Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 65

Fréttablaðið - 02.12.2005, Side 65
FÖSTUDAGUR 2. desember 2005 49 Á morgun halda kennarar Tón- listarskóla Kópavogs tónleika í Salnum og koma þar fram ásamt nemendum sínum. Meðal annars verður frumflutt nýtt verk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem heitir Dútl og er samið fyrir flaut- ur, gítar og rafhljóð. Það eru tónlistarkennararnir Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem hafa umsjón með þessum tón- leikum sem hefjast klukkan 13 á morgun. Flutt verða verk fyrir flautu og gítar eftir J.S. Bach og Nicolai Paganini, gítarkvartett eftir Praetorius, flautuhljómsveit skól- ans leikur Canon eftir Pachebel og síðast en ekki síst verður frum- flutt nýtt rafverk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem kennir raftónlist við skólann. Þá munu yngri nemendur leika nokkur aðventulög með þeim Kristni og Guðrúnu og leynigestur kemur í heimsókn. „Þetta er söguleg stund í þessum geira,“ segir Guðvarður Gíslason á veitingastaðnum Apótekinu. Geirinn sem um ræðir er meira og minna í mótun, því þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á upplestur yfir hádegisverði hér- lendis. „Þetta er eiginlega byggt á breskri hefð sem kennd er við Speaker‘s Corner, og þekkist líka á Kaffi Viktor í Kaupmannahöfn.“ Á borðum verður gæsasúpa, fennelgrafinn lax, hreindýrapaté, túnfisktartar og parmaskinka, en með bækur næsta laugardag mæta Einar Kárason og Steinunn Sigurðardóttir. Þann 10. desem- ber les Hallgrímur Helgason upp úr Roklandi og Viktor Arnar Ing- ólfsson upp úr glæpasögunni Aft- ureldingu. Þann 17. les Þórarinn Eldjárn úr ljóðabókinni Hættir og mörk og Marta María Jónasdóttir og Þóra Sigurðardóttir úr skáld- sögunni Djöflatertan. „Höfundar verða viðstaddir í hádeginu, og upplesturinn hefst kl. 13.00 og stendur í klukkutíma. Fólki er frjálst að spjalla við þá að vild.“ Verður boðið upp á Djöflatertu þegar Marta María og Þóra lesa upp? „Ja, í raun ættum við að hafa skífuþeyti þegar lesið er upp úr Jónsbók. Og ef til vill minnist Hallgrímur Helgason á einhvern drykk í Roklandi sem hægt væri að hafa. En það er erfiðara að finna eitthvað fyrir Sólskinshest- inn hennar Steinunnar.“ Nema það væri bara hrossa- kjöt? „Við myndum nú ekki gera það, en kannski við höfum gæs fyrir Aftureldingu, sem fjallar um gæsaveiðimenn. Þegar við sýnd- um fótbolta hérna var ég til dæmis með „turkey sandwich“ þegar það var landsleikur við Tyrki.“ Er ætl- unin að halda eitthvað áfram með þetta fram á næsta ár? „Ef vel gengur þá er ég reiðu- búinn til samstarfs við hvaða útgefanda eða höfund sem er, enda eru laugardagar tilvaldir í svona nokkuð.“ Gæsasúpa og gullkorn rithöfunda ROKLAND Hallgrímur Helgason les upp úr bók sinni þann 10. desember á Apótekinu. NIVEA FERÐASETT FYRIR HERRA Jólagjafir í Apótekaranum SCHOLL GJAFASETT PURITY HERBS GJAFASETT 1.890 1.135 1.994 LEÐURHANSKAR 1.899 Nóatúni 17 • Akureyri • Mjódd • Smiðjuvegi ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� Kennt og numið HARALDUR VIGNIR SVEINSSON Nýtt verk eftir hann verður frumflutt.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.