Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 58

Fréttablaðið - 03.12.2005, Page 58
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR20 Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík sunnudaginn 4. des. kl. 20.00. Ræðumaður kvöldsins er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Meðal annarra gesta kvöldsins eru þeir Raggi Bjarna og Einar Júlíusson frá Keflavík sem syngja ásamt Fríkirkjukórnum undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur og Carls Möller. Klukkan 14.00 er fjölskylduguðsþjónusta í umsjá Ásu Bjarkar Ólafsdóttur. Aðventukertið, sagan, Biblíumyndir og andabrauð á sínum stað. Anna Sigga og Carl Möller leiða tónlistina. Atli Þór Albertsson er nýútskrifaður leikari og skikkanlega önnum kafinn þessa dagana. Draumahelgin hans færi því í afslöppun í faðmi fjölskyldunnar. „Draumurinn er að komast áhyggjulaus í burtu. Ég myndi vilja vera í sumarbústaðnum hennar ömmu á Laugarvatni í fullkomnu veðri með fjölskyldunni. Þar er meiriháttar útsýni og heitur pottur og algjör fjölskylduparadís. Veðrið er reyndar ekkert aðalatriði því bústaðurinn er svo notalegur að það er ekkert mál að vera þar þó veðrið sé ekki upp á sitt allra besta. Við myndum grilla góðan mat og rúsínan í pylsuendanum væri svo ef sonur minn, sem er sex ára og ansi sprækur, væri sæmilega stilltur allan tímann.“ Atli hefur haft ýmis verkefni með höndum síðan hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum í vor og lék meðal annars Adda Idol í Idol-auglýsingunum, sem var að taka þátt í keppninni og tók svo við hlutverki af skólabróður sínum í Kabarett. Hann segir að það sé alveg brjálað að gera þessa dagana og engin smuga að komast í bústað að minnsta kosti ekki í bili. DRAUMA- HELGIN Í ömmu- bústað með fjölskyldunni Atli myndi helst vilja komast í afslöppun í sumarbústaðinn hennar ömmu. Börn á leið heim úr skólanum í Mosfellsbæ. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA SJÓNARHORN 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.