Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 65
FÖSTUDAGUR 2. desember 2005 49 Á morgun halda kennarar Tón- listarskóla Kópavogs tónleika í Salnum og koma þar fram ásamt nemendum sínum. Meðal annars verður frumflutt nýtt verk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem heitir Dútl og er samið fyrir flaut- ur, gítar og rafhljóð. Það eru tónlistarkennararnir Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Kristinn Árnason gítarleikari sem hafa umsjón með þessum tón- leikum sem hefjast klukkan 13 á morgun. Flutt verða verk fyrir flautu og gítar eftir J.S. Bach og Nicolai Paganini, gítarkvartett eftir Praetorius, flautuhljómsveit skól- ans leikur Canon eftir Pachebel og síðast en ekki síst verður frum- flutt nýtt rafverk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem kennir raftónlist við skólann. Þá munu yngri nemendur leika nokkur aðventulög með þeim Kristni og Guðrúnu og leynigestur kemur í heimsókn. „Þetta er söguleg stund í þessum geira,“ segir Guðvarður Gíslason á veitingastaðnum Apótekinu. Geirinn sem um ræðir er meira og minna í mótun, því þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á upplestur yfir hádegisverði hér- lendis. „Þetta er eiginlega byggt á breskri hefð sem kennd er við Speaker‘s Corner, og þekkist líka á Kaffi Viktor í Kaupmannahöfn.“ Á borðum verður gæsasúpa, fennelgrafinn lax, hreindýrapaté, túnfisktartar og parmaskinka, en með bækur næsta laugardag mæta Einar Kárason og Steinunn Sigurðardóttir. Þann 10. desem- ber les Hallgrímur Helgason upp úr Roklandi og Viktor Arnar Ing- ólfsson upp úr glæpasögunni Aft- ureldingu. Þann 17. les Þórarinn Eldjárn úr ljóðabókinni Hættir og mörk og Marta María Jónasdóttir og Þóra Sigurðardóttir úr skáld- sögunni Djöflatertan. „Höfundar verða viðstaddir í hádeginu, og upplesturinn hefst kl. 13.00 og stendur í klukkutíma. Fólki er frjálst að spjalla við þá að vild.“ Verður boðið upp á Djöflatertu þegar Marta María og Þóra lesa upp? „Ja, í raun ættum við að hafa skífuþeyti þegar lesið er upp úr Jónsbók. Og ef til vill minnist Hallgrímur Helgason á einhvern drykk í Roklandi sem hægt væri að hafa. En það er erfiðara að finna eitthvað fyrir Sólskinshest- inn hennar Steinunnar.“ Nema það væri bara hrossa- kjöt? „Við myndum nú ekki gera það, en kannski við höfum gæs fyrir Aftureldingu, sem fjallar um gæsaveiðimenn. Þegar við sýnd- um fótbolta hérna var ég til dæmis með „turkey sandwich“ þegar það var landsleikur við Tyrki.“ Er ætl- unin að halda eitthvað áfram með þetta fram á næsta ár? „Ef vel gengur þá er ég reiðu- búinn til samstarfs við hvaða útgefanda eða höfund sem er, enda eru laugardagar tilvaldir í svona nokkuð.“ Gæsasúpa og gullkorn rithöfunda ROKLAND Hallgrímur Helgason les upp úr bók sinni þann 10. desember á Apótekinu. NIVEA FERÐASETT FYRIR HERRA Jólagjafir í Apótekaranum SCHOLL GJAFASETT PURITY HERBS GJAFASETT 1.890 1.135 1.994 LEÐURHANSKAR 1.899 Nóatúni 17 • Akureyri • Mjódd • Smiðjuvegi ��������������������������������� ��������������������������������������������������� �� ����������������������������������������� ���������� �������������������������� ���������������������������������������� ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������� ������������ �������������� �� ����������� Kennt og numið HARALDUR VIGNIR SVEINSSON Nýtt verk eftir hann verður frumflutt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.