Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 64

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 64
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR Stóra svið Salka Valka Su 4/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Woyzeck Í kvöld kl. 20 Mi 7/12 kl. 20 UPPS Fö 9/12 kl. 20 Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Kalli á þakinu Su 4/12 kl. 14 Su 11/12 kl. 14 Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Brot af því besta! Í forsal Borgarleikhússins Rithöfundar lesa úr nýjum bókum fimmtudagskvöldið 8/12 kl. 20 Guðrún Eva Mínervudóttir, Hallgrímur Helgason, Hreinn Vilhjálmsson, Ingibjörg Hjartardóttir, Ólafur Gunnarsson, Þórarinn Eldjárn Léttur jóladjass og kaffihúsastemning. Allir velkomnir Aðgangur ókeypis Nýja svið/Litla svið Lífsins tré Lau 3/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Síðustu sýningar! Þrjár systur e. Tsjekhov Nemendaleikhúsið Frumsýning su 4/12 kl. 20 UPPSELT Þr 6/12 kl. 20 UPPS Lau 10/12 kl. 20 Su 11/12 kl. 20 Þr 13/12 kl. 20 Manntafl Fö 9/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 Alveg brilljant skilnaður Su 4/12 kl. 20 UPPSELT Fi 29/12 kl. 20 AUKASÝNING Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING Síðustu sýningar! ☎ 552 3000 Laugardag 3/12 LAUS SÆTI Frábær skemmtun! VS Fréttablaðið lau. 3. des. kl. 17:00 Síðasta sýning fyrir jól Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 ÉG ER MÍN EIGIN KONA föstudagur. laugardagur. sunnudagur. miðvikudagur. fimmtudagur. ósóttir miðar í sölu uppselt ósóttir miðar í sölu laus sæti örfá sæti 2.12 3.12 4.12 7.12 8.12 Ath. ósóttar pantanir seldar viku f. sýn. 22. sýn. 3. des. - Örfá sæti laus 23. sýn. 10. des. 24. sýn. 28. des. KRINGLUKRáIN fyrir leikhúsgesti Tilboðsmatseðill KRINGLUK ÁIN BÓKMENNTIR [UMFJÖLLUN] „Það er í mannlífinu af nógu að taka. Það lifa því allir, fáir þekkja þó, en þar sem á er gripið mark- vert nóg“, segir í forleiknum að Fást eftir Goethe (þýð. Yngvi Jóhannesson). Áskorun þýska skáldsins er reyndar djarfari á frummálinu, hvatning í senn til að sökkva sér í ríkulegt mann lífið og taka til hendinni - af nógu er að taka. Orð Goethes eru stund- um dregin fram sem áskorun til skálda um að ráðast til atlögu við mannlíf samtíma síns, glíma við nútímann en leita hvorki á vit for- tíðar né fagurfræði. Hallgrímur Helgason tekur þessari áskorun, hann ræðst bæði í og á nútímann, og hann gerir það af dirfsku, krafti og húmor. Í leikriti Goethes eru hin frægu orð reyndar lögð í munn „gam- ansömum náunga“ sem svo heit- ir í þýðingunni og það á líka vel við: Hallgrímur dregur klisjur nútímans sundur og saman í háði, án þess þó að þykjast vita betur, hann ærslast í orðunum svo stundum verður lesanda nóg um. Sumir geta jafnvel ekki lesið hann nema í smáum skömmtum, en Hallgrímur er enginn and- legur smáskammtalæknir, hann breiðir úr sér, hann skýtur yfir markið, og í það og allt í kringum það í leiðinni. Þetta hefur jafnan verið aðferð hans sem höfundar, frekar of mikið en of lítið, frásögnin er aldrei sem lygnt fljót, heldur sem straumhörð á í klettabelti og les- andinn verður að hafa sig allan við á sínum kajak, þetta er flúða- sigling á fjögurhundruð síðum. Þessi frásagnarháttur hefur tvo meginkosti: Hann er sérlega nýti- legur til að draga upp sterka sam- tímamynd, einsog Hallgrímur gerði í 101 Reykjavík þegar hann tjáði nývakta sjálfsvitund einnar minnstu höfuðborgar heims. Og hann dugir líka vel til að kafa í hugmyndir, sjálfsmyndir og goð- sagnir okkar einsog hann gerði í Höfundi Íslands; kannski brokk- geng bók en hafði meðal annars þann kost að bjarga Halldóri Lax- ness undan mærðarfullum klisj- um sem voru að kæfa hann sem höfund, og gera hann aftur að þeim sjálfsagða hluta krítískrar bókmenntaumræðu sem er verð- ugt hlutskipti alvöru höfunda. Því eru þessar mikilvægustu bækur Hallgríms nefndar að Rokland á heima með þeim og meira en það, hún er að minni hyggju sterkasta bók hans. Hann leikur á fleiri strengi tilfinninga- skalans, hann gengur nær bæði lesanda og sjálfum sér. Þegar hér var vitnað til Goethes var það gert aðal persónunni, Böðvari H. Steingrímssyni, til heiðurs; hann er unnandi klassískrar þýskrar menningar - sem hefur jafnan verið hlutskipti sérvitringa á Íslandi - og hann er haturs maður flestra menningarfyrirbæra nútímans, utan hvað hann blogg- ar til að fá útrás fyrir skoðan- ir sínar. Við kynnumst honum þar sem hann er aftur fluttur heim til móður sinnar á Sauðár- krók eftir nokkurn þvæling og skynjum strax að klúðrið fylgir honum einsog ógæfan og andlits- grettan - það eru til svona menn sem eru alltaf á svip einsog þeir finni vonda lykt af umhverfi sínu. Aðstaðan getur reyndar minnt á eina af skemmtilegri skáldsögum bandarískum, Confederacy of Dunces, Aulabandalagið einsog hún var þýdd á íslensku, eftir John Kennedy Toole: þar bjó líka sérvitur unnandi heimsmenn- ingar og hatursmaður nútímans heima hjá móður sinni. En lengra nær samlíkingin ekki. Sögusvið Hallgríms er ekki New Orleans einsog hjá Kenn- edy Toole, heldur Sauðárkrókur, nánast götu fyrir götu, hús fyrir hús. Myndin af íslenskum kaup- stað verður einstaklega sterk af því við skynjum hana með augum utangarðsmannsins sem finnst frekar að hann eigi að vera í Bayreuth en undir bláhimni, og er samt að reyna að púsla sér saman einhvers konar lífi. Allt í kringum hann eru stórbrotnar aukapersón- ur og þó hvergi minnisstæðari en á hótelinu: Keli hótelstjóri, Manni Volgu, svörtu systurnar - það er enginn miskunn einsog Keli hefði orðað það. Og ströggl Bödda verð- ur alltaf erfiðara og erfiðara af því hann hefur ofnæmi fyrir öllu í kringum sig, ekki af því allir fari svo illa með hann, heldur af því hann fæddist í vitlausu þjóðfélagi einsog segir á einum stað. Þótt hann sé oft óþolandi og ömur- legur fáum við samt samúð með honum, samúð sem eykst eftir því sem harðnar á hans andlega dal - líka af því höfundurinn hefur vit á að gefa honum sín móment einsog stundirnar með barninu: „Sál hans yfirfylltist skyndilega og út yfir barma hennar lak volg- ur straumur út í efnið, líktog sálin hefði migið á sig af gleði.“ Aðeins maður sem er lentur á vitlausum stað getur verið svona næmur fyrir umhverfi sínu, látið okkur sjá það nýjum augum. Þarna er fólk sem við höfum hitt og setið með í fermingarveislum og talað við og aldrei kynnst í alvöru. Við lifum þessu lífi, svo lagt sé útaf Goethe, en kannski þekkjum við það ekki fyrr en við lesum bækur einsog Rokland, og við sjáum að það sem á er gripið er markvert nóg. Ádeilan á fjölmiðlun nútím- ans er beitt og skemmtileg en fyrirsjáanlegri, og endir á svona bók getur sjaldnast risið undir upphafi hennar. Mannlífsmynd- in og persóna Bödda eru sterk- ustu þættir verksins. Hallgrímur ölvast stundum af eigin andríki en hann heldur alltaf dampi, bókin er skrifuð af smitandi krafti og mælsku, hún er full af óborgan- legum senum og þó sorglegum, hún tekur á mannlífinu og tekst á við það og höfundinum tekst vel upp og útkoman er ótrúlegur texti. Halldór Guðmundsson 550 Sauðárkrókur ROKLAND Höf: Hallgrímur Helgason Útg: Mál og menning, 2005 Niðurstaða: „Höfundinum tekst vel upp og útkoman er ótrúlegur texti.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.