Fréttablaðið - 03.12.2005, Side 1

Fréttablaðið - 03.12.2005, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI VEÐRIÐ Í DAG 42% 61% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í október 2005. Lestur me›al 25–49 ára. Lestur laugadaga Lestur meðal 25-49 ára Sími: 550 5000 LAUGARDAGUR 3. desember 2005 — 327. tölublað — 5. árgangur JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON Hræðist ekki stuld úti í hinum stóra heimi Málar portrett af Tarantino og býður upp á kaffi FÓLK 74 Allt um jólahlaðborð Desember er tími ofgnóttar í mat, drykk, samveru og kærleika. Í blaðinu gefur að líta sýnishorn af aðeins fáeinum valkostum þegar kemur að jólahlaðborðum þetta árið. MATUR 32 BRAGI BALDURSSON Föndrar í skúrnum með konunni jól • bílar • tíska Í MIÐJU BLAÐSINS DÝRAHALD Hvolpar hafa bor- nir út og fundist á vergangi við Hvaleyrarvatn undanfarnar vikur og mánuði að sögn Jóns Sigurðs- sonar, hundaeftirlitsmanni í Hafnarfirði. Ung hestakona, Jóna Magnús- dóttir, fann lítinn bjargarlausan hvolp við Hvaleyrarvatn í Hafnar- firði í fyrradag. Jóna kveðst hafa verið á ferð með hóp útlendinga á þessum slóðum þegar hún tók eftir því að dýr skaust upp úr holu við veginn. Þegar nánar var að gáð reyndist vera um lítinn hvolp að ræða, sem haldið hafði til við enda svers rörs sem liggur undir veginn. „Ég tók hvolpinn í fangið og reið með hann heim,“ segir Jóna. „hann var glorsoltinn, svo ég fór með hann á dýraspítalann í Garða- bæ. Það er talið að hann sé átta vikna gamall.“ Jóna hafði samband við lög- reglu, hundaeftirlitsmann og gerði jafnframt grein fyrir fundi hvolp- sins á dýraspítalanum. Hvergi hafði verið grennslast fyrir um hann. Hún tók hann því heim til sín í fyrrakvöld þar sem hann var í góðu yfirlæti yfir nóttina og í gær. Hún segir eins gott að hún hafi fundið hann því í nótt sem leið hafi frostið á þeim slóðum sem hún fann hann farið niður í um 10 stig. Jón kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margir hvolpar hafi verið skyldir eftir. Síðast hafi hann fundið um tveggja mánaða hvolp fyrir um það þremur vikum, sem að vísu hafi verið í byggð en þvælst þar um vegalaus. Enginn hafi spurt eftir honum, svo honum hafi verið ráðstafað á gott heimili. „Við geymum hvolpa sem svona er ástatt fyrir í sjö daga,“ segir Jón. „Eftir það reynum við að koma þeim á góð heimili.“ Spurður hvort hafi þurft að aflífa hvolpa sem hafi fundist með þessum hætti segir hann það hafa komið fyrir, hafi þeir ekki gengið heimili. Hann segir hvolpana hafa verið svanga, en engan þó svo illa farinn að þurft hafi að aflífa hann af þeim sökum. „Hundum hefur fjölgað mjög á því svæði, sem ég hef eftirlit með,“ segir Jón. „Ég vil nota tækifærið og höfða til fólks um að það axli þá ábyrgð sem fylgir því að eiga gæludýr. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að nokkur láti sér detta í hug að bera út nokkurra vikna hvolp, né losa sig við hund með þeim hætti að skilja hann einhvers staðar eftir. Slíkt athæfi er aldrei réttlætanlegt.“ jss@frettabladid.is ÞESSI VAR HEPPINN Þessi litli hundur var heppinn að Jóna Magnúsdóttir skyldi skjóta yfir hann skjólshúsi eftir að hafa fundið hann á vergangi. Frostið á þeim slóðum fór niður í allt að tíu stig í fyrrinótt og þarf ekki að spyrja að örlögum hans hefði hann hírst við vegrörið þar sem hann fannst. Hvolpar bornir út við Hvaleyrarvatn Lítill hvolpur fannst glorhungraður skammt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði síðdegis í fyrradag. Hundaeftirlitsmaður segist hafa fundið nokkra unga hvolpa á liðnum vikum og mánuðum. ÚRKOMULÍTIÐ Í BORGINNI Slyddu- eða snjóél á Vestfjörðum og norðvestan til, rigning eða slydda allra austast, annars yfirleitt úrkomulítið. Hiti 2-5 stig sunnan og austan til, annars 0-3 stig en víða frost inn til landsins. Kominn í aðallið Viking Hinn stórefnilegi leikmaður Birkir Bjarnason er kominn í aðallið norska félagsins Viking aðeins 17 ára gamall. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana enda karl faðir hans gamall markaskorari. ÍÞRÓTTIR 68 Meistarinn Hárgreiðslumeistarann Gulla á Nikk kannast flestir við í sjón. Hér talar hann um óvænt föðurhlutverk, gleði- tækna og brostna balletdrauma. VIÐTAL 26 Hannesi svarað Einari Kárasyni þykir umvandanir Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um vönduð vinnubrögð koma úr hörðustu átt. UMRÆÐAN 12 KOSTA-RÍKA, AP Tvíhöfða skjaldba- ka kom úr eggi á Kyrrahafsströnd Kosta-Ríku í síðasta mánuði. Systkinin Melvin og Olger Chavarria komu auga á skepnuna á dögunum þar sem hún stakk báðum hausunum upp úr sjónum til að anda. Þau segjast aldrei hafa séð annað eins á þeim fimm- tíu árum sem þau hafa fylgst með sæskjaldbökum á svæðinu. Talsmaður umhverfisvernd- ar-samtakanna World Wild- life Fund á svæðinu segir men- gun sjávar eða breytingar á loftslagi hugsanlegar skýringar á vansköpuninni. ■ Óvenjulegur fundur: Sæskjaldbaka með tvö höfuð TVÍHÖFÐI Marghöfða skjaldbökur eru sjaldséð sjón og eru þær að mati náttúru- verndarsinna til marks um mengun og óáran. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAMES BOND KOMINN TIL ÍSLANDS Sir Roger Moore í viðtali VIÐTAL 62 FANGAFLUG Í það minnsta tvær flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA eru taldar hafa komið við í Frakklandi, önnur eftir millilendingu á Íslandi, eftir því sem franska dagblaðið Le Figaro hermir. Að sögn blaðsins millilenti vélin í Keflavík áður en hún flaug áleiðis til Frakklands með fanga frá Mið-Austurlöndum innan- borðs í mars 2002, en þaðan hélt hún svo til Tyrklands. Hin vélin lenti á flugvellinum í Brest í júlí á þessu ári, eftir að hafa haft viðkomu í Ósló. ■ Dagblaðið Le Figaro: Fangaflugvél kom frá Íslandi FJÁRNÁM Árangurslaust fjárnám í eignum fólks undir þrítugu, er þrjátíu prósentum algen- gara nú en það var árið 2001. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Flestar árangurslausar til- raunir til fjárnáms eru gerðar hjá þrítugum einstaklingum, en þær voru 635 á umræddum fimm árum. Það sem af er þessu ári hafa verið gerðar 1.106 árangurslausar tilraunir til fjár- náms hjá aldurshópnum fimmtán til þrjátíu ára. - saj Ungir Íslendingar: Fjárnám án árangurs eykst DÓMSMÁL Hjónum og tólf ára gömlum fjölfötluðum syni þeirra hafa verið dæmdar rúmlega 24,2 milljónir króna í bætur, auk vaxta, vegna mistaka starfsfólks Landspítalans á meðgöngu og við fæðingu drengsins. Málið var höfðað árið 2002 á hendur ríkinu, en því var einnig gert að greiða þrjár milljónir í málskostnað. Heildarkrafa fólksins hljóðaði hins vegar upp á rúmar 70 milljónir króna. Drengurinn varð fyrir alvar- legum súrefnisskorti á meðgöng- unni og er varanlega þroskaheftur og alvarlega heyrnarskertur. Mat dómsins er að fötlun piltsins megi rekja til ófullnægjandi meðhöndl- unar, eftirlits og viðbragða starfs- fólks spítalans við meðgöngu og fæðingu hans. Ríkinu var gert að greiða pilt- inum rúmlega 18,2 milljónir króna í bætur, en þá hefur verið tekið tillit til rúmlega 7,1 milljónar krónu greiðslu Trygginga- stofnunar sem kom til frádráttar heildarbótunum. Móður piltsins voru dæmdar 5 milljónir króna vegna tekjutaps sem hún hefur orðið fyrir vegna umönnunar drengsins og svo var foreldrum hans dæmd ein milljón króna vegna útlagðs kostnaðar, þar með talið vegna talkennslu og talmáls- og iðjuþjálfunar. - óká Mistök á Landspítalanum við meðgöngu og fæðingu barns árið 1993: Ríkið borgi yfir 24 milljónir FÆÐINGARDEILD LHS Í dómi Héraðsdóms frá því í gær er bent á fjögur atriði sem fóru aflaga á meðgöngu pilts sem dæmdar voru bætur vegna skaða sem hann hlaut.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.