Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 10
10 3. desember 2005 LAUGARDAGUR Bókabröns á aðventunni Sögulegur Jóladiskur: Gæsasúpa Fennelgrafinn lax á toast melba Hreindýrapate með bláberja-gljáa Túnfisk tartar með wasaby Parmaskinka með rucula Verð 1.850 kr. Taktu þér tíma í notalega aðventustund þar sem helstu rithöfundar þjóðarinnar lesa fyrir þig úr bókmenntaperlum jólanna meðan þú kitlar bragðlaukana með gómsætum réttum á Apótekinu. Dagskráin hefst klukkan 13.00 í dag. Steinunn Sigurðardóttir les upp úr bók sinni Sólskinshestur og Einar Kárason les úr Jónsbók. NOREGUR Jólasveinn í ráns- hugleiðingum kom óvænt í heim- sókn í gólfefnabúð í Þrándheimi í Noregi nýlega. Eigandi verslunar- innar hafði lagt sig í bakherbergi verslunarinnar en var vaknaður og sat á nærbuxunum við tölvuna þegar sveinki birtist allt í einu. Báðir urðu hræddir, versluna- rmaðurinn og jólasveinninn, en sveinki þó sýnu meira því hann sneri sér við og hljóp út. Eigandinn velti fyrir sér að elta þennan óboð- na gest en að sögn Dagbladet hætti hann við þar sem hann taldi eftirför karlmanns á nærbuxunum á eftir jólasveini myndi vekja óþarflega mikla athygli. ■ Furðuástand í gólfefnabúð: Jólasveinn í þjófnaðarhug DANMÖRK Anders Fogh Rasmus- sen, forsætisráðherra Dan- merkur, vill að fjögur prósent ríkisstarfsmanna í landinu verði af erlendu bergi brotin. Þetta er tillaga ríkisstjórnarinnar um breytingar á þriggja ára gamalli áætlun um aukna atvinnuþátttöku innflytjenda. Allir stærstu stjórn- málaflokkar landsins stóðu að átakinu sem nú er í endurskoðun. Á landsþingi Venstre, flokks Rasmussen, um síðustu helgi áminnti hann fyrirtæki í landinu fyrir að ráða ekki nógu marga innflytjendur. En á fundi með blaðamönnum í fyrradag viður- kenndi hann að ríkið væri eftir- bátur einkageirans í þessum málum. Nú eru þrjú prósent starfsmanna í einkageiranum af erlendu bergi brotin, sem er helm- ingi hærra hlutfall en hjá ríkinu. Í Politiken í gær er haft eftir ráðherranum að hann vilji að innflytjendum bjóðist fleiri tækifæri í atvinnulífinu, enda segir hann að þær sögur gerist sífellt háværari að útlendingar njóti ekki sannmælis þegar þeir sæki um störf í Danmörku. - ks ANDERS FOGH RASMUSSEN Telur að útlend- ingar njóti ekki sannmælis þegar þeir sækja um störf. Forsætisráðherra Dana vill fleiri störf fyrir útlendinga: Fleiri innflytjendur í opinber störf Nýi diskurinn með SPARK er kominn í verslanir! Frábærir söngvarar Allt sungið á íslensku Diskurinn inniheldur meðal annars lögin: Sweet Child of Mine - Guns N’Roses We Are The Champions - Queen It’s My Life - Bon Jovi More Than Words - Extreme Allt er á tjá og tundri - Sálin hans Jóns míns Fjöllin hafa vakað - Bubbi Morthens SPARK mun árita geisladiskinn í Kringlunni og Smáralind um helgina. – Dreifing: Sími 897 7922 aria@islandia.is Gestasöngvari: Jónsi í Svörtum fötum 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI AFMÆLI Í UNDIRBÚNINGI Lífvörður Taílandskonungs bjó sig í gær undir tvöfalt afmæli sem haldið verður hátíðlegt á mánudaginn. Þá verður Bhumibol Adulyadej konungur 78 ára en jafnframt eru 59 ár liðin frá krýningu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKIPULAGSMÁL Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Gunnar Sverrisson, forstjóri Íslenskra aðalverktaka, undirrituðu í fyrra- dag samning um hönnun og byggingu Háskólatorgs. Við það tækifæri afhenti Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, rúmar þrettán milljónir króna sem er fyrsta greiðsla samningsins. Starfsemi Félagsstofnunar er ein af þeim sem flytja munu í Háskólatorgið. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu eru hugvísindamenn afar ósáttir við hönnun torgsins. Starfsemi hugvísindadeildar fer að mestu fram í Árnagarði og Nýja garði en torgið mun ekki tengjast þeim byggingum heldur koma sem múr á milli þeirra. Að sögn Óskars Einarssonar, skrifstofustjóra deildarinnar, hefur háskólaráð samþykkt að láta arkitekta endurskoða hönnunina með gagnrýni hugvísindamanna í huga. Framkvæmdir við torgið eiga svo að hefjast í apríl á næsta ári og að það verði svo tilbúið fyrir 1. desember 2007. - jse Samningar um Háskólatorg undirritaðir: Nýtt torg verður tilbúið eftir ár HÁSKÓLATORGIÐ Svona mun Háskólatorg líta út eftir tvö ár nema tillögur hugvísinda- manna verði til þess að hönnun verði breytt. RJÚPNAVEIÐI „Það er alveg ljóst að siðbótin hefur borið árangur,“ segir Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands. Í gær voru kynntar niðurstöður úr könnun á rjúpnaveiði í haust. „Í ljós kom að menn hafa veitt um 15 til 16 rjúpur að meðaltali og það er mjög í takt við það sem við lögðum upp með. Þetta þýðir það að veiddar hafa verið um 75 til 76 þúsund rjúpur og það er mjög gott,“ segir Sigmar. Reyndar má enn finna öfgar í þessum efnum því sá sem veiddi mest á einum degi skaut 52 rjúpur þann daginn og sá sem veiddi mest yfir veiðitímann skaut alls 68 fugla. „Þetta eru algjör einsdæmi, flestir eru með sex til tólf rjúpur,“ segir formaðurinn. Einnig kom fram í könnuninni að hver rjúpnaveiðimaður fór þrjá og hálfan dag að meðaltali til veiða en sá sem fór oftast fór ellefu daga. Einnig kom fram að einungis 3 prósent veiðimanna keyptu veiðileyfi á friðlöndum og metur Sigmar það því sem svo að þéttbýlisfólk hafi gott aðgengi að veiðilöndum. Hann áætlar að stofninn sé um 700 til 900 þúsund rjúpur sem þýði það að hann sé í lægð en í uppsveiflu. - jse Könnun Skotveiðifélags Íslands á rjúpnaveiði: Veiðimenn gættu hófs SIGMAR B. HAUKSSON OG SIGRÍÐUR ANNA ÞÓRÐADÓTTIR Umhverfisráðherra opnar hér nýjan vef Skotveiðifélags Íslands og formaðurinn fylgist með. Hann kynnti svo niðurstöður könnunar sem félagið gerði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.