Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 03.12.2005, Qupperneq 94
 3. desember 2005 LAUGARDAGUR74 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 listastefna 6 í röð 8 starfs- grein 9 að 11 ónefndur 12 yfirstéttar 14 hneisa 16 bardagi 17 stúlka 18 pípa 20 þys 21 innyfla. LÓÐRÉTT 1 þraut 3 frá 4 ballerína 5 beita 7 stoppistöð 10 draup 13 hjör 15 drykkur 16 örn 19 tveir eins. LAUSN Útreyktir barir - Takið forskot á reykingabannið 2007 og upplifið hvað það er gott að sitja á reyklausum LÁRÉTT: 2 dada, 6 áb, 8 fag, 9 til, 11 nn, 12 aðals, 14 skömm, 16 at, 17 mey, 18 rör, 20 ys, 21 iðra. LÓÐRÉTT: 1 gáta, 3 af, 4 dansmey, 5 agn, 7 biðstöð, 10 lak, 13 löm, 15 mysa, 16 ari, 19 rr. NÚNA BÚIÐ Fiskur og franskar - Mesta furða hvað það er lítið framboð af þessu eðalfæði í landi fisksins. Kebab húsið á Lækjargötu er þó með fínastu útgáfu af þessum rétti. Klassískir tónleikar - nú eru að koma jól. Setjið pönk- ið á hilluna og látið tónana færa ykkur á guðlegt plan. Kitsch-fatasmekkur - Glingur, skærir litir, flegin föt og drasl. Hver sagði að Footballer‘s Wives lúkkið væri smart. „Trendy“ veitingastaðir. Almáttugur, reynið að virkja hugmyndaflugið og koma með eitthvað nýtt. Stjörnulúkk fyrri áratuga - nú eru jólaboðin í algleym- ingi og takið fram klassísku sparifötin. Klassi klikkar aldrei. OPIÐ ALLA LAUGARDAGA 10-14 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 STÓR HUMAR RISARÆKJUR HÖRPUSKEL TUNFISKUR SALTSÍLD KRYDDSÍLD 1 dálkur 9.9.2005 15:20 Page 7 HRÓSIÐ ...fær Thelma Ásdísardóttir, ljósberi ársins. „Ég heyri alltaf öðru hvoru af þessu en þetta er bara heiður ef satt reynist,“ segir Jón Sæmundur Auðarson hjá Dead f um orðróm þess efnis að hugmyndum hans hafi verið stolið á erlendri grundu. Jón segir sögur um meintan þjófnað alltaf spretta upp öðru hvoru. Hann segir að ef einhver fótur er fyrir þessu sé það yfirleitt í litlu mæli að ekkert þýði að vera eltast við slíkt því málareksturinn svari ekki tilkostnaði. „Stundum sér fólk eitthvað með hauskúpu eitt augnablik og heldur að það sé stuldur á höfundarrétti,“ útskýrir hann en Jón Sæmundur er með einkaleyfi á sinni kúpu og er því greinilega ekkert stressaður. „Ég hef bara gaman af þessu,“ bætir hann við. „Ég er annars með Dauða - lögfræðing í New York þar sem þessar sögusagnir skjóta yfirleitt upp kollinum og ef þetta fer að verða í einhverju magni hef ég samband við hann,“ segir Jón og hlær enda er víst ekkert grín að lenda í klónum á þeim ágæta manni. Jón Sæmundur hefur í nógu að snúast þessa dagana. Myndlist- arsýning stendur yfir í Gallerí Box á Akureyri og hann er á fullu við að undirbúa portrett sýningu sem ráðgert er að opni árið 2007. „Ég hef verið að bjóða fólki inn af götunni í kaffi, taka af því myndir og mála það svo,“ segir Jón Sæmundur en meðal þekktra andlita má nefna bandaríska leikstjórann Quentin Tarantino en honum fannst alveg sjálfsagt að sitja fyrir. Verslunin hefur verið vinsæl meðal fræga og fína fólksins sem sækja landið heim en Jón er sjálfur ekkert of upptekin af tíðum gestagangi þeirra. „Það er kannski létt hallærislegt að allir skuli koma hingað en ég get á hinn boginn nýtt mér mynd- ir af þeim þegar ég er að reyna koma framleiðslunni á framfæri erlendis,“ segir hann en Jón er í útrásarhugleiðingum og er meðal annars með umboðsmann í Kaup- mannahöfn sem og í Los Angeles og New York. Þá er hann að leggja lokahönd á nýja afurð sem er hans eigin útgáfa af sígildri heimil- islist en Jón hyggst endurvekja gömlu útsaumuðu plattanna með orðunum „Drottinn Blessi Heimilið“. „Þetta er gert með silkiprent á mdf - plötur með lakki og olíulit,“ útskýrir hann og telur þetta geta fært aukna hlýju inná heimili unga fólksins. „Annars er ég að leita að hentugra húsnæði þar sem ég get tengst myndlistinni enn frekar.“ freyrgigja@frettabladid.is JÓN SÆMUNDUR Með sína eigin útfærslu af gömlu útsaumuðu plöttunum sem orðin Drottinn Blessi Heimilið prýða. Þetta getur fært aukna hlýju inná heimili unga fólksins. JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON: ER EKKI SMEYKUR UM HAUSKÚPUNA SÍNA Málar portrett af Tarantino og leitar að nýju húsnæði Í kvöld klukkan átta lýkur tónleikaferð Írafárs um landið en þá verða lokatónleikar sveitarinnar í Austurbæ. Sveitin hóf hringferðina á Selfossi og eru tónleikarnir í kvöld þeir tíundu á tæpum mánuði. Þetta er ekki hefðbundin tónleikaferð því Írafár hefur verið í nánu samstarfi við Íslandsbanka en allur ágóði af aðgangseyrinum rennur til styrktar Einstakra Barna og í kvöld verður ávísun með upphæðinni afhent. „ Við vonumst til að hún nái að hljóða uppá meira en tvær milljónir,“ segir Vignir Snær Vigfússon, gítarleikari og aðallagasmiður Írafárs en miðað við gang mála í forsölu stefndi allt í það. Vignir var mjög ánægður með hvernig til hafði tekist og sagði tónleikaferðina í raun hafa gengið vonum framar. „Það var ánægjulegt að sjá hversu duglegt fólk var að mæta til styrkja gott málefni og sjá tónleika,“ sagði hann. Það tekur töluvert mikið á fyrir hljómsveit að ferðast svona mikið um landið en Írafár hefur að mestu leyti farið ferða sinna í rútu sem gengur undir nafninu „Línerinn“. „Þær eru vel útbúnar með kojum og öllum græjum þannig að maður getur sofið á leiðinni,“ segir Vignir sem gat þó ekki leynt ánægju sinni yfir að vera kominn heim í heiðarbólið. Hljómsveitin er ekkert að fara leggjast í leti nú þegar hringferðinni er lokið því nú hefst sölusamkeppni jólanna fyrir alvöru. „Það þarf að árita plöturnar og spila á tónleikum þannig að helgarnar fara meira eða minna allar í þetta.“ -fgg Góðu dagsverki komið til skila ÍRAFÁR Hefur spilað á tíu tónleikum um land allt og afhendir Einstökum börnum afraksturinn af þeim. [ VEISTU SVARIÐ ] 1 Fyrir að reyna að smygla 400 grömmum af heróíni. 2 Lady Kristina. 3 Steaua Búkarest.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.