Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 52

Fréttablaðið - 02.12.2005, Page 52
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR16 Fullkominn svefn Árið 1852 hóf fjölskylda í litlum sænskum bæ, Köping, að handgera rúm. Fimm kynslóðum síðar eru þau enn að búa til rúm sem af mörgum eru talin vera þau bestu í heimi og hvergi er slegið af kröfunum um þægindi. Hästens rúmin eru einu handgerðu rúmin í heiminum sem eru eingöngu unnin úr náttúrulegum efnum. Það er hvorki einfalt né ódýrt, en árangurinn er óviðjafnanleg þægindi. Ullin heldur á þér hita þegar kalt er en heldur hita frá þér þegar heitt er. Hrosshárin loftræsta raka úr dýnunni. Hörinn kemur í veg fyrir stöðurafmagn. Bómullin gefur rúminu mýkt. Viðarumgjörðin er úr furu sem vex hægt norðan við heimskautsbaug og gerir rúmið eins sterkbyggt og endingargott og hugsast getur. Syfjar þig? Komdu í verslun okkar og upplifðu hvernig svefninn í Hästens rúmi er gjöf frá náttúrunni. Við munum örugglega vekja þig fyrir lokun. Gæðavara byggð á 150 ára sænskri hefð nú fáanleg á Íslandi. Opnunartilboð! Fyrstu 25 sem kaupa Hästens rúm fá Hästens heilsukodda og Hästens Dream90 dúnsæng í kaupbæti. Verið velkomin. Opnum föstudaginn 2. desember! Hästens verslunin í Reykjavík Grensásvegi 3 108 Reykjavík simi 581 1006 Víðir Björnsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Nilfisk, er sparsamur í kaupum sínum og verslar lítið í útlöndum. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Ætli það sé ekki Tónabúðin. Hvað finnst þér er skemmtilegast að kaupa? Föt. Verslar þú í útlöndum? Nei, voða lítið. Kaupi þá helst eitthvert túrista- drasl. Einhverjar venjur við innkaupin? Já, ég spara. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum? Nei, ég geri það eiginlega aldrei. Ég reyni að vanda valið. KAUPVENJUR Kaupir túristadrasl í útlöndum 1. Harvest (1972). Eina lagið sem Young hefur komið í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans, Heart of Gold, er á þessari plötu. Að mati Youngs er þetta besta platan hans. 2. Everybody Knows This Is Nowhere (1969). Fyrsta plata Youngs með hljómsveit sinni The Crazy Horse. Samdi eitthvað af lögunum á plötunni meðan hann var enn í Buffalo Springfield. 3. Zuma (1975), Önnur af tveimur plöt- um sem Young gaf út árið 1975. Lagið Cortez the Killer var bannað á Spáni því það fjallaði um fjöldamorð Spánverjans Hernan Cortez á Astekum. Lagið er um sjö og hálf mínúta að lengd. 4. After the Gold Rush (1972). Á plötunni er lagið Southern Man þar sem Young drullar yfir Suðurríkin og varð upphafið að deilum hans og Lynyrd Skynyrd sem gerði í kjölfarið lagið Sweet Home Alabama. 5. Rust Never Sleeps (1979). Markaði enda glæsts ferils Youngs á áttunda áratugnum og síðan hófst mikil lægð í ferli hans í kjölfar fæðingar tveggja fjölfatlaðra barna hans. TOPP 5: NEIL YOUNG ... að elsta núlifandi skjaldbakan er 175 ára gömul? Skjaldbakan heitir Harriet og klaktist út árið 1830. ... að harðskreiðasta slangan á landi er svört mamba sem getur á stuttum sprettum á jafnsléttu skriðið á sextán til nítján kílómetra hraða á klukkustund? ... að krókódílafræðingurinn Steve Irwin er með gervihné eftir að krókódíll réðst á hann við gerð kvikmyndarinnar Krókó- dílaveiðarinn árið 2000? ... að skjaldbakan Charlie er sú sprett- harðasta í heiminum en hún röltir 5,48 metra langa braut á 43,7 sekúndum eða á 0,45 kílómetra hraða á klukkustund? ... að búrmapýton-slangan Baby var árið 1998 182,76 kíló, 8,22 metrar á lengd og 71,12 sentimetrar að ummáli? Það þarf níu manns til að lyfta henni og Baby étur fjórar til fimm hænur á hálfs mánaðar fresti. ... að hinn baneitraði Gabon-höggormur hefur lengstu eiturtennur allra snáka en tennur einnar slíkrar slöngu mældust fimmtíu millimetrar? VISSIR ÞÚ ... VÍÐIR TEKUR EKKI SKYNDI- ÁKVARÐANIR Í FATAKAUPUM. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þeir eru fáir sem toppa Neil Young í töff- araskap en hann hefur oft verið kallaður bæði guðfaðir grunge- og indie-rokksins í Bandaríkjunum. Sólarupprás í Reykjavík. Ljósmynd/Pjetur SJÓNARHORN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.