Fréttablaðið - 03.12.2005, Síða 20
3. desember 2005 LAUGARDAGUR20
„Eitt kvöldið kom til
heitra póliltískra
orðaskipta milli Thors
Vilhjálmssonar og
góðborgara er sátu við
borð Richards. „Hann
spurði mig,“ sagði Thor,
þegar hann rifjaði þetta
upp, „hvort ég héldi ekki
að það kæmi að því
einhvern tímann að ég
myndi sjá eftir þeim
bókum sem ég hafði
verið að setja saman“.
Það fauk í Thor. Hann
segir að sig hafi fyrst sett
hljóðan, en „einhver ári
hvíslaði að mér því sem
Hamlet segir við
Polonius: You are a
fishmonger sir.““
Richard var einn af Thorsurunum
edda
edda.is
Bókin um Thorsarana
eftir
Guðmund Magnússon
komin í verzlanir.
tilkynning
■ HELGIN 26. - 27. NÓV
Hengirúm og
lágtæknisjúkrahús
Ég eyddi góðum hluta helgarinnar
í hengirúmi sem sonur minn færði
mér þegar hann kom heim frá
Brasilíu í sumar og var að reyna
að hugsa og koma skipulagi á þau
verk sem ég ætla að vinna. Það er
mjög gott að hugsa í hengirúmi.
Eini gallinn er sá að manni
hættir til að sofna. Ég geng með
tvær bækur í maganum. Í hinni
huglægu ómskoðun í hengirúminu
kom í ljós að þær snúa báðar
öfugt svo að þetta verður erfið
fæðing. Verst að það skuli ekki
vera hægt að taka bækur með
keisaraskurði. Kannski það verði
hægt þegar búið er að byggja
hátæknisjúkrahús í húsaþvögunni
innan um lágtæknisjúkrahúsin
þarna á torfunni við Hringbrautina
sálugu.
■ MÁNUDAGUR 28. NÓV.
Faðirvorið og
móðirvorið
Fór á bænastund í
H a l l g r í m s k i r k j u .
Vinkona okkar Sól-
veigar er að gangast
undir erfiða aðgerð
við erfiðum sjúkdómi
á sjúkrahúsi
erlendis. Þarna
var heilmikill
m a n n f j ö l d i
samankominn .
Stór hópur
fólks sem á
sameiginlega
vinkonu og
vildi sameinast
um að senda
henni góðar
hugsanir og
fyrirbænir.
Ég er
ekki sérlega flinkur bænamaður.
Hér fyrr á árum leit ég á Guð sem
nokkurs konar mjög óáreiðanlegt
pöntunarfélag og sendi honum
stundum óskalista og fór fram
á að hann gengi í ýmiss konar
útréttingar fyrir mig eða útvegaði
mér hitt og þetta. Mér fannst lítið
koma út úr því og þótti þjónustan í
Himnaríki litlu betri en hjá öðrum
ópersónulegum stórfyrirtækjum.
Svo breyttist þetta og ég hætti
þessari heimtufrekju. Góður
maður kenndi mér prýðilega bæn
sem ég hef notað síðan með mjög
góðum árangri og almennum. Hún
er svona:
Verði þinn vilji
– ekki minn.
Fyrir utan þessa bæn
kann ég vitanlega
faðirvorið eða
móðirvorið sem er
mjög kraftmikil bæn.
Það er séra
Auður Eir sem leiðir
bænastundina. Hún
notar orðið „hún“
um Guð. Það finnst
mér fínt. Almættið
sem er langt ofar
mínum skilningi
hlýtur að vera
orðið hundleitt á
að láta í sífellu karlkenna sig.
Ég reyni eftir megni að taka
þátt í bæninni. Ég hef ekki
hugmynd um hvernig bænir virka
í raun og veru, en ég set það ekki
fyrir mig. Ég skil ekki heldur
hvernig alnetið virkar, það er rétt
svo að ég skilji í megindráttum
hvernig bensínmótor virkar. Ég
er meira að segja ekki klár á því
hvað rafmagn er þótt ég viti af
reynslu að það er mjög kraftmikið
og óþægilegt að fá það í sig. Mér
finnst það eiginlega kraftaverk að
sjá ljós kvikna innan í ljósaperu.
Það er býsna margt í veröldinni
sem ég skil ekki en svínvirkar
engu að síður. Ég vona að bænin
virki.
■ ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓV
Meiðyrði í DV og aldraðar
vændiskonur
Ég sé að þeir/þær á DV eru
hörundsárir. Þeir eru að emja í dag
út af því að ég skrifaði í bakþanka
í Fréttablaðinu í gær að fjölmiðlar
væru fullir af fréttum af fólki sem
kemur mér ekki nokkurn skapaðan
hlut við og ég hef engan áhuga á.
Þeir virðast hafa tekið þetta til
sín sem var alls ekki meiningin
því að ég var að tala um frægt
fólk sem lifir í heimi sem er
mér jafnfjarlægur og hann
væri á annarri plánetu.
En þetta finnst
þeim greinilega sletti-
rekuskapur. Þeir kalla
mig álitsgjafa. Það
flokkast örugglega
undir meiðyrði. Ég
nenni samt ekki í mál
við þá. Ég vissi ekki að
að svona viðkvæmni
væri undir hörðum
skrápnum á DV
og mun reyna
að forðast að
særa þá/þær
í framtíðinni
því að þeir
á DV vita
á byg g i le g a
jafnvel og ég
að aðgát skal
höfð í nærveru sálar.
Enda eru margar áhugaverðar
fréttir í fjölmiðlum. Þessi þótti
mér einna merkilegust í dag:
„Vændiskonur á landsbyggðinni
eru jafnan mun eldri en
starfssystur þeirra í borgum
– að minnsta kosti í Ástralíu.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
rannsóknar sem ástralskur
háskólaprófessor gerði. Elsta
vændiskonan sem hann ræddi
við var tæplega sextug en
sumar þeirra sem talað var við í
rannsókninni sögðust hafa unnið
með portkonum sem komnar
voru á sjötugsaldur, og ein var
meira að segja enn starfandi á
áttræðisaldri. En það er ekki
eingöngu munur á söluaðilunum
eftir því hvort um sé að ræða
þéttbýli eða dreifbýli því
niðurstöðurnar gefa til
kynna að viðskiptavinirnir
sem kaupa sér þjónustuna
á landsbyggðinni eru mun
kurteisari en þeir sem versla
við vændiskonur í
borgum.“
Þetta er eflaust
bæði satt og rétt.
■MIÐVIKUDAGUR 30. NÓV
Afmælisdagur
stjórnleysingjans
Eins og venjulega þann 30.
nóvember átti ég afmæli í dag.
Þetta var fínn dagur. Sólveig
dreif mig með sér í sund
um morguninn og bauð
mér svo í hádegismat á
uppáhaldsveitingastaðinn
minn, Jómfrúna. Sérrí-
marengstertan sem
mamma eigandans þar
bakar er lostæti sem engin
orð fá lýst. Guðafæða.
Annars er ég hófsmaður á tertur,
en þessi er engu lík.
Yfirhöfuð er ég hlynntur
mánaðamótum. Það er tilbreyting
í þeim og það væri leiðigjarnt ef
allt árið væri bara einn
óralangur mánuður.
En gallinn við
m á n a ð a m ó t
eru allir þessir
r e i k n i n g a r
sem sækja
að manni úr
öllum áttum.
Skæðadrífan er
óvenjuþykk núna.
Það er ótrúlegt hversu mörg
fyrirtæki hafa náð að tengja
sig við mig til að tappa af mér
peningum. Stundum langar mig
til að rífa allar þessar leiðslur úr
sambandi. Neita að borga. Byggja
mér fjallakofa í óbyggðum. Lifa
á fjallagrösum og silungi. Afsala
mér kosningarétti og neita að
borga skatta. Hætta að viðurkenna
peninga sem gjaldmiðil og
nota gluggapóst eingöngu í
uppkveikju.
Ég er nefnilega
stjórnleysingi innst
inni. En ég læt ekki
á því bera. Ég vinn
og vinn og borga og
borga og læt vel
að stjórn svo
að þjóðfélagið
gruni ekki að
ég sé í rauninni
stjórnleysingi.
Kannski ég sé
ekki einn um
þetta. Kannski
maður ætti
að skella
smáauglýsingu
í blöðin og auglýsa
stjórnleysingamót í
Ódáðahrauni næsta sumar og
stofna stjórnleysingjafélag.
En sennilega þýðir
það ekki neitt. Enginn
raunverulegur stjórnleysingi
mundi gefa kost á sér í stjórn í
stjórnleysingjafélaginu. Við erum
og verðum höfuðlaus her.
■ FIMMTUDAGUR 1. DES.
Áfram strákar!
Fór á skemmtilega ráðstefnu í
morgun. Fyrsta karlaráðstefnan
um jafnréttismál, bara ein kona á
svæðinu, frú Vigdís. Flestir voru
mjög alvörugefnir, það er kannski
skynsamlegt, en mér finnst
samt gaman að karlmenn skuli
loksins vera að ná því að jafnrétti
kynjanna er báðum aðilum fyrir
bestu. Með öðrum orðum að þeir
græði á jafnréttinu. Allt sem
karldýrin telja sig geta grætt á er
mjög vinsælt um þessar mundir.
Ferð í Borgarnes með Súsönnu
Svavarsdóttur, Ragnari Arnalds
og Ólafi Gunnarssyni að lesa
upp. Bók Ragnars um Jörund
hundadagakonung er greinilega
hörkuspennandi. Skelli henni á
jólagjafalistann.
■ FÖSTUDAGUR 2. DES.
Lifað í núinu
Okkur tókst að borga
reikningana um
mánaðamótin. Þá þarf
maður ekki að hafa áhyggjur
af þeim lengur.
N ú
g e t u r
maður snúið óskiptri
athyglinni að því að hafa áhyggjur
af desember-reikningunum. Ég hef
einhvern veginn á tilfinningunni að
næstu mánaðamót verði strembin.
Reyni samt að lifa í núinu og láta
hverjum degi nægja sína þjáning.
Mikið var lífið einfalt áður en
skrattinn fann upp kreditkortin.
Faðirvor, móðirvor og
jafnréttisbarátta karldýra
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er að þessu sinni meðal annars fjallað um hengirúm, hátækni- og
lágtæknisjúkrahús og fæðingu hugverka með keisaraskurði. Sagt er frá jafnréttisráðstefnu karlmanna,
bænastund, afmælisdegi stjórnleysingja, DV og kurteisu viðmóti við aldraðar vændiskonur á landsbyggðinni.
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar