Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 52

Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 52
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR16 Fullkominn svefn Árið 1852 hóf fjölskylda í litlum sænskum bæ, Köping, að handgera rúm. Fimm kynslóðum síðar eru þau enn að búa til rúm sem af mörgum eru talin vera þau bestu í heimi og hvergi er slegið af kröfunum um þægindi. Hästens rúmin eru einu handgerðu rúmin í heiminum sem eru eingöngu unnin úr náttúrulegum efnum. Það er hvorki einfalt né ódýrt, en árangurinn er óviðjafnanleg þægindi. Ullin heldur á þér hita þegar kalt er en heldur hita frá þér þegar heitt er. Hrosshárin loftræsta raka úr dýnunni. Hörinn kemur í veg fyrir stöðurafmagn. Bómullin gefur rúminu mýkt. Viðarumgjörðin er úr furu sem vex hægt norðan við heimskautsbaug og gerir rúmið eins sterkbyggt og endingargott og hugsast getur. Syfjar þig? Komdu í verslun okkar og upplifðu hvernig svefninn í Hästens rúmi er gjöf frá náttúrunni. Við munum örugglega vekja þig fyrir lokun. Gæðavara byggð á 150 ára sænskri hefð nú fáanleg á Íslandi. Opnunartilboð! Fyrstu 25 sem kaupa Hästens rúm fá Hästens heilsukodda og Hästens Dream90 dúnsæng í kaupbæti. Verið velkomin. Opnum föstudaginn 2. desember! Hästens verslunin í Reykjavík Grensásvegi 3 108 Reykjavík simi 581 1006 Víðir Björnsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Nilfisk, er sparsamur í kaupum sínum og verslar lítið í útlöndum. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Ætli það sé ekki Tónabúðin. Hvað finnst þér er skemmtilegast að kaupa? Föt. Verslar þú í útlöndum? Nei, voða lítið. Kaupi þá helst eitthvert túrista- drasl. Einhverjar venjur við innkaupin? Já, ég spara. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum? Nei, ég geri það eiginlega aldrei. Ég reyni að vanda valið. KAUPVENJUR Kaupir túristadrasl í útlöndum 1. Harvest (1972). Eina lagið sem Young hefur komið í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans, Heart of Gold, er á þessari plötu. Að mati Youngs er þetta besta platan hans. 2. Everybody Knows This Is Nowhere (1969). Fyrsta plata Youngs með hljómsveit sinni The Crazy Horse. Samdi eitthvað af lögunum á plötunni meðan hann var enn í Buffalo Springfield. 3. Zuma (1975), Önnur af tveimur plöt- um sem Young gaf út árið 1975. Lagið Cortez the Killer var bannað á Spáni því það fjallaði um fjöldamorð Spánverjans Hernan Cortez á Astekum. Lagið er um sjö og hálf mínúta að lengd. 4. After the Gold Rush (1972). Á plötunni er lagið Southern Man þar sem Young drullar yfir Suðurríkin og varð upphafið að deilum hans og Lynyrd Skynyrd sem gerði í kjölfarið lagið Sweet Home Alabama. 5. Rust Never Sleeps (1979). Markaði enda glæsts ferils Youngs á áttunda áratugnum og síðan hófst mikil lægð í ferli hans í kjölfar fæðingar tveggja fjölfatlaðra barna hans. TOPP 5: NEIL YOUNG ... að elsta núlifandi skjaldbakan er 175 ára gömul? Skjaldbakan heitir Harriet og klaktist út árið 1830. ... að harðskreiðasta slangan á landi er svört mamba sem getur á stuttum sprettum á jafnsléttu skriðið á sextán til nítján kílómetra hraða á klukkustund? ... að krókódílafræðingurinn Steve Irwin er með gervihné eftir að krókódíll réðst á hann við gerð kvikmyndarinnar Krókó- dílaveiðarinn árið 2000? ... að skjaldbakan Charlie er sú sprett- harðasta í heiminum en hún röltir 5,48 metra langa braut á 43,7 sekúndum eða á 0,45 kílómetra hraða á klukkustund? ... að búrmapýton-slangan Baby var árið 1998 182,76 kíló, 8,22 metrar á lengd og 71,12 sentimetrar að ummáli? Það þarf níu manns til að lyfta henni og Baby étur fjórar til fimm hænur á hálfs mánaðar fresti. ... að hinn baneitraði Gabon-höggormur hefur lengstu eiturtennur allra snáka en tennur einnar slíkrar slöngu mældust fimmtíu millimetrar? VISSIR ÞÚ ... VÍÐIR TEKUR EKKI SKYNDI- ÁKVARÐANIR Í FATAKAUPUM. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þeir eru fáir sem toppa Neil Young í töff- araskap en hann hefur oft verið kallaður bæði guðfaðir grunge- og indie-rokksins í Bandaríkjunum. Sólarupprás í Reykjavík. Ljósmynd/Pjetur SJÓNARHORN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.