Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 33

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 33
LAUGARDAGUR 3. desember 2005 33 fimmtudagskvölds, og krónur 4.800 föstudags- og laugardagskvöld. Frítt fyrir börn yngri en fimm ára. Hálft gjald fyrir börn sex til tólf ára. Stemning: Danskur jólahátíðleiki svífur yfir vötnunum, enda Danir kunnir fyrir að dekra við sig í desember. Ida Davidsen kemur sjálf til landsins til að setja upp jólahlaðborðið, sem er ómissandi viðburður fyrir marga að verða vitni að. Skemmtun: Helga Möller og Magnús Kjartansson sjá um fagra jólatónlist á föstudags- og laugardagskvöldum. Sunnudagana 11. og 18. desember endar hádegis- hlaðborðið á dansi í kringum jólatré þar sem gjöfum til barna er úthlutað. ■ SKIPT_um væntingar F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 PAKKINN Ver› a›eins 2.690.000 kr. N†R X-TRAIL ME‹ TVÖ HUNDRU‹ OG FIMMTÍU fiÚSUND KRÓNA JÓLAGJÖF Í KAUPBÆTI. TAKMARKA‹ MAGN! X-TRAIL JÓLA–NISSAN 250.000 KALL Í JÓLAGJÖF! KAUPAUKI100.000 kr.GJAFABRÉF HJÁ TAKMARKA‹ MAGN Vetrardekk og dráttarbeisli fylgja me›. VINNINGS Það eru nokkrar reglur sem er nauðsynlegt að hafa í huga þegar kemur að mannamótum og þá ekki síst... jólahlaðborðum. Hér koma tíu þumalputtareglur sem geta gert jólahlaðborðið með vinnufélögunum enn skemmtilegra: Hagaðu tíma þínum þannig að þér gefist nægur tími til að skipta um föt áður en þú mætir í jólahlaðborðið. Hvaða vínsérfræðingur sem er ráðleggur þér eindregið frá því að byrja drekka af einhverju viti áður en kemur að matnum. Áfengi og fastandi magi fara ekki sérlega vel saman. Þröng föt og of flegin er betra að skilja eftir heima. Saltið í jólamatnum getur valdið bjúgsöfnun á röngum stöðum. Til að koma í veg fyrir slíkt er gott að borða ávexti og grænmeti sem mótvægi. Þótt þú hafir lesið eina grein um rauðvín þýðir það ekki að þú sért sérfræðingur. Forðastu allan belging um léttvín en slíkt veldur aumingjahrolli hjá starfsfélögunum. Jólahlaðborð eru oftast smekkfull af mat og því nóg til handa öllum. Þar er einnig samansafn af mörgum réttum sem eiga ekki allir jafn vel saman. Forrétti og aðalrétti ætti að snæða sér, fáðu þér minna á diskinn og farðu frekar fleiri ferðir. Ekki reyna að brydda upp á nýjungum í matargerð þó að litir mismunandi rétta passi vel saman. Þetta er fullorðið fólk og það er ekki lengur gaman að leika sér með matinn. Það eru margir sem drekka ekki vín með mat og það er vel. En ekki panta stórt gosglas með miklum klaka. Fáið ykkur frekar jólaöl eða jafnvel bara vatn. Það er algengur mis- skilningur meðal margra að hlaðborð séu kappát. Reyndu frekar að njóta matarins því borðhaldið getur staðið yfir í tvo til þrjá tíma. Ef þú reykir sýndu þá lágmarkskurteisi að bíða eftir því að sessunautarnir ljúki við matinn sinn. Þegar makarnir fá að fljóta með er ekki ráðlagt að hefja samræður um eitthvað vinnutengt. Það þreytir þá ólýsanlega. Þó að áramótin séu framundan er heldur ekki sniðugt að fara gera upp einhverjar sakir yfir matnum. Skildu því vinnuna eftir í vinnunni. Hafðu það eitt í huga áður en þú leggur af stað að allt er gott í hófi. Kanntu þig á mannamótum? 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 SKÍÐASKÁLINN Í HVERADÖLUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.