Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 59
LAUGARDAGUR 3. desember 2005 Hver króna af seldum VIVA GLAM varalit rennur í Alnæmissjóð MAC. Sjóðurinn styrkir baráttuna gegn alnæmi á Íslandi. Í tilefni af Alþjóðlegum alnæmisdegi koma landsþekktir einstaklingar sem láta sig málið varða í heimsókn í MAC, Debenhams, í dag milli 13.00 og 17.00 og leggja sitt af mörkum: Jónsi í Svörtum fötum, Sverrir, Auðunn og Pétur í Strákunum, Hera, Sigga Beinteins, Nylon, Yasmin Olsson, Einar Bárðarson, Heiða, Sigmar Guðmundsson og Ragnhildur Steinunn úr Kastljósinu, FM 95,7 Zúúber grúbban, Hilmir Snær, Egill Helgason, Ragnheiður Gröndal, Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm. Kiss FM verður með beina útsendingu. Börkur og Daði sjá um tónlistina. Boðið upp á gos frá Ölgerðinni og blöðrur fyrir börnin. Í kvöld, 3. desember munu MAC og Café Oliver halda styrktarkvöldverð á Café Oliver til styrktar forvarnarstarfi Alnæmissamtakanna. Veislustjóri: Logi Bergmann ásamt landskunnum skemmtikröftum. Klæðaburður í samræmi við „Crazy Coktail“ þema. Í boði verður 5 rétta matseðill ásamt léttvíni, kaffi og koníak og frábær skemmtiatriði og tjútt fram á rauða nótt. Miðaverð er 25.000 kr. á mann og rennur allur ágóði beint til forvarnarstarfs Alnæmissamtakanna. Húsið opnar kl. 18.00. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 04 84 12 /2 00 5 AIDS FUND Legg›u flitt af mörkum HVERNIG ER HÆGT AÐ VERJAST TÖLVUVEIRUM OG ÖÐRUM HÆTTUM Á NETINU? Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) og um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Margir flokkar tölvuveira Til eru margir flokkar tölvuveira. Þeirra á meðal eru eiginlegar veirur, en það eru forrit sem koma sér fyrir inni í öðrum forritum, og fjölvaveirur sem smita Microsoft Office skjöl. Einnig eru til svokallaðir ormar, til dæmis póstormar sem dreifa sér sjálfir í tölvupósti og netormar sem dreifa sér beint á milli nettengdra tölva. Ruslormar eru forrit sem dreift er í miklu magni með tölvupósti á sama hátt og ruslpósti. Svokallaðar bakdyr er hugbúnaður sem opnar aðgang að tölvunni fyrir utanaðkomandi aðilum, án samþykkis eiganda, og njósnahugbúnaður fylgist með allri notkun á tölvunni og sendir upplýsingar um þá notkun til utanaðkomandi aðila, aftur án samþykkis eiganda tölvunnar. Loks má nefna trójuhesta, forrit sem villa á sér heimildir og gera annað en notandinn býst við að þau geri. Veiruvarnaforrit Eins og gefur að skilja eru veiru- varnaforrit (e. antivirus software) helsta leiðin til að verjast tölvu- veirum. Því miður leysa þau ekki allan vanda því fleira þarf að var- ast á netinu en tölvuveirur auk þess sem nýjar tölvuveirur sleppa stundum framhjá veiruvarnaforrit- um. Þá geta notendur lent í ýmsum hremmingum við að bjarga gögnun- um sínum og sótthreinsa tölvuna. Tölvuveirur félagslegt vandamál Þó svo að veiruvarnaforrit séu mjög mikilvæg í baráttunni gegn tölvuveirum og nauðsynlegur bún- aður á hverri tölvu, verða þau aldr- ei nein töfralausn. Ástæðan er helst sú að tölvuveirur eru í raun ekki tæknilegt vandamál heldur miklu fremur félagslegt, eins undarlega og það kann að hljóma, og ekki er hægt að leysa félagslegt vandamál með tæknilausnum eingöngu. Tvær meginröksemdir eru fyrir þessari staðhæfingu. Tölvuveirur verða ekki til af sjálfu sér Í fyrsta lagi eru tölvuveirur ekki sjálfsprottnar heldur eru þær mannanna verk. Þótt vitað sé um öryggisholur og veikleika í stýri- kerfum sem hægt er að misnota, eru það glæpamenn sem búa tölvu- veirurnar til og dreifa þeim. Örygg- isholurnar sjálfar (sem eru tækni- leg vandamál og þarf auðvitað að laga) eru sem sagt ekki uppspretta tölvuveira heldur þeir sem ákveða að nýta sér þessa veikleika. Stýrikerfið hlýðir skipunum Í öðru lagi er langflestum tölvuveirum dreift í tölvupósti þar sem reynt er að gabba notandann til að opna viðhengi og ræsa þar með tölvuveiruna. Það er ekkert óeðlilegt við það að stýrikerfið leyfi notendum að ræsa tölvuveiru eins og hvert annað forrit. Stýrikerfið er gert til að hlýða skipunum notandans hvort sem þær eru æskilegar eða óæskilegar. Hvort eitthvað flokkast sem tölvuveira eða gagnlegt forrit snýst þar að auki oft og tíðum um væntingar notandans. Stýrikerfið hefur enga leið til þess að gera sér grein fyrir því hvers notandinn væntir af forritinu og hvort forritið geri eitthvað sem hann vildi ekki að yrði gert. Ef það væri hægt væri þegar búið að laga öll stýrikerfi og útrýma tölvuveirum. Veiruvarnaforrit, eldveggir, vefsjávörn Af þessu leiðir að beita þarf mörgum mismunandi aðferðum samtímis til að verjast tölvuveirum. Sumar aðferðirnar eru tæknilausnir eins og að vera með nýlega uppfært veiruvarnaforrit á tölvunni til að finna þekktar tölvuveirur og greina grunsamlega hegðun forrita. Einnig að vera með eldvegg til að verjast beinum árásum, netormum og innbrotum. Góðir eldveggir hafa líka forritastýringu (e. program control) þar sem notandinn getur stýrt því hvaða forrit fá að tengjast netinu. Þeir láta líka notandann vita ef ný eða breytt forrit, til dæmis tölvuveirur, reyna að fá netaðgang. Loks má nefna vefsjárvörn gegn sprettigluggum (e. pop-up window). Internet Explorer 6 hefur innbyggða vefsjárvörn í Windows XP með uppfærslupakka 2 (e. service pack). Firefox er með slíka vörn fyrir öll stýrikerfi. Mikilvægt að uppfæra stýrikerfið Mikilvægt er að hirða vel um stýrikerfi tölvunnar og uppfæra það reglulega. Tölvunotendur ættu alltaf að verða sér úti um nýjasta uppfærslupakkann fyrir stýrikerfið sitt. Windows notendur ættu að nota Automatic Updates í Windows eða heimsækja Microsoft Update reglulega til að sækja nýjustu uppfærslurnar frá Microsoft. Mac OS X notendur ættu að nota Software Update í Mac OS X til að sækja nýjustu uppfærslurnar frá Apple. Val á vefsjá Windows notendur ættu einnig að íhuga að nota ekki Internet Explorer vefsjána (e. browser) sem fylgir stýrikerfinu. Margar tölvuveirur, sér í lagi njósnahugbúnaður, virka einungis með Internet Explorer. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er langalgengasta vefsjáin. Mun minna er til af tölvuveirum sem nýta sér aðrar vefsjár eins og Firefox og Opera. Tölvunotendur þurfa líka að læra að treysta ekki gylliboðum, sjá í gegnum gabbtilraunir og opna ekki viðhengi sem berast í tölvu- pósti nema þeir viti um uppruna þeirra og tilgang. Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur. Tölvuveirur eru tækni— og félagslegt vandamál VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við að undanförnu eru: Hvað eru deilitegundir, hvað þýðir orðið Hvítserkur, hvað er mikill straumur í einni eldingu, hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku, hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent, og hvað er kjörþögli? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.