Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 38

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 38
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR38 Hæ Jón, Af hverju fá sumir krakkar meira en aðrir í skóinn þótt þeir séu ekkert þægari? Finnst jólasveinunum ekki jafn vænt um alla? Mamma hjálpaði mér og sagði mér að spyrja þig. Kristján Pétur, 6 ára. Sæll, Kristján. Það er ekki hægt að treysta jólasveinunum. Þeir eru svo vitlausir og svo eru þeir líka svo margir og ruglast í ríminu. Haltu samt áfram að vera þægur. Kveðja, Jón Sæll, Jón Gnarr Er ekki vön að skrifa svona bréf og hef aldrei haft neitt sérstaklega mikið álit á þér, satt best að segja (sorrý! :) en ég sá þig hjá Sirrý og þar var verið að tala um þessi samtök fyrir fólk sem skuldar. Ég er svo kvíðin fyrir jólunum. Fjármálin mín eru í klessu. Ég er ekki að fá neitt útborgað og mig langar svo að taka lán til að redda þeim. En ég skulda ógeðslega mikið og var að fara í gegnum árangurslaust fjárnám í sumar. Ég er orðin andvaka yfir þessu á nóttunni. Er hægt að gera mann gjaldþrota? Getur maður farið í skuldafangelsi? Hvernig kemst maður í þessi samtök? Getur maður bara mætt? Fröken Kvíðahnútur Kæra fröken Kvíðahnútur. Það er dýrt að vera fátækur. Þú ert örugglega svo spennt og stressuð að þú hugsar ekki skýrt. Þú þarft hjálp við að endurskoða fjárhaginn hjá þér. Þessi samtök heita Debtors Anonymous og eru með fundi að Seljavegi 2, á miðvikudögum kl. 20.00 - 21.00 og á sunnudögum kl. 11.00 - 12.00. Ég held að þú getir bara mætt. Þú getur tékkað á heimasíðunni þeirra: http://www. daiceland.org. En hvað sem þú gerir, ekki taka fleiri lán! Kveðja, Jón Kæri Jón, Mér hefur lengið litist rosalega vel á eina stelpuna í bókhaldinu í vinnunni. Um miðjan desember er fyrirtækið með jólahlaðborð. Er það rétti tímapunkturinn til að láta hana vita af áhuga mínum. Ég held ég þori því ekki fyrr en eftir tvo eða þrjá bjóra. SKJ Kæri SKJ. Jólahlaðborðið er tilvalið tækifæri til að spjalla við hana. Byrjaðu á því að brjóta ísinn með því að slá henni gullhamra og hrósaðu henni fyrir útlitið eða klæðnað. Konur eru hrifnar af slíku. Þær punta sig fyrir mannamót og gleðjast þegar einhver tekur eftir því. Það er allt í lagi að fá sér einn eða tvo bjóra en passaðu þig á því að drekka ekki of mikið. Kveðja, Jón Kæri Jón Ég er fimmtán ára gamall strákur og finn fyrir miklum kvíða af því að mér gengur ekki sem best í skóla um þessar mundir. Gekk þér alltaf vel í skóla? Ef ekki til, fannstu þú líka fyrir kvíða og spennu? Beggi. Kæri Beggi. Það komu tímabil hjá mér þar sem mér gekk mjög illa í skólanum. Það er gott ráð að tala við námsráðgjafa eða skólasálfræðing og fá hjálp við að komast að því hvað er að. Kannski er ekki allt í lagi heima? Það er ekki auðvelt að læra þegar maður er kvíðinn og leiður. Sumum finnst líka ágætt að tala við prest. Gangi þér vel. Kveðja, Jón Kæri Jón Ég er kona í kringum þrítugt og hef komið mér vel fyrir í lífinu, er í vel launaðri vinnu og á góða íbúð og bíl. Stundum finn ég fyrir miklum einmanaleika en er þó ekki að leita eftir maka. Hvað get ég gert? ALJ Kæra ALJ. Ég held að einmanaleiki stafi sjaldnast af því að mann vanti félagsskap, heldur skorti á andlegri næringu. Alltof margir halda að annað fólk geti gert það hamingjusamt. Ertu ekki bara búin að vera að vinna of mikið? Þú ættir kannski að fara að gefa sjálfri þér meiri tíma og athygli. Þú gætir byrjað á að fara á Alfa námskeið. Svo er líka gott ráð að reyna að gera eitthvað fyrir aðra. Er ekki einhver í kringum þig sem vantar hjálp? Mundu að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Kveðja, JónSendið Jóni spurningar. Netfangið er: jongnarr@frettabladid.is KÆRI JÓN Jón Gnarr ræður lesendum Fréttablaðsins heilt á aðventunni > ,,Minn mesti áhrifavaldur var móðir mín, Mjöll Sigurðardóttir, sem reyndar er látin,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, betur þekktur sem Siggi Stormur. ,,Hún lagði alltaf gríðarlega mikla áherslu á að ég lærði eitthvað sem ég hefði gaman af á meðan pabbi gamli vildi að ég lærði eitthvað praktískt, svo sem lögfræði eða eitthvað svoleiðis. Ef hún hefði ekki veitt mér þennan mikla stuðning hefði ég líklega bara endað í einhverjum svoleiðis störfum sem ég hefði örugglega ekki kunnað við eða enst í.“ Sigurður segir einnig að Þór Vigfússon, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sé mikill áhrifavaldur í lífi sínu. ,,Hann skólaði mig til kennslu í raungreinum og stærðfræði þegar ég var nýskriðinn úr háskóla, réttindalaus og allslaus. Annan eins sannfæringarkraft og dugnað í starfi hef ég aldrei á ævi minni séð. Ég datt því inn í kennslu algjörlega fyrir hans sakir og á hann heiður skilið fyrir það því af þeirri reynslu hefði ég ekki viljað missa.“ Spurður um bækur sem hafa haft áhrif á hann segir hann að þær séu ekki margar. , ,Va r ð a n d i bókmennir þá hefur það nú verið þannig að ég les a f s k a p l e g a mikið bækur s e m tengdar eru vísindum á einn eða annan hátt, og þær bækur eru ekki beinlínis miklar áhrifavaldabækur. Ef ég á að nefna bók sem fékk mig til að hugsa þá verð ég að nefna bók Garðars Sverrissonar ,,Býr Íslendingur hér?“ sem fjallar um endurminningar Leifs Müller. Hann lenti í fangabúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni og bókin fjallar að mestu leyti um það. Það eru nokkur ár síðan ég las hana en ég man hvernig mér leið eftir lesturinn. Þessi bók upplýsti mig um hvað maðurinn getur verið grimm og skelfileg skepna. Ég man hvað ég hugsaði sterkt að þetta mætti aldrei gerast aftur.“ ■ ÁHRIFAVALDURINN SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Vildi að ég lærði eitthvað skemmtilegt ÞÓR VIGFÚSSON SKÓLAMEISTARI SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.