Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 41

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 41
FÖSTUDAGUR 2. desember 2005 5 Mónika Melkorka Arnarsdóttir er sjö ára gömul og er rosalega dugleg að spara peninga. Hún er búin að missa fjórar tennur sem hún setti undir koddann fyrir tannálfinn. Mónika var ekki alveg klár á því hversu margir peningar væru í sparibauknum þegar blaðamaður spurði hana að því. Baukurinn var hins vegar nokkuð þungur og Món- ika er viss um að í bauknum leynist nokkrir seðlar. „Það eru fjólubláir seðlar í bauknum,“ segir hún stolt og sýndi blaðamanninum einn fjólubláan seðil sem hún fékk frá tannálfinum, og hún geymir seðil- inn á góðum stað í herberginu sínu svo enginn komist í hann. Peningana sem Mónika fær í baukinn segist hún fá frá mömmu sinni. „En svo vinn ég líka fyrir peningum. Ég tek til á laugardög- um og þá fæ ég einn rauðan pening. Svo á ég líka Latabæjarpeninga og þegar kemur sumar þá ætla ég að kaupa hollan mat og papriku fyrir Latabæjarpeningana. Maður getur ekki keypt dót fyrir Latabæjarpen- ingana bara hollan mat, sem maður kaupir í Hagkaup.“ Mónika á líka fullt af peningum í bankanum. „Spairbaukurinn er fullur. Ég á tvo sparibauka en hinn er í bankanum. Í bankanum á ég alveg meira en mamma og Logi,“ segir Mónika og blaðamaðurinn gapti af undrun og sagði henni að hún væri nú ekkert smá rík að eiga svona marga peninga. „Já ég veit,“ samþykkir Mónika. „Ég ætla að geyma peningana þangað til ég verð 19 ára þá ætla ég að kaupa mér hús og bíl og gjöf handa mömmu.“ Mónika segist halda að fólk verði ríkt með því að safna peningum og vinna en einnig segir hún fólk vera ríkt þegar það á góða vini og góða mömmu. johannas@frettabladid.is Maður er ríkur þegar maður á góða mömmu Mónika Melkorka Arnarsdóttir er hagsýn sjö ára gömul stelpa. Jólasmjörið er nú selt á tilboðsverði í öllum verslunum. Allir þurfa smjör en kannski sjaldan jafn mikið og nú þegar jólin eru á næsta leiti. Stórbaksturinn er fram undan, smjör er nauðsynlegt á laufabrauðið og enginn kemst í gegnum jólin án góðrar smjörklípu. Osta- og smjörsalan er því komin í hátíðaskapið og hvetur alla til að kaupa sér jólasmjörið á tilboði í næstu verslun. Jólasmjörið á tilboði NÚ ER LAG AÐ GRÍPA EITT SMJÖR- STYKKI ÚR BÚÐINNI. Vinnufatabúðin býður nú upp á 20-30 prósenta afslátt af öllum kuldaflíkum. Afslættinum lýkur ekki fyrr en í mars en á niðursettu verði eru tíu til fimmtán tegundir af kuldajökkum og -úlpum fyrir herra. Viðskiptavinum er velkomið að skipta vörunum í aðra stærð eða flík og eru ein tímamörk sett á skilin, hvort sem fólk vill skipta fyrir eða eftir jól. Vinnufatabúðin er til húsa á Laugavegi 76. tilboð } Kuldadagar 20-30 PRÓSENTA AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KULDAJÖKKUM OG -ÚLPUM Í VINNUFATABÚÐINNI. Í ÚTILÍFI Í SMÁRALIND Í DAG GEFST FÓLKI KOSTUR Á AÐ KAUPA SÉR HLAUPASKÓ FRÁ ADIDAS Á KYNN- INGARAFSLÆTTI. Í dag aðstoða sérfræðingar frá Adidas fólk við að velja hlaupaskó sem henta hlaupalagi hvers og eins og verður sú hlaupagreining viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Einnig verða Adidas-hlaupaskórnir á 20 prósent kynningarafslætti. Sértu svo ekki ánægð eða ánægður með skóna þína getur þú fengið þá end- urgreidda. Hlaupagreiningin verður á milli klukkan 13 og 18 í Útilífi í Smáralind. Adidas á afslætti HLAUPAGREINING OG KYNNINGAR- AFSLÁTTUR Í ÚTILÍFI.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.