Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 42

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 42
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR4 Rafmagns og dísellyftarar • Lágmúli 9 / 108 Reykjavík • Sími: 533 2845 / GSM: 896 0515 • www.sturlaugur.is FRÁBÆRT VERÐ Höfundur verðlauna– myndarinnar Hálendi Vestfjarða vill að fleiri taki myndavélar með í ferðalög. Fyrir stuttu voru tilkynnt úrslit í myndbandakeppni Ferðaklúbbsins 4x4. Þetta árið var það mynd Bjarna Þórs Hjaltasonar, Hálendi Vestfjarða, sem fór með sigur af hólmi. Í umsögn dómnefndar segir að í myndinni fari saman mjög góð myndataka og skemmtileg sjónarhorn. Þá falli tónlistin sérlega vel að myndinni og klippingar séu vel heppnaðar. Myndin var tekin í árlegri jeppaferð um hálendi Vestfjarða. „Það er um áratugur síðan þessi hópur fór fyrst í þessa ferð. Undanfarin tvö ár höfum við gert myndir um ferðina fyrir þessa keppni. Í fyrra varð myndin í þriðja sæti en núna í því fyrsta,“ segir Bjarni. Hann segir margt ferðafólk vera með myndatökuvélar á lofti í svona ferðum en fáir gefi sér tíma til að eftirvinna það efni sem til verði. „Fyrst vorum við aðallega að mynda dekkin við mismunandi aðstæður til að læra á virkni bílanna í snjó. Svo þróaðist þetta út í að mynda samtöl, uppákomur, félagslífið í ferðum og fræðsluefni um svæðið. Myndin er í raun heimildarmynd um þetta svæði og sýnir vel hvað Vestfirðir eru frábærir til ferðamennsku. Einkenni fjallanna þar eru hvað þau eru slétt að ofan. Það er engu líkara en tröllin hafi farið með slípirokk og skurðarskífu á toppana,“ segir Bjarni og hlær við. Ferðahópur Bjarna er í vesturlandsdeild Ferðaklúbbsins 4x4. Þar hafa menn að leiðarljósi að skilja ekki eftir merki í náttúrunni og keyra bara í snjó. „Þetta finnur maður mjög sterkt hjá ferðafólki í dag, ekki bara í þessum hópi,“ segir Bjarni. „Eitt af því skemmtilega við þessa árlegu ferð er að einn ferðafélaginn, Hjalti Samúelsson, er fæddur og uppalinn við Ísafjarðardjúp og er manna fróðastur um þetta svæði. Hann kemur mikið við sögu í myndbandinu. Við næstum hvert stopp fer hann með einhverja heimild sem hann er með í kollinum,“ segir Bjarni. Bjarni hefur verið viðloðandi jeppamennsku síðan hann var barn þó að aðeins séu þrjú ár síðan hann eignaðist jeppa. „Ég hef samt alltaf átt fjórhjóladrifsbíl og hef farið miklu meira í huganum en veruleikanum.“ Hvað myndbandagerð varðar segist Bjarni ekki hafa neina eiginlega reynslu. „Þetta er bara fikt og fát hjá mér. Ég hef áhuga á þessu og hef fengið ábendingar en fundið margt út sjálfur líka. Maður fer að horfa á efni með öðrum hætti út frá þeirri reynslu og ég er oft að klippa í huganum þegar ég er að taka,“ segir Bjarni. Það sem hófst sem upplýsinga– efni fyrir ferðafélagana þróaðist út í skemmtiefni fyrir þá og aðra. „Svona myndir gefa ferðunum margfalt gildi. Þær halda lífi í atburðum og uppákomum sem annars væru gleymdar stuttu síðar. Ég mæli með því að fólk taki myndavélarnar með í ferðalög.“ Myndin Hálendi Vestfjarða er þrjátíu mínútur að lengd og sýningarrétturinn tilheyrir Ferða– klúbbnum 4x4. „Það er hægt að sjá myndina eftir auglýstri dagskrá. Næsta sýning er 12. desember á jólafundi vesturlandsdeildarinnar sem haldinn er í Jónsbúð á Akranesi og hefst klukkan átta,“ segir Bjarni að lokum. einareli@frettabladid.is Gefur ferðunum margfalt gildi að mynda þær Höfundur myndarinnar, Bjarni Þór Hjaltason, við klippitölvuna. Úr myndinni „Hálendi Vestfjarða“ sem bar sigur úr býtum í myndbandakeppni Ferðaklúbbsins 4x4. Hefðu drúídarnir notað bíla frekar en steina hefðu þeir verið til fyrir 4000 árum? Áttu nokkra gamla og lúna kagga úti á túni? Af hverju ekki að breyta þeim í eftirlíkingu af Þjóðveldisbænum eða Snorralaug? Allir hafa heyrt um Stonehenge í Englandi, steinahringur sem var reistur fyrir um 4000 árum, og er í dag vinsæll hjá nýaldarfólki um sumarsólstöður. Kaninn er þekktur fyrir að gera hlutina aðeins öðruvísi og í Nebraska reisti Jim Reinders, árið 1987, Carhenge. Gamlir bílar voru sprautaðir gráir, reistir upp á endann og grafnir niður til að mynda eftirlíkingu af Stonehenge. Það ótrúlegasta við þetta allt saman er að þetta er orðinn ferðamannastaður, með minjagripum og öllu saman. (efni og myndir fengið af fornbill.is) Hvor er hvað? Á annarri myndinni er steinhringurinn Stonehenge í Englandi, á hinni er bandaríska útgáfan sem gekk áður fyrir bensíni. Bílhræ laða að ferðamenn Jólapakkar Rafmagnshlaupabretti 15km hámarkshraði Hitaáklæði í bílinn 12V 4.900,- 12.995,- AG Mótorsport - Klettháls 9 110 Reykjavík - s. 587 5547 Verslun á netinu : www.agmotorsport.is ´

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.