Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 60
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR40 S vart er í tísku. Ekki bara svart heldur svart í svart. Lög af svörtu; svört föt, svartir skór, svartir skartgripir og aukahlutir. Í vetur er svart líka rómantískt. Efnin eru fljúgandi sjiffon, kósý kasmír, þvegið flauel, pelsar, glitrandi steinar og fallegar blúndur. Svarti galdurinn er hinn klassíski „litli svarti kjóll“. Hann er hægt að nota sem grunn við öll tækifæri, með gallabuxum, háum stígvélum, prjónapeysu og svartri tvíhnepptri ullarkápu eða með pinnahælum, svörtum skartgripum, litlum pels og svartri glitrandi tösku. Blandið öllu saman og allt er leyfilegt, það er bara eitt skilyrði, svart í svart! Einsleitt! Það sem sjá má á síðum tískutímarita í förðun er matt og dramatískt. Sansering og glimmer hefur fengið að víkja í bili. Djúpir varalitir og girnilegar varir ráða ríkjum og eru aðalatriðið. Lýtalaus húð með möttum eða náttúrulegum gljáa og hún fær að njóta sín. Brúnir mattir tónar renna saman og gefa rómantískan blæ og skerpa og ýkja vel alla náttúrulega skugga. Nota vel af farða en vinna hann vel með fingrum. Púðra yfir en ekki of mikið. Bara rétt til að „setja“ farðann þannig að hann hreyfist ekki. Skyggja vel með sólarpúðri undir kinnbein og aðeins á enni, nef og höku. Nota ca. 3 tóna af augnskugga, byrja á húðlituðum og svo tvo brúntóna liti, í sitt hvorum styrkleika. Nota skal matta liti. Mikið af maskara til að gefa dramatískan blæ. Skerpa augabrúnir ef þarf en hafa þær náttúrulegar. Klára þetta með möttum varalit í blábleiktóna lit sem líkist eigin varalit og velja blýant í sama tóni. Til að gera þetta meira glam má skella glossi yfir augnlok. Heildaryfirbragð er glæsilegt og dramatískt. Einfalt og sterkt. ■ Slakaðu á fyrir jólin Nú sér Pósturinn líka um að prenta jólakortin www.postur.is Pósturinn býður nýja þjónustu sem gerir þér kleift að hanna vandað jólakort með eigin mynd og senda til vina og vandamanna á einfaldan og ódýran hátt. Búðu til heimilisfangalista sem uppfærist sjálfkrafa Þú getur búið til þinn eigin heimilisfangalista og vistað á vef Póstsins. Þar safnarðu saman á einn stað heimilisföngum vina og vandamanna sem þú vilt geyma. Listinn uppfærist sjálfkrafa og þú hefur því alltaf aðgang að réttum upplýsingum um heimilisföngin. Pósturinn sér um að láta prenta jólakortin í frábærum gæðum, setja þau í umslög og ganga frá þeim til sendingar, árita umslögin samkvæmt þínum nafnalista á www.postur.is og bera jólakortin út til viðtakenda innanlands og utan. Farðu inn á www.postur.is og kláraðu jólakortin með fjórum einföldum aðgerðum. 1. Veldu mynd á jólakortið 2. Skrifaðu texta á jólakortið 3. Skráðu inn nöfn og heimilisföng 4. Greiddu og sendu ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SP 2 95 37 12 /0 5 Svarti galdur Myndir: NÍNA BJÖRK GUNNARSDÓTTIR Stílisti: HELGA ÓLAFSDÓTTIR Fyrirsæta: SUNNA BJÖRNSDÓTTIR Förðun: GUÐBJÖRG HULDÍS Fatnaður: KAREN MILLEN OG ZARA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.