönnum. Það telst mjög gott skor töl- fræðilega séð og ég var í essinu mínu í vinnunni. Þetta sumar var ég singúl í fyrsta sinn í mörg ár svo mér fannst ég mega dilla mér fram úr hófi, klæðast stuttum pilsum og vanda mig við að vera sæt. Að sjálfsögðu krýndi ég einn þeirra sem minn uppáhalds og passaði að hann sæi öll múvin mín. Fljótlega var fyrsta vinnustaðardjammið haldið. Ég hafði afskaplega mikið fyrir því að líta vel út það kvöldið og mætti uppstríluð í besta dressinu mínu. Þegar líða tók á kvöldið vorum við farin að sýna hvort öðru einkennilega mikinn áhuga sem ég held að flestir hafi tekið eftir. Þar sem nokkur hvítvínsglös voru í höfn var athyglin á því farin að bresta. Í stuttu máli þá endaði þetta kvöld eins og flestir höfðu séð fyrir. Nema hvað að á leiðinni heim leið drengurinn út af og gubbaði í leigubílinn. Ég dröslaði honum inn til sín og undir sæng en skellti mér á sófann af hræðslu við að maginn hans gerði frekari uppreisn. Þegar ég vaknaði hjá honum daginn eftir, sem var nota bene vinnudagur, sást langar leiðir að hann langaði helst að gufa upp. Við tókum leigubíl saman í vinnuna með stuttu stoppi heima hjá mér til að skipta um föt. Þegar við komum í vinnuna ákváð- um við að labba inn í hvort í sínu lagi og reyna að vera alveg eðlileg. Við vorum þó ekki eðli- legri en það að allt í einu vorum við hætt að tala saman í vinnunni og forðuðumst hvort annað eins og heitan eldinn. Aumingja drengurinn þorði varla að yrða á mig það sem eftir lifði sumars og ég einbeitti mér að öðrum vettvöngum deitlífsins. Ég held að það sé mun vænlegra að standa í skemmtilegu flörti og láta það aldrei verða meira en flört. Það er mun vænlegra að halda skemmtanalátunum fyrir vinina og láta aldrei glitta í vitleysinginn í vinnunni. REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR LÆRIR AF REYNSLUNNI Vinnustaðaflört FRÉTTIR AF FÓLKI Betri helmingur bandaríska rokk dúettsins the White Stripes, Meg White, var stödd á útgáfutónleikum íslensku sveitanna AmPop og Worm is Green á Nasa á miðvikudagskvöldið. Tónleikar AmPop heppnuðust víst afar vel og meðlimir öruggir á sviðinu. Meðal annarra gesta voru tónlistarspekúlant- arnir Andrea Jóns, Óli Palli og Ágúst Bogason á Rás 2 og Airwaves-mennirnir Árni E. og Egill Vínýll. Að sögn gesta var Meg hin hressasta og horfði á alla tónleikana. Jack White er farinn af landinu en kunnugir segja að Meg sé búin að hanga á barnum Sirkus öll kvöld. Það er því spurning hvort að hún gerist næsti Damon Albarn íslands og kaupi hlut í barnum. Ein vinsælasta heimasíða landsins, www.fazmo.is, hefur lagt upp laup- ana og í staðinn er komin ný sem ber heitið www.tveir.is. Fazmo-klíkan varð fræg á einni nótt þegar hún var bendluð við slagsmál í miðborg Reykjavíkur. Eftir töluverða fjölmiðlaumfjöllun brugðu aðstandendur fazmo.is á það ráð að fríska upp á ímynd heimasíð- unnar. Fóru þeir að skipta sér af prófkjörsmálum Sjálfstæðisflokksins og auk þess að tjá sig um það sem bar hæst í þjóðmála- umræðunni. Aðstandendur síðunnar eru ekki hættir afskiptum af bloggi og öðrum nettengdum málefnum þó fazmo-síðan sé horfin á braut. Klíkan er nú reyndar orðin tveggja manna tal því tveir.is samanstendur af þeim Hallgrími Andra og Ingvari Þór. Nýja heimasíðan ber þess glögg merki að þar eru á ferðinni þroskaðir menn með háleit markmið því þeirra fyrsta verkefni er að standa fyrir atburði sem ber heitið „Við nauðgum ekki“ og verður á Óliver í kvöld. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Í lok ársins 2008 2 100 pör 3 Coca Cola Fyrir tíu árum var Ólafi Páli Gunn- arssyni boðið á Glastonbury-hátíð- ina sem starfsmanni Rásar 2 af BBC. Þessi ferð átti eftir að draga dilk á eftir sér því þessum rafeinda- virkja af Akranesi var í kjölfarið boðið að vera með þátt um tónlist og Rokkland varð að veruleika. Ólaf- ur Páll hefur nú haft umsjón með þættinum í áratug og því tilvalið að fagna þessum tímamótum með viðeigandi hætti. Boðið hefur verið í afmæli á Grand Rokki í kvöld þar sem starfsmenn RÚV standa fyrir skemmtidagskrá auk þess sem hin bráðefnilega Jakobínarína spilar en hún á einmitt lag á nýjasta Rokk- landsdisknum. „Reyndar eiga Roll- ing Stones það líka en þeir áttu ekki heimangengt að þessu sinni,“ segir Ólafur og hlær. Þá þykir mjög lík- legt að útvarpsmaðurinn troði sjálf- ur upp og spili með stórsveit sinni en það er ekki algengt að hann sýni tónlistarhæfileika sína opinberlega. „Nei, ég geri mjög lítið af þessu,“ útskýrir hann. Á þessum áratugaferli hefur Ólafur Páll komist í kynni við fjöld- ann allan af tónlistarfólki af öllum stærðum og gerðum. „Ég man eftir fyrsta viðtalinu við Sigur Rós árið 1997 og þá er mér minnistætt við- tal við Chris Martin, forsprakka Coldplay, þegar þeir komu hingað í fyrsta skipti,“ segir Ólafur en Martin var svo ánægður með við- talið að það rataði inn á heimasíðu sveitarinnar. „Hann tók síðan mjög vel á móti mér og konunni minni þegar við fórum að sjá þá hita upp fyrir U2 í Slane-kastala.“ Ólafur segist vera mjög þakk- látur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna við ástríðuna sína sem tónlistin sé. Hann á þó enn eftir að taka draumaviðtalið sem er við átrúnaðargoðið Neil Young. „Ég veit samt ekki hvort ég myndi þora því af ótta við vonbrigði en varla slægi ég þó hendinni á móti því ef mér gæfist þess kostur.“ - fgg Á enn eftir að taka draumaviðtalið ÓLAFUR PÁLL Hefur verið einvaldur Rokklands í tíu ár og það stefnir ekkert í að valdatím- anum fari að ljúka enda segist Ólafur ennþá hafa gaman af því sem hann er að gera. FRÉTTABLAÐIÐ / GVA Í gær var í Laugarásbíói frum- sýnd heimildarkvikmyndin Ómur af söng en það er heimildarmynd eftir Þórstein Jónsson. Þar er brugðið upp mynd af lífinu á dvalarheimilum Hrafnistu bæði í Reykjavík og Hafnarfirði. Aðal- persónan er Guðný Þórðardóttir sem er 93 ára gömul en hvergi af baki dottin. Hún syngur í kórnum, áformar að setja á svið leikþátt og leika þar aðalhlutverkið. Þá koma einnig við sögu Sigurður Ólafsson sem segist vera kominn í Paradís og Klöru Tryggvason sem fær sínar heimsóknir aðallega í gegn- um pakka og símtala þar sem flest börnin hennar búa erlendis. Leikstjórinn var að vonum mjög spenntur fyrir frumsýningunni. „Þetta er mynd um hvernig það er að lifa inni á elliheimili og hvern- ig má hafa gaman af því,“ segir Þórsteinn en hann var á hraðferð niður í bíó til að taka á móti frum- sýningargestum. „Þau eru á fullu í sköpun, syngja í kór og þjálfa líkamann,“ heldur hann áfram og bætir enn fremur við að það séu dansleikir í hverri viku. „Þetta er heimur sem kom mér á óvart,“ við- urkennir hann. Þórsteinn segir að menning þessarar kynslóðar fylgi þeim inn á heimilið og hann segist hafa velt því fyrir sér hvað unga fólkið taki með sér þegar þeirra tími komi. „Ætli það verði ekki tölvur og sjónvarp,“ segir hann og hlær. Myndin var eitt og hálft ár í vinnslu en hann byrjaði án þess að hafa einhverjar ákveðnar per- sónur í huga en svo hafi hann ein- beitt sér að þeim persónum sem höfðu sögu að segja. „Það er eng- inn sögumaður sem leiðir til þess að það þarf að taka upp mikið efni þar sem myndirnar þurfa að segja alla söguna,“ útskýrir hann. Leikstjórinn segir það hálf hryggilegt hvað unga fólkið hafi glatað mikið af samskiptum við eldri kynslóðina. „Við erum ekki að vanrækja þau heldur sjálf okkur. Það ætti í raun að vera opið hús á Hrafnistu þar sem ungu fólki gæfist kostur á að ræða við öldungana,“ segir Þórsteinn. Það var Hrafnista sem átti frumkvæð- ið að þessari mynd en Þórsteinn segir þetta þó vera langt frá því að vera kynningarmynd um dval- arheimilið. „Þeir eru það ánægð- ir að þeir ætla að bjóða þjóðinni frítt á myndina í næstu viku,“ segir Þórsteinn og reiknar enn fremur með því að myndin rati í sjónvarpið. freyrgigja@frettabladid.is ÞÓRSTEINN JÓNSSON: HEIMUR SEM KOM Á ÓVART Fólkið á Hrafnistu kann að skemmta sér ÞÓRSTEINN JÓNSSON Frumsýndi í gær heimildarkvikmynd um íbúa á dvalarheimilum Hrafnistu í bæði Reykjavík og Hafnarfirði. Hrafnista hefur ákveðið að bjóða þjóðinni frítt á hana alla næstu viku. FRÉTTABLAÐIÐ / STEFÁN DV o g H er ef or d ste ikh ús b jóð a 2 f 1 út að b or ða (Sj á n án ar in ni í bl að in u) ( j i i í l i ) Strokudrengur Skilað til félagsmála- yfirvalda DV o g He re fo rd st eik hú s b jó ða 2 f 1 út a ð bo rð a (S já n án ar in ni í bl að in u) i j ( j i i í l i ) DV2x10 24.11.2005 20:51 Page 1 1 dál ur 9.9.2005 15:17 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.