Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 68

Fréttablaðið - 02.12.2005, Síða 68
 2. desember 2005 FÖSTUDAGUR52 HINN FULLKOMNA HELGI: BIRGITTA HAUKDAL SÖNGKONA ���������������������� ����������������������������� ��������������� �������������� ���������������� �������� ������������� ������ ��������������� ��������������� �� ��� �� �� �� � � �� �� �� �� �� ������� ������������� ���������� ������������������������������������������������� ���������������� ����������������� ����������������� Í kvöld munu sjö keppendur reyna að komast í tólf manna hópinn sem keppir í Smára- lindinni. Það verður spennuþrung- ið andrúmsloftið á Nasa þegar keppendur stíga á svið og reyna að heilla þjóðina og dómnefnd- ina upp úr skónum. Simmi og Jói eru sem fyrr kynnar kvölds- ins en dómnefndina skipa Bubbi Morthens, Sigríður Beinteins- dóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Einar Bárðarson. Brynjar Örn Gunn- arsson fær það erfiða hlutskipti að koma fyrstur fram. Þessi 23 ára gamli Suðurnesjam- aður segir áhrifamestu bókina sem hann hafi lesið vera Hringa- drottinssögu en hann vill allra helst hitta Steven Spielberg. Það kemur heim og saman við hvar Brynjar Örn sér sjálfan sig eftir fimm ár; Að vinna í Hollywood við einhverja stórmynd. Inga Þyrí Þórðardótt- ir er önnur á sviðið en þessi 23 ára gamla Kópavogsmær er skírð í höfuðið á ömmu sinni. Hún hlustar mest á Ragnheiði Gröndal um þessar mundir en lang- ar til að hitta Arethu Franklin. Hún hræðist tannlækna en munnurinn á henni breytti eitt sinn lífi henn- ar því Inga smakkaði á logandi stjörnuljósi þegar hún var lítil. Erla Stefánsdóttir er þriðji keppandi kvölds- ins en fyrirmyndin í lífi þessarar 22 ára gömlu Reykjavíkurmeyjar er mamma hennar enda segir Erla að mamma sín sé kjarnakvendi. Erlu dreymdi alltaf um að verða fræg- asta söngkona í heimi sem tæki Hollywood með trompi. Hún segir að ekkert komi í staðinn fyrir þá upplifun þegar hún fékk prinsinn sinn í fangið á fæðingardeildinni. Hafnfirðingurinn Dan- íel Óliver Sveinsson er fjórði í röðinni. Þessi tvítugi gaf- lari væri alveg til í að eyða eins og einni næturstund með þokkag- yðjunni Angelinu Jolie og slægi hendinni ekkert á móti því að hitta leikarana úr Friends. Farsíminn leikur stórt hlutverk í lífi Daníels sem hann segir að bjargi félagslífi sínu daglega. Tinna Björk Guðjóns- dóttir er yngst allra í kvöld, en þessi sextán ára gamla yngismær er frá Egilsstöðum. Hana dreymdi um að taka þátt í Eurovision þegar hún var lítil en eftir fimm ár segist hún sjá sjálfa sig upplifa annan æskudraum sem sé að klára hárgreiðslunámið. Tinna Björk heldur mikið upp á armband sem nafn hennar og vinar er grafið á. Harpa Soffía Einars- dóttir er 22 ára gömul Reykjavíkurmær. Ef hún fengi að vera ein í einn dag myndi hún fara í fjallgöngu með nesti og nýja skó, leggjast svo í heitt bað með kertaljós og góða bók. Væntanlega yrðu geitungar víðs fjarri þennan ágæta dag því Harpa Soffía hræði- st ekkert meira en þá. Angela Ingibjörg Coppola er nítján ára gömul og er úr Reykjavík. Fyr- irmyndir hennar í lífinu eru for- eldrarnir en hana langar allra mest til að hitta hálfnafna sinn, bandaríska kvikmyndaleik- stjórann Francis Ford Coppola. Þegar hún var lítil langaði hana til að ferðast um heiminn en mest breyttist líf hennar við að flytjast til Íslands. Þriðji hópurinn reynir fyrir sér í kvöld Erla Stefánsdóttir 900 9003 SMS í 1918 Idol 2 Tekur lagið True Colours sem Phil Collins gerði ódauðlegt á sínum tíma. Tinna Björk 900 9005 SMS í 1918 Idol 5 Tekur lag íslenska söngfuglsins Emiliönu Torrini, Sister. Angela Coppola 900 9007 SMS í 1918 Idol 7 Flytur Because of you sem önnur Idol- stjarna, Kelly Clarkson, söng. Söngvarinn Garðar Thór Cortes heldur tvenna útgáfutónleika ásamt hljómsveit og strengjasveit í Graf- arvogskirkju á laugardag í tilefni af sinni fyrstu plötu, Cortes. Friðrik Karlsson mun fljúga frá London til að taka þátt í tónleikun- um og Óskar Einarsson mun leika á píanó, en þeir félagar stjórnuðu upp- tökum á plötunni. Garðar Cortes, faðir Garðars Thórs, mun stjórna tuttugu manna strengjahljómsveit og einnig er von á góðum gestum til að taka lagið með Garðari. Garðar segist ekki kvíða því að syngja á tvennum tónleikum í röð. „Fyrst maður getur sungið heilu óperusýningarnar sem eru þrír klukkutímar þá hlýtur þetta að vera í lagi,“ segir hann í léttum dúr. Garðar er nýkominn frá Nor- egi þar sem hann söng í Rigoletto. Eftir útgáfutónleikana byrjar hann síðan að æfa fyrir Öskubusku sem verður frumsýnd í Íslensku óper- unni 5. febrúar. Þar fer hann með hlutverk prinsins Don Ramiro. Aðspurður segist Garðar vera hæstánægður með viðtökurnar við sinni fyrstu sólóplötu. „Ég er voðalega feginn að fólk skuli taka vel í þetta. Maður veit aldrei hvernig eittvað svona fer í fólk,“ segir hann. Uppselt er á fyrri tónleikana sem hefjast klukkan 18.00 en ennþá eru laus sæti á seinni tónleikana sem byrja klukkan 21.00. Miðasala fer fram í Skífunni, í BT utan höfuðborgarsvæðisins og hjá Concert. Tvennir útgáfutónleikar Garðars Á FERÐ OG FLUGI Söngvarinn Garðar Cortes hefur verið á ferð og flugi að undanförnu. Hann heldur tvenna útgáfutónleika í Grafarvogskirkju á laugardag. Það verður í nógu að snúast hjá söngkon- unni Birgittu Haukdal. „Það sem stendur uppúr eru útgáfutónleikarnir hjá okkur í Írafári í Austurbæ á laugardaginn,“ segir hún, en þar mun sveitin afhenda ágóðann af útgáfutónleikunum sem sveitin hefur staðið fyrir í samvinnu við Íslandsbanka til styrktar Einstökum börnum. Að sögn Birgittu nálgast þau nú óðfluga takmarkið sem þau settu sér í upphafi og segist hún vonast til að geta afhent tvær og hálfa milljón. „Það verður virkilega góð tilfinning.“ Þar með er dagskrá Birgittu ekki tæmd því daginn áður verður hún á fullu við að árita plötur og syngur auk þess á nokkrum jólatónleikum. Sunnudagur fer meira eða minna í það sama en auk alls tónleikahalds er Birgitta líka að lesa inn á teiknimynd. „Það er náttúrlega draumur sérhvers tónlistarmanns að hafa nóg að gera,“ svarar Birgitta þegar hún er spurð hvort það sé ekkert þreytandi að eyða helgunum í stöðu- gt spilerí og kynningarstarf. „Mánudagar og þriðjudagar eru helgarnar hjá mér þannig að henni er eiginlega bara seinkað um tvo daga,“ segir hún og hlær. Desember er annasamur mánuður hjá jafn vinsælum söngfuglum og Birgittu. Það gefst því lítill tími til afslöppunar og Birgitta ætlar því að nýta janúarmánuð vel og fara meðal annars í skíðaferð til Austurríkis með kærastanum sínum. „Janúar verður fjölskyldumánuður hjá mér.“ -fgg Helginni seinkað um tvo daga Brynjar Örn 900 9001 SMS í 1918 Idol 1 Brynjar Örn mun flytja lagið Álfheiður Björk sem Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson gerðu frægt í Landslagskeppni Stöðvar 2. Inga Þyrí 900 9002 SMS í 1918 Idol 2 Inga Þyrí kemur til með að syngja lagið Against All Odds úr samnefndri kvikmynd en höfundur lagsins er Phil Collins. Daníel Óliver 900 9004 SMS í 1918 Idol 4 Ætlar að taka Ticket to Ride eftir fjórmenningana frá Liverpool, The Beatles. Harpa Soffía 900 9006 SMS í 1918 Idol 6 Syngur lag kántrístjörnunnar Shaniu Twain, You are still the one. IDOL 1 IDOL 2 IDOL 3 IDOL 4 IDOL 5 IDOL 6 IDOL 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.