Fréttablaðið - 03.12.2005, Side 12

Fréttablaðið - 03.12.2005, Side 12
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Fimm í eina Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir því að fimm stofnanir á sviði íslenskra fræða verði sameinaðar í eina sem heita skal Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun. Þetta eru núverandi Árnastofnun, Orðabók Háskólans, Stofnun Sigurðar Nordal, Íslensk málstöð og Örnefnastofnun. Hugmyndin með þessu er göfug; að „efla rannsóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til styrktar og eflingu íslenskri menningu,“ eins og segir í frumvarpinu. Starfslokatilboð Hagræðing er líka á dagskrá. „Þá er gert ráð fyrir því að margvíslegt hagræði verði af því að sameina vissa þætti í starfsemi þessara stofnana, einkum á sviði stjórnunar, tækni og þjónustu.“ Tekið er fram að þótt starfsmenn stofnananna haldi störfum sínum eftir sameininguna verði störf forstöðumanna þeirra lögð niður. Sumir eru að vísu prófessorar við Háskólann og halda þeim embættum. „Öllum fráfarandi forstöðumönnum skulu boðin rannsóknarstörf við Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun og skulu þeir við ráðningu í þau störf halda öllum áunnum réttindum sínum úr fyrrra starfi,“ segir í frumvarpinu. Ekki amalegt starfslokatilboð fyrir það mæta fólk Véstein Ólason, Guðrúnu Kvaran, Úlfar Bragason, Ara Pál Kristinsson og Svavar Sigmundsson. Nýr forstöðumaður Óljóst er hvort fyrir ráðherranum vakir að fá utanaðkomandi aðila til að stjórna hinni nýju stofnun. Það er raunar ekki alveg á valdi ráðherrans því frumvarpið gerir ráð fyrir því að staðan verði auglýst og forstöðumaður hafi hæfi prófessors á fræðasviði stofnunarinnar að mati þriggja manna dómnefndar. Við það er miðað að nýr forstöðumaður taki til starfa ekki síðar en haustið 2006. Á kaffistofum háskólans veðja margir á að Vésteinn Ólason hreppi hnossið og er talið að ekki spilli fyrir fjölskyldutengsl hans við ráðuneytisstjórann í menntamálaráðuneytinu, Guðmund Árnason. gm@frettabladid.is Varla hefur liðið sú vika undanfarna mánuði að ekki birtist fréttir um slæm kjör og aðbúnað erlendra starfsmanna hér á landi. Þetta var aðallega bundið við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrir nokkrum mánuðum og þá voru það einkum portúgalskir verkamenn og iðnaðarmenn sem umræðan snérist um. Nú berast þessar fréttir víða að af landinu og eru ekki endilega bundnar við stórframkvæmdir, heldur ekki síður við alls konar húsbyggingar í því mikla þensluástandi sem hér ríkir. Í sumum tilfellum virðist sem hér sé um hálfgert þrælahald að ræða. Það er lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær. Það stangast að vísu nokkuð á hverju vinnuveitendur þessara manna halda fram og hinir erlendu starfsmenn, en alltént virðist ljóst að það er maðkur í mysunni, sem við Íslendingar getum ekki verið þekktir fyrir. Á sama tíma og okkar er getið á alþjóðavettvangi hvað eftir annað í hópi tekjuhæstu og efnuðustu þjóða heims virðist sem við séum að nýta okkur fátækt og örbirgð verkafólks í fjarlægum löndum sem býr í mörgum tilfellum við ömurleg kjör og leitar hingað til að sjá sér og sínum farborða. Hingað er þetta fólk fengið með gylliboðum á mælikvarða heimalandanna, en svo reynast þessi gylliboð meira og minna vera svik við þetta fátæka fólk. Lágmarkslaun hér geta í mörgum tilfellum verið há miðað við það sem gengur og gerist í þeim löndum þar sem þetta fólk býr, en það er engin afsökun. Það er lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær. Vinna þess er svo kannski seld út á mun hærri upphæð og mismunurinn rennur þá í vasa þeirra sem flytja fólkið hingað eða þeirra sem hafa það í vinnu. Í okkar litla þjóðfélagi ætti að vera hægur vandi að fylgjast með þessum málum, þar sem allir vita allt um alla eins og sagt er. Verkalýðshreyfingin hefur tekið góðar rispur í þessum málum og meira að segja sett á laggirnar sérstakar eftirlitssveitir til að hafa uppi á erlendum starfsmönnum sem eru hér annað hvort án tilskilinna leyfa eða búa við kjör og aðstæður sem ekki eru boðleg í okkar þjóðfélagi. Það ætti reyndar ekki að vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá um að þetta sé í lagi, heldur einhverra opinberra stofnana sem til þess eru bærar. Hvað með Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun eða þá sveitarfélögin og stofnanir og nefndir á vegum þeirra um land allt og lögregluna? Eru það ekki frekar þessir opinberu aðilar sem eiga að sjá til þess hver í sínu umdæmi að þar sé allt með sóma og sann eins og segir einhvers staðar? Verkalýðsfélögin gætu svo komið athugasemdum sínum á framfæri við þessar stofnanir eftir því sem tilefni gæfist á hverjum stað. Bæði stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga þurfa þá líka að vera í stakk búnar til að taka að sér þessi verkefni, en á það virðist hafa skort í ýmsum tilvikum. Miklum umsvifum fylgja gjarnan breytingar á ýmsum sviðum og þeim verða stjórnvöld að mæta. Komum í veg fyrir að við fáum á okkur þrælahaldsstimpil! SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Ríki og sveitarfélög verða að standa sig gagnvart erlendum starfsmönnum. Þrælahald hér á landi Enginn vafi er á því að það þyk- ir fínt að vera frjálslyndur á Íslandi. Enda þótt aðeins einn stjórnmálaflokkur kenni sig beinlínis við frjálslyndið þá keppast hinir við að auglýsa að þeir séu líka afar frjálslyndir og keppast einnig við það að draga fram í dagsljósið vísbendingar um frjálslyndisskort keppinautanna. Það er sko aldeilis ekki í tísku á Íslandi að styðja „boð og bönn“, en öðru máli gegnir auðvitað um „almennar leikreglur“ (sem er rósamál yfir nokkurn veginn hið sama). Að hluta til er þessi metingur frekar heilbrigður. Hann hefur m.a. leitt til þess að núna liggur frumvarp fyrir alþingi, sem virðist njóta almenns stuðnings, um að breyta 1. grein hjúskaparlaga þar sem kemur fram að þau gildi „um hjúskap karls og konu“. Framvegis geta tveir karlar gengið í hjúskap, eða tvær konur. Þessi tiltekna gerð af mismunun fólks verður þar með afnumin. Sú breyting er að mínu mati til mikilla bóta, enda er hér einfaldlega verið að laga lögin að veruleikanum. Fjölskylduformið er fyrir löngu orðið fjölbreyttara en lög gerðu ráð fyrir. Á hinn bóginn má velta því fyrir sér til hvers þessi lög eru yfirhöfuð. Hvers vegna þarf ríkið að setja lög um það hvað telst vera fjölskylda og hvað ekki? Af hverju þarf að lögvernda tiltekin sambúðarform en banna önnur? Fyrirhugaðar breytingar á hjúskaparlögum eru til bóta, en væri ekki enn meiri framför fólgin í því að afnema öll hjúskaparlög? Flestir Íslendingar sem orðnir eru rosknir að árum kannast við bandarísku söngvamyndina Paint Your Wagon. Þetta var vestri sem skartaði harðjöxlunum Clint Eastwood og Lee Marvin í aðalhlutverkunum. Flétta hans er í stuttu máli sú að þeir félagar komast í kynni við mormóna sem reynist eiga fleiri en eina eiginkonu. Báðir keppa þeir um ástir sömu konunnar og sem sannir jafnréttissinnar komast þeir að lokum að þeirri niðurstöðu að kona hljóti að mega eiga tvo eða fleiri eiginmenn, alveg eins og karlmaður tvær eða fleiri eiginkonur. Konan sem þeir eltast við (leikin af Jean Seberg) eignast því tvo eiginmenn. Nú er ekki víst að margar íslenskar konur langi til að eiga tvo kalla. Ansi margar kjósa beinlínis að eiga engan. En ef einhverja skyldi nú langa til þess að eiga fleiri en einn (svo maður tali ekki um ef töffarar eins og þeir Clint og Lee væru á hverju strái) þá er það bannað. Ríkið bannar konum að eiga fleiri en einn kall. Hið sama gildir auðvitað um karlmenn, en þeir eiga þó að vísu þann kost að flytja til lands þar sem slíkt er leyft (t.d. Sádí-Arabíu). Hér er því ekki um misrétti að ræða, hvað þá jafn forneskjulegt og það að miða hjúskap bara við karl og konu. En samt getur maður ekki varist þeirri hugsun að fá knýjandi rök séu fyrir slíkum takmörkunum á hjúskap. Ekki finnst mér að það sé mikill réttur brotinn á mér þótt náunginn eigi jafn marga maka og honum sýnist. Þannig að ég á erfitt með að sjá hvaða hagsmuni er verið að verja. Getur það virkilega verið eini tilgangur laga að stuðla að íhaldssemi í fjölskyldumálum? Á Íslandi eru hjónaskilnaðir bæði heimilaðir og tíðir. Mörg börn kynnast því að eignast fleiri en eina mömmu og/eða pabba á lífsleiðinni. Þetta höfum við leyft í okkar samfélagi og lagað okkur að nýjum veruleika. Hins vegar er börnum bannað með lögum að eiga marga pabba eða mömmur á sama heimili. Eru einhver sérstök rök fyrir því? Eða á bara allt að vera bannað sem ekki er knýjandi ástæða til að leyfa? Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? Að hver einasti hópur einstaklinga sem á sameiginlegt heimili teljist vera fjölskylda, óháð því nákvæmlega hversu margir einstaklingar skipi hópinn eða hver kynjasamsetningin sé? Grundvöllur hjúskapar ætti að fyrst og fremst að vera gagnkvæmt samþykki lögráða einstaklinga, hverjir og hversu margir sem þeir annars eru. Samþykki ríkisins ætti ekki að vera nauðsynleg forsenda. Fjölskyldan og ríkið Í DAG FJÖLSKYLDAN SVERRIR JAKOBSSON Væri kannski tilraunarinnar virði að breyta íslenskum hjúskaparlögum á þann veg að öll hjúskaparform verði leyfð? AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.